Leita í fréttum mbl.is

Ég viðurkenni...

iceland16.jpg...að ég hef hingað til ekki leitt hugann mikið að stjórnmálum eða látið mig þau miklu skipta. Það hef ég (ekki) gert í þeirri góðu trú að landinu væri þokkalega stjórnað, þó deilt væri um áhersluatriði.

Nú hefur öll þjóðin heldur betur fengið skell og vaknað upp af værum velferðardraumi við það að við stefnum hraðbyri norður og niður ef ekki verður gripið til róttækra ráðstafana á allra næstu dögum.

Kannski verður þessi þróun mér og mínum líkum aðvörun um að fylgjast betur með og trúa varlegar yfirlýsingum stjórnmálamanna og stjórnvalda. 

Það er eitt af því jákvæða sem vonandi kemur út úr þessu öllu, þrátt fyrir allt. Einnig að við vöknum til meðvitundar sem þjóð um þau gildi sem eru einhvers virði, það er að segja ekki eftirsókn og hlaup eftir tískustraumum, heldur að meta og styrkja fjölskyldubönd, kærleika í mannlegum samskiptum og þá uppsprettu varanlegs auðs og gleði sem náttúra landsins hefur að gefa okkur.

"Við megum aldrei gleyma því að Ísland er stærsta land í heimi."

- Dorrit Moussaieff


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Sagði hún ekki "stórasta" land í heimi. En mér finnst einhvern veginn að nú séum við "litlasta" landið. Er þetta kannski bara della í mér?

Gústaf Níelsson, 19.10.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Nei, Gústaf, hún sagði "stærsta" í þetta sinn, hún er nefnilega svo dugleg að læra!

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 00:22

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það var gaman að horfa í kvöldfréttum á Stöð 2 hér á Íslandi á viðtal sem Stöð 2 í Ísrael tók beint við forsetafrúna okkar.

Bæði að heyra hvað hún kom jákvæðum skilaboðum á framfæri um Ísland, og eins að heyra hana tala hebreskuna reiprennandi.

Dorrit vex og vex í áliti hjá mér og líklega allri þjóðinni þessa dagana. Hún er fjársjóður, demantur. Við erum mjög lánsöm að eiga hana sem forsetafrú.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 00:27

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Í þetta sinn: Þá meina ég í viðtali við fjölmiðla hér heima nú rétt á dögunum (man ekki hvaða dag, sennilega birtist það á mbl.is í dag). Í tengslum við viðtal við hana í Sunnudagsmogganum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 00:29

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Jæja Greta mín, eitthvað hefur þetta farið framhjá mér um "stórasta" og "stærsta" hjá frúnni. En ég get nú ekki varist þeirri hugsun að mér finnst allt þetta tal hennar um "stórasta" og "stærsta" eftir atvikum hálfhallærislegt og beinlínis óviðeigandi, nema sem augnabliks stemmningsmál, ef þú skilur mig. Þannig var það upphaflega þegar orðin féllu. Endurtekning er bara púkó. Þó hún kunni að vaxa í áliti hjá þér þessa dagana, er ég ekki viss um að svo sé hjá þjóðinni almennt. En Íslendingar eru kurteis þjóð og þegja af tillitssemi og kurteisi, þótt konukindin sé svolítið kindarleg.

Gústaf Níelsson, 20.10.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband