3.12.2008
Núna...
...ætla ég að biðja bloggvini mína að senda mér góða strauma.
Ég fékk að vita í gær að nýja lyfið sem ég fékk fyrir rúmum mánuði síðan virkar ekkert á krabbameinsvöxtinn sem tekist hefur að halda niðri með daglegri lyfjatöku s.l. 8 ár, en sem er kominn af stað aftur. Þetta hef ég reyndar fundið greinilega síðustu 2 vikur, að mér væri ekki að batna, heldur varð ég einungis óhemju slöpp, utan við mig og framtakslaus af því að taka það og leið helmingi verr en áður.
Þetta þýðir að ég þarf að fara í lyfjameðferð, sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku og mun taka fjóra mánuði, frá 11. desember og þangað til í byrjun apríl.Ég er í rauninni fegin að vera búin að fá að vita þetta, þá er það orðið raunverulegt verkefni að takast á við og ég fæ góða hjálp frá lækni og hjúkrunarfólki við að komast í gegnum þetta.
Ég fæ lyf í tvær vikur, og svo frí í eina. Ég mun ekki missa hárið. Ég fæ frí um jólin og svo ætla ég til Kanarí í janúar, þá þarf ég frí í eina viku til viðbótar. Ég verð vonandi bara hress á meðan á þessu stendur, það er víst misjafnt hvernig lyfin fara í fólk. Ef mér líður ekki verr en á síðasta lyfi þá er þetta í lagi.
Ég mun þurfa á öllum mínum kröftum og kjarki að halda þennan tíma. Það er von framundan, kannski stendur meinið í stað, kannski minnkar það og ef allt fer á besta veg mun það hverfa alveg.
Ég fór í Heilsuhúsið áðan og keypti mér vítamín og fleira til að undirbúa mig undir það sem fyrir dyrum stendur. Svo er að halda í bjartsýni og góðar hugsanir, á því byggist batinn, jafnframt lyfjagjöfinni.
Þetta á ekki að verða veikindablogg héðan í frá, en ég taldi rétt að láta bloggvini mína sem lesa bloggið mitt reglulega vita af þessu.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
336 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 15:56
Megi góður Guð vera með þér í þessu, sendi þér mína bestu strauma.
Gestur Guðjónsson, 3.12.2008 kl. 15:57
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 3.12.2008 kl. 15:59
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 16:01
Rut Sumarliðadóttir, 3.12.2008 kl. 16:05
Rannveig H, 3.12.2008 kl. 16:12
Elsku Gréta mín, það er nú svo merkilegt að á meðan að ég þekki þig varla neitt að þá finn ég núna við þessar fréttir hvað mér þykir nú samt vænt um þig.
Elsku Gréta ég græt með þér í harminum og senda þér kraftmikla strauma í uppvextinum sem fram undan er. Guð (skv. þínum skilningi á Guði) blessi þig í meðferðinni.
Baldvin Jónsson, 3.12.2008 kl. 16:24
Mínir hlýjustu og alltumvefjandi straumar til þín, Gréta Björg. Sjálf hef ég þurft að berjast fyrir lífi mínu. Ljúfustu stundirnar voru þegar mér tókst að losa um kreppta hnefa og setja líf mitt í hendur Almættisins. Mundi vilja segja ótal marga uppörvandi hluti við þig. - Sendi þá alla til þín í huganum. Megir þú vera umvafin hinu undursamlega heilunarljósi.
Með hlýhug, Ingibjörg
Ingibjörg SoS, 3.12.2008 kl. 16:35
Elsku Greta sendi þér mínar bestu orku sem mér er kleift að gefa og ég bið almættið að vermda þig í þínum veikindum.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 3.12.2008 kl. 17:17
Þakka ykkur innilega fyrir kveðjurnar, þær gleðja mig mikið og styrkja.
Guð geymi ykkur.
Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 17:28
Elsku Greta Björg, ég sendi knús og Ljós til þín. Þakka þér fyrir að segja okkur frá þessu þá getum við sent bænir og jákvæða uppbyggingarorku til þín.
Ljós og blessun og kraftmiklir englar til þín og þinna
Ragnhildur Jónsdóttir, 3.12.2008 kl. 18:14
Elsku Gréta, þú færð ALLA mína bestu strauma!
Ég skil hvað þú ert að ganga í gegnum núna - hef sjálf beðið eftir svipuðum fréttum hvern dag síðustu 8 árin en þá greindist ég eins og þú með mitt krabbamein. Stundum kalla ég þetta að lifa í skugga dauðans en hver dagur er þó sigur lífsins.
Leyfðu okkur "fjar"vinum þínum að fylgjast með hvernig gengur og leyfðu okkur að hjálpa ef við getum.
Kolbrún Hilmars, 3.12.2008 kl. 19:14
Bestu bjartsýniskveðjur Greta Björg
Ágúst Hjörtur , 3.12.2008 kl. 20:12
Þakka ykkur fyrir, vinir mínir - ég finn strax fyrir góðum straumum frá ykkur, þetta er alveg yndislegt.
Kolbrún, ég skal gera það, þó ég haldi auðvitað líka áfram að blogga um stjórnmálin og sitthvað fleira. Ég held auðvitað áfram að fylgjast með hvað gerist í landinu, en reyni kannski að taka ekki alltof mikla orku í það eða að taka ástandið inn á mig, eins og ég hef óneitanlega gert síðan í byrjun október, eins og líklegast flestir landar mínir sem búnir eru að slíta barnsskónum.
Vonandi reynir fólk að halda börnunum sem mest utan við þessa umræðu alla, þó auðvitað verði ekki hjá því komist að þau merki þessar hræringar. Ég vildi óska að sem flestir foreldrar leggi áherslu á það á næstu vikum að jólin verði börnunum sem gleðilegust, þrátt fyrir kreppu, það bætir líka líðanina hjá hinum fullorðnu að sjá gleði barnanna. Það þarf ekki dýrar gjafir til, ég hugsa að stærsta gjöfin sé samveran og það að fá að gleðjast í faðmi fjölskyldunnar.
Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 21:44
Haltu jákvæðu hugarfari
Haraldur Bjarnason, 3.12.2008 kl. 22:46
Ég sendi þér mínar hugheilu óskir um bata og bið Guð um að vera með þér.
Móðir mín og systir hafa fengið krabbamein og ég veit hversu erfið baráttan getur orðið.
Theódór Norðkvist, 3.12.2008 kl. 23:32
Gréta mín, ég sendi þér mínar beztu & ózka þér snöggz bata.
Steingrímur Helgason, 4.12.2008 kl. 00:41
Megi allir verndarvættir vera með þér í veikindum þínum.
Þórdís Katla, 4.12.2008 kl. 01:52
Ástarþakkir fyrir allar þessar góðu kveðjur.
Þær eru ljós á veginum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2008 kl. 08:21
Sendi þér hér með eitt risaknús og megi þér ganga vel.
Anna Guðný , 5.12.2008 kl. 08:22
Takk, Anna Guðný.
Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.