12.3.2009
Komin heim aftur :)
Kæru vinir, ýmislegt hefur gerst síðan ég skrifaði færsluna á sunnudaginn var.
Um kvöldið var ég orðin svo lasin að ég fór á bráðamóttökuna á Hringbraut og var þaðan lögð inn á krabbameinsdeildina, 11-E, þar sem ég hef dvalið þangað til í dag að ég var útskrifuð.
Heilsan er orðin ólíkt betri, og komin eru á tengsl við aðila, þ.e.a.s. Karitas líknarþjónustuna fyrir langveika og deyjandi, sem ég get leitað til hvenær sem ég vil og finnst ég hafa þörf fyrir að tala við einhvern um smátt og stórt. Það er mikill léttir að því að hafa slíka aðila í bakhöndina, því þó fjölskylda manns sé góð og öll af vilja gerð að hjálpa, þá eru það starfskonurnar þar sem hafa sérþekkinguna og kunna ótal ráð og úrræði til að létta sjúklingum lífið.
Það kom í ljós þegar tekið var scann af höfðinu að ég hef fengið blóðtappa í heilann, líklegast í janúar, þegar ég vaknaði upp með sjóntruflanirnar sem hafa hrjáð mig síðan. Eftir helgina standa til nánari rannsóknir á orsökinni fyrir að þetta gerðist. En góðu fréttirnar eru þær að sjónin er smátt og smátt að verða betri og til dæmis nota ég bæði augun við að skrifa þetta sem ég skrifa núna!
Krabbameinsmeðferðinni hefur verið slegið á frest þangað til seinna í mánuðinum, 26. mars á ég tíma hjá sérfræðingnum mínum og þá verður framhaldið ákveðið. Þetta kemur allt í ljós með tímanum. Þangað til er ég staðráðin í að láta að láta mér líða sem best og láta jákvæðni og vongleði ráða ferðinni. Nú hækkar sól á lofti og vorið er á næsta leyti - þá léttast sporin hjá okkur öllum.
Megi ljós hins hæsta umvefja ykkur öll.
Bestu kveðjur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:21 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
39 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæra Greta!
Guð gefi þér nyjan kraft og styrk!
Blessunar kveðjur
Halldóra Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 17:27
Elsku Greta, við sendum þér áfram Ljós og kærleik héðan úr Firðinum.
Knús og kveðjur til þín
Ragnhildur Jónsdóttir, 12.3.2009 kl. 18:35
Elskulega vina mín
Hjartans kveðjur til þín.
Ragnheiður , 12.3.2009 kl. 22:18
Elsku vinkonur, þakka ykkur fyrir kveðjurnar.
Í morgun vaknaði ég svo ótrúlega hress, mér finnst næstum eins og ekkert sé að mér, þó ég sé þreytt.
Það er ekkert vafamál að máttur hugleiðslu og bænar er mikill, í gærkvöldi baðst ég fyrir og hugleiddi allt kvöldið og hlustði á fallega tónlist, hugsaði til ættingja minna og vina, hér sem fyrir handan, það hefur sannarlega mikið að segja, fyrir utan það auðvitað að vera laus við krabbameinslyfin, í bili að minnsta kosti.
Knús og kveðjur.
Greta Björg Úlfsdóttir, 13.3.2009 kl. 11:21
Ástarþakkir fyrir kveðjuna, Óskar minn, gangi þér allt í haginn, Guð geymi þig.
Greta Björg Úlfsdóttir, 13.3.2009 kl. 12:08
Þú ert flott.Gangi þér vel
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 14:44
Hæ elsku Greta mín.
Langaði bara að óska þér góðs gengis áfram elsku vinur og gangi þér sem allra allra best í komandi framtíð. Þetta er barátta hjá okkur öllum elsku Greta mín. Ég er að berjast, öll erum við að berjast. Það er nú bara þannig. Gangi þér vel elsku vinur.
Með bestu kveðju.
Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 16:18
Kom bara til að spora hér inn góðum og hlýjum kveðjum í þeirri von að þær skili sér til þín
Ragnheiður , 14.3.2009 kl. 21:35
Óska þér góðs bata, kæra Gréta. Þú ert aldelis að lenda í stóru verkefni, - en ég er ekki í vafa um að þú höndlar það eins vel og hægt er að gera.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.3.2009 kl. 23:07
Bara enn og aftur: Gangi þér allt í haginn. Það er hægt að komast útrúlega langt á réttum viðhorfum. Þú hefur þau!
Stefán Gíslason, 15.3.2009 kl. 16:25
Þakka ykkur fyrir allar góðu kveðjurnar.
Ég var hjá mömmu um helgina í góðu yfirlæti og er óðum að hressast, sjónin að koma meira meira til, þetta er allt í góð gír, svo líta Karítas-konur reglulega inn inn hjá mér, þannig að mér er vel borgið.
Greta Björg Úlfsdóttir, 16.3.2009 kl. 19:23
Knús á þig Gréta mín og innilegar batakveðjur til þín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2009 kl. 20:58
Knús og Ljós til þín Greta mín
Ragnhildur Jónsdóttir, 17.3.2009 kl. 14:46
Elsku Greta mín, knús og innilegar batakveðjur til þín, þú átt allt það besta skilið kæra vinkona,
ég mun biðja fyrir þér
Þorbjörg (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 21:29
Komin aftur með hlýjar kveðjur til þín
Ragnheiður , 20.3.2009 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.