Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Hljóða nótt! Heilaga nótt!

Þýðinguna á "Stille nacht" í færslunni hér fyrir neðan fann ég á netinu, og hélt að  sú þýðing væri þýðing Matthíasar Jochumssonar; þar (á netinu) var hún birt án þess að höfundar væri getið. Í gærkvöldi hlustaði ég á plötu með söng Sígríðar Ellu Magnúsdóttur. Þar söng hún "Hljóða nótt! Heilaga nótt!"  í réttri þýðingu Matthíasar og ætla ég að birta hana hér fyrir neðan.

Ég hef því miður enga hugmynd um eftir hvern fyrri þýðingin er, gaman væri að frétta um það. :

Nóttin helga

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hljóða nótt! Heilaga nótt! 

 

Hljóða nótt! Heilaga nótt!

Hvílir þjóð þreyttan hvarm,

nema hin bæði, sem blessuðu hjá,

barninu vaka með fögnuð á brá.

Hvíldu við blíðmóður barm.

 

Hljóða nótt! Heilaga nótt!

Hjarðlið, þey, hrind þú sorg.

Ómar frá hæðunum, englanna kór, 

"yður er boðaður fögnuður stór;

Frelsari í Betlehemsborg."

 

Hljóða nótt! Heilaga nótt!

Jesú kær, jólaljós

leiftrar þér, guðsbarn, um ljúfasta brá,

ljómar nú friður um jörðu og sjá;

himinsins heilaga rós!

 

 Þýðing  Matthíasar Jochumssonar á "Stille Nacht, Heilige Nacht"

Nóttin helga - málverk eftir Carl Bloch 


Drengur með draum í augum

Kandídat á Landakoti ca. 1950-51Úlfur RagnarssonElsku pabbi,

- megi þér batna sem fyrst.

- - -

Blessuðum pápa mínum líður betur núna, eftir að hafa fengið 2 lítra af vökva í æð á bráðamóttöku Landspítalans. Hann þarf að vera duglegri að drekka og við hin að vera duglegri að passa upp á að hann geri það. Læknar eru nefnilega langt í frá að vera þægustu sjúklingar í heimi!


Gleðileg jól !

HLJÓÐA NÓTT

Hljóða nótt, heilaga nótt.
Hvílir barn vært og rótt.
Betlehemsstjarnan með blikinu, skær,
boðar um jörðina tíðindin kær.
:,: Mikil er himinsins náð.:,:

Hljóða nótt, heilaga nótt.
Heimi í sefur drótt.
Víða þó hirðarnir völlunum á
vaka í myrkrinu fé sínu hjá;
:,: beðið er sólar og dags. :,:

Hljóða nótt, heilaga nótt.
Himnesk skín ljósagnótt.
Engillinn fagur með orðin svo hlý
ávarpar mennina rökkrinu í:
:,: Lausnarinn fæddur nú er! :,:

Hljóða nótt, heilaga nótt.
Hjarðmenn burt fara skjótt.
Blíðasti drengur með blessun og frið
brosir í jötunni gestunum við,
:,: helgandi fjárhúsið lágt. :,:

Hljóða nótt, heilaga nótt.
Hjörtu glöð bærast ótt.
Vitringar, komnir um víðustu lönd,
vegmóðir leggja í frelsarans hönd
:,: reykelsi, myrru og gull. :,:

Hljóða nótt, heilaga nótt.
Háleit orð spyrjast fljótt.
Krjúpa í lotningu kotið og höll.
Konungi alheimsins fagnar þjóð öll.
:,: Guði sé vegsemd og dýrð! :,: 

 

Ég óska öllum bloggvinum mínum og öðrum gleðilegra jóla, þakka góðar heimsóknir á árinu sem er að líða og óska öllum farsæls nýs (blogg)árs!  Heart Smile


Jólahjörtu

100_0562-1Sem betur fer er ég nú orðin svo góð af flensunni að ég gat farið til pabba og mömmu í gær og lokið við að skreyta þær piparkökur sem eftir voru um daginn.

Á meðan lúrði pabbi inni í rúmi, til þess að fá sig góðan og geta notið jólanna fyrir norðan með systrum mínum og þeirra afkomendum.

Þau fá skreytt hjörtu à la pabbi og Greta um þessi jól, eins og undanfarin jól. Heart


Öryggi um jólin


elskan mín þú þarft aldrei
að hafa áhyggjur af öryggisleysi
það eru mál sem englar sjá um
hættu að hamast í slökkvaranum
það mun aldrei kveikja á perunni
það er nóg að eiga eldspýtur
því englar elska kertaljós

Úlfur í sauðargæru...

423541051_a98c5783d0

...og alvöru jólasveinn (í plati)...

423314494_8c38ebbbf8


Leap of Faith - are you ready for a miracle?

leap_of_faith_ver1Góð mynd til að horfa á um jólin, ef þið getið fundið hana einhvers staðar. Og ágætt fyrir þá sem sáu hana í kvikmyndahúsi á sínum tíma að rifja hana upp.

Myndin fjallar um falsspámann sem ferðast um Bandaríkin með sirkus sinn. Ég ætla ekki að eyðileggja spennuna í atburðarásinni með því að segja meira. Myndin er bráðskemmtilega, eins og flest sem Steve Martin kemur nálægt, en með alvarlegum undirtón. Hér er sitthvað um myndina af International Movie Database: Leap of Faith.


Hver var Jesús?

468px-Byzantinischer_Maler_des_10._Jahrhunderts_001Joseph's_Dream_in_the_StableEnn leitaði ég á náðir Wikipediu með erfiða spurningu og þetta hafði ég upp úr leitinni:

Quest for the historical Jesus

Gospel of Luke

Luke the Evangelist 

Early Christianity 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband