Leita í fréttum mbl.is

I´m gonna spend, spend, spend!

vivpa2004_468x524.jpgKona er nefnd Vivian Nicholson. Árið  1961 vann hún það sér til frægðar að vinna £152,319, hæstu upphæð sem þá hafði sést í getraunum breska fótboltans. Þegar blaðamaður spurði hana hvernig hún hygðist verja fénu varð hún fræg að eilífu í Bretlandi þegar hún svaraði:

"I´m gonna spend, spend, spend!"

Sem útleggst: Ég ætla að eyða, eyða, eyða. Kannski frekar: versla, versla, versla! Hljómar dálítið eins og Íslendingur í "erlendis"ferð, ekki satt?

Og hún stóð við orð sín. Svo rækilega að um tíma lifði hún á féló á Möltu, af öllum stöðum, ef mig misminnir ekki.

Eftir það vann hún sig upp frá þeim stað í tilverunni, og naut við það góðs af þeirri frægð sem henni hlotnaðist af eyðslunni, meðal annars með því að skrifa (ásamt öðrum) ævisögu sem kom út 1977.

Svo fræg er konan að gerður hefur verið um hana söngleikur (eftir leikriti frá 1998) sem að sjálfsögðu heitir "Spend, spend, spend". Hann var frumsýndur 1999 og er enn sýndur og gerir það gott víðsvegar um landið samkvæmt heimasíðu. Um söngleikinn og frægðarferil Viv má lesa hér.

Wikipedia: Spend spend spend


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

: Þetta hefur pirrað mig lengi, ásamt mörgu öðru, - landlægri þágufallssýki og því að nú eru allir að gera hitt og þetta, - svo dæmi séu tekin...

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.10.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband