14.10.2008
Svartamarkaðsbrask auglýst á mbl.is
Seinast þegar ég vissi var sala á gjaldeyri utan viðurkenndra fjármálastofnana ólögleg. Svo sér maður fjallað um auglýsingu um þess háttar sölu á mbl.is sem hverja aðra frétt á sömu vefsíðu, eins og ekkert sé sjálfsagðara, nema hvað þetta virðist þykja óvenjulegt og þar með fréttnæmt.
Það er greinilega allt orðið vitlaust í þessu landi.
Verður það næsta að hægt sé að kaupa dóp eftir smáauglýsingum í blöðunum?
Það er talað um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni líta okkur öðrum augum en þróunarlönd. En ég held að ekki einu sinni í þróunarlöndunum sé svartamarkaðsbraskið auglýst í dagblöðunum.
Segja ekki þessar auglýsingar og umfjöllunin um þær okkur ekki sitthvað um það hvernig siðferði þessarar þjóðar er (orðið)?
Ég er gjörsamlega gáttuð. Hversu fáfróðir og hreint og beint heimskir hafa blaðamenn leyfi til að vera, og auðvitað líka þeir sem seldu auglýsingarnar?
Gjaldeyrir auglýstur í smáauglýsingunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
335 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það getur vel verið Gréta að bannað sé að selja útlenda peninga hér á landi. Þó held ég ekki. Við höfum getað lagt útlenda peninga inn á gjaldeyrisreikninga í einkabönkum hingað til. Þeir bankar hafa verið í eigu einstaklinga og því getur ekki verið ólöglegt að selja einstaklingum útlenda peninga. Kannski er þetta öðruvísi núna eftir þjónýtinguna, hver veit.....Útlendingar koma hingað og kaupa vörur fyrir sína peninga, þá eru þeir að selja kaupmönnum þá.........en annars eru ekki bara allir að reyna að bjarga sér?...þetta með blaðamennina skiptir engu máli, þeir eru bara að segja frá því sem er að gerast.
Haraldur Bjarnason, 14.10.2008 kl. 23:37
Það er klárlega ólöglegt að einstaklingar selji gjaldeyri. Bankar í eigu einstaklinga hafa til þess tilskilin leyfi. Það er allt annar handleggur.
Greta Björg Úlfsdóttir, 14.10.2008 kl. 23:44
Hvað með þá sem kaupa vörur hér í verslunum fyrir gjaldeyri? er þá ekki kaupmaðurinn að brjóta lög með því að kaupa af útlendingi sem er að selja gjaldeyri?
Haraldur Bjarnason, 14.10.2008 kl. 23:47
Kaupmenn þurfa verslunarleyfi frá yfirvöldum til að versla með vörur. Það getur enginn sett á fót verslun hér á Íslandi bara sisona.
Ja, nema kannski í Kolaportinu, annars eru nú margir aðilar þar það stórir að maður skyldi halda að þeir þyrftu að standa skil á veltunni á einhvern hátt.
Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 01:03
Auk þess sem útlendingurinn er ekki að selja gjaldeyri (fattaði nú ekki strax hvað þú sagðir þarna), hann er að KAUPA fyrir gjaldeyri, sem er allt annað mál.
Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 01:04
Kaupa vöru sem við aðili með verslunarleyfi á Íslandi hefur annað hvort keypt af innlendum framleiðanda eða flutt inn.
Hefurðu aldrei heyrt um virðisaukaskatt og endurgreiðslu á honum við brottför úr landinu?
Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 01:08
Trúðu mér, ég hef búið í þróunarlandi og þar er verslun einstaklinga með gjaldeyri ólögleg, eins og hér. Slíkt kallast svartamarkaðsbrask og þar er ekki haft hátt um slík viðskipti, þó svo það sé á flestra vitorði meðal útlendinga að minnsta kosti að þau viðgangast.
Svei mér, við erum vanþróuð ef fólk á Íslandi heldur að það sé löglegt sem fólk í vanþróaðri ríkjum veit upp til hópa að er ólöglegt.
Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 01:20
Þetta er athyglisvert...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 17.10.2008 kl. 05:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.