Leita í fréttum mbl.is

Vantrauststillagan

100_0600Viðskiptablaðið segir frá þessu.

Ég held að það væri of fljótt að hafa kosningar um miðjan febrúar. Það er of lítill tími til undirbúnings, ef tekið er mið af því að nú nálgast desembermánuður og stórhátíðir = margir frídagar og minni virkni. Þar tapast tími.

Ég held að það væri nær lagi að áætla kosningar í mars - apríl. Vonandi fæst sá frestur sem Valgerður talar um, ef tillagan nær fram að ganga.


mbl.is Vantrauststillaga komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Fyrir utan það Gréta að febrúar er yfirleitt harðasti vetrarmánuðurinn hér á landi. Frambjóðendur þurfa að fara um landið til að kynna sín mál auk þess sem ýmsir íbúar þessa lands þurfa að fara langa leið á kjörstað og það jafnvel yfir fjallvegi. Það er í fyrsta lagi hægt að kjósa í maí en mætti líka geyma það fram september. Því stjórnmálaflokkarnir þurfa líka að stokka upp í sínu liði, það er ekki hægt að bjóða okkur sama fólkið aftur. - Hins vegar á að skipta um Seðlabankastjórn strax.....burt með spillinguna!

Haraldur Bjarnason, 21.11.2008 kl. 17:24

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Að sjálsögðu gerir allt sem þú nefnir það líka að verkum að ekki er hagstætt að hugsa sér að kjósa í febrúar. Maí væri hins vegar mjög ákjósanlegur tími - þá er komið vor, og nýtt vor gæti á sama tíma hafist í íslenskum stjórnmálum. Mér segir svo hugur að það muni einmitt verða kosið í maí.

Mér fyndist hins vega alltof langt að bíða þangað til í september.

Eins og þú vil ég sjá nýja stjórn í Seðlabankanum strax. Þar eiga ekki að vera nein vandkvæði á að skipa nýtt fólk nú þegar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.11.2008 kl. 17:31

3 identicon

Hæ Greta mín.

Það er gaman að sjá þig hérna aftur á blog.is. Ég tók mér smá hlé frá blogginu en nú er ég sem sagt komin aftur. Hafðu það rosalega gott vinur. Þú ert alltaf jafn góð. Við erum flottir bloggvinir.

Bestu kveðjur og knús.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 18:37

4 Smámynd: Húmoristaflokkurinn

Alveg sammála. Það verður líka að vera nægur tími fyrir hugsanlega nýja flokka að blanda sér í baráttuna.

Húmoristaflokkurinn, 21.11.2008 kl. 20:00

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ætli Ólína Þorvarðardóttir hugsi sér til hreyfings aftur í pólitík?

Það kæmi mér ekki á óvart eftir að hafa hlustað á hana í Kastljósinu í kvöld.

Hún á nefnilega eftir að stofna flokkinn...

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.11.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.