Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur segir frá leynilegum áformum sínum um leynifund leynilegrar sendinefndar

baby_sour_puss_3_small1.jpgÞað er akkúrat svona málflutningur frá formanninum sem hefur gert það að verkum að ég hef ekki treyst mér til að kjósa Vinstir Græna hingað til.

Þetta er ekki rétti tíminn til að greina frá leynilegum áformum sem urðu að engu, þegar allt logar í ásökunum um leynimakk hér og leynimakk þar í þjóðfélaginu.

Setningin sem eftir Steingrími er höfð er innan gæsalappa, svo ég geri ráð fyrir að þetta sé bein tilvitnun mbl.is  í ræðu hans. 

Samkvæmt fréttinni ætlaði formaður VG sjálfum sér, þingmanni úr stjórnarandstöðu, formennsku í tveggja manna nefnd, þar sem Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og aldavinur DO, og einn Seðlabankastjóranna, þó ekki Davíð, áttu að vera með í för sem eins konar skósveinar hans. Ef áformin hefðu gengið eftir og lánið hefði fengist fyrir milligöngu formannsins hefði hann síðan slegið sjálfan sig til riddara fyrir að hafa bjargað þjóðinni á ögurstundu: Það var ég sem útvegaði lánið frá Norðmönnum!

Að Steingrími, sem maður skyldi halda að sé ekki öllu skyni skroppinn, skuli detta önnur eins vitleysa í hug og þetta! - Og að bera þetta í þokkabót á borð fyrir almenning eftir á (þó ekki að hyggja - eins og nú er svo vinsælt!), eins og krakki sem klagar í mömmu sína (kjósendur).

Engin furða að Geir Haarde skyldi afþakka "gott" boð!

Svona tal ber vott um pólitískt taktleysi, drottnunargirni, fýlugang og þvermóðsku sem vekur ekki með manni traust á því að Steingrímur gæti orðið hæfur forsætisráðherra.

Því er nú verr og miður.

Hann gæti hins vegar orðið þokkalegur landbúnaðarráðherra.


mbl.is Vildi leynilega sendinefnd til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 20.11.2008 kl. 13:36

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég hugsa að ég kjósi nú samt kallinn, það er að segja flokkinn hans.

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.11.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.