Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
25.12.2007
Hljóða nótt! Heilaga nótt!
Þýðinguna á "Stille nacht" í færslunni hér fyrir neðan fann ég á netinu, og hélt að sú þýðing væri þýðing Matthíasar Jochumssonar; þar (á netinu) var hún birt án þess að höfundar væri getið. Í gærkvöldi hlustaði ég á plötu með söng Sígríðar Ellu Magnúsdóttur. Þar söng hún "Hljóða nótt! Heilaga nótt!" í réttri þýðingu Matthíasar og ætla ég að birta hana hér fyrir neðan.
Ég hef því miður enga hugmynd um eftir hvern fyrri þýðingin er, gaman væri að frétta um það. :
Hljóða nótt! Heilaga nótt!
Hljóða nótt! Heilaga nótt!
Hvílir þjóð þreyttan hvarm,
nema hin bæði, sem blessuðu hjá,
barninu vaka með fögnuð á brá.
Hvíldu við blíðmóður barm.
Hljóða nótt! Heilaga nótt!
Hjarðlið, þey, hrind þú sorg.
Ómar frá hæðunum, englanna kór,
"yður er boðaður fögnuður stór;
Frelsari í Betlehemsborg."
Hljóða nótt! Heilaga nótt!
Jesú kær, jólaljós
leiftrar þér, guðsbarn, um ljúfasta brá,
ljómar nú friður um jörðu og sjá;
himinsins heilaga rós!
Þýðing Matthíasar Jochumssonar á "Stille Nacht, Heilige Nacht"
Nóttin helga - málverk eftir Carl Bloch
Ljóð | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2007
Drengur með draum í augum
- megi þér batna sem fyrst.
- - -
Blessuðum pápa mínum líður betur núna, eftir að hafa fengið 2 lítra af vökva í æð á bráðamóttöku Landspítalans. Hann þarf að vera duglegri að drekka og við hin að vera duglegri að passa upp á að hann geri það. Læknar eru nefnilega langt í frá að vera þægustu sjúklingar í heimi!
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.12.2007 kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2007
Gleðileg jól !
HLJÓÐA NÓTT
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Hvílir barn vært og rótt.
Betlehemsstjarnan með blikinu, skær,
boðar um jörðina tíðindin kær.
:,: Mikil er himinsins náð.:,:
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Heimi í sefur drótt.
Víða þó hirðarnir völlunum á
vaka í myrkrinu fé sínu hjá;
:,: beðið er sólar og dags. :,:
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Himnesk skín ljósagnótt.
Engillinn fagur með orðin svo hlý
ávarpar mennina rökkrinu í:
:,: Lausnarinn fæddur nú er! :,:
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Hjarðmenn burt fara skjótt.
Blíðasti drengur með blessun og frið
brosir í jötunni gestunum við,
:,: helgandi fjárhúsið lágt. :,:
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Hjörtu glöð bærast ótt.
Vitringar, komnir um víðustu lönd,
vegmóðir leggja í frelsarans hönd
:,: reykelsi, myrru og gull. :,:
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Háleit orð spyrjast fljótt.
Krjúpa í lotningu kotið og höll.
Konungi alheimsins fagnar þjóð öll.
:,: Guði sé vegsemd og dýrð! :,:
Ég óska öllum bloggvinum mínum og öðrum gleðilegra jóla, þakka góðar heimsóknir á árinu sem er að líða og óska öllum farsæls nýs (blogg)árs!
Ljóð | Breytt 25.12.2007 kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.12.2007
Jólahjörtu
Sem betur fer er ég nú orðin svo góð af flensunni að ég gat farið til pabba og mömmu í gær og lokið við að skreyta þær piparkökur sem eftir voru um daginn.
Á meðan lúrði pabbi inni í rúmi, til þess að fá sig góðan og geta notið jólanna fyrir norðan með systrum mínum og þeirra afkomendum.
Þau fá skreytt hjörtu à la pabbi og Greta um þessi jól, eins og undanfarin jól.
22.12.2007
Öryggi um jólin

elskan mín þú þarft aldrei
að hafa áhyggjur af öryggisleysi
það eru mál sem englar sjá um
hættu að hamast í slökkvaranum
það mun aldrei kveikja á perunni
það er nóg að eiga eldspýtur
því englar elska kertaljós
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.12.2007
Úlfur í sauðargæru...
21.12.2007
Leap of Faith - are you ready for a miracle?
Góð mynd til að horfa á um jólin, ef þið getið fundið hana einhvers staðar. Og ágætt fyrir þá sem sáu hana í kvikmyndahúsi á sínum tíma að rifja hana upp.
Myndin fjallar um falsspámann sem ferðast um Bandaríkin með sirkus sinn. Ég ætla ekki að eyðileggja spennuna í atburðarásinni með því að segja meira. Myndin er bráðskemmtilega, eins og flest sem Steve Martin kemur nálægt, en með alvarlegum undirtón. Hér er sitthvað um myndina af International Movie Database: Leap of Faith.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
21.12.2007
Hver var Jesús?
Enn leitaði ég á náðir Wikipediu með erfiða spurningu og þetta hafði ég upp úr leitinni:
Quest for the historical Jesus
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 02:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggvinir
-
Valgerður Sigurðardóttir
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Brattur
-
Brynja skordal
-
Brynjar Jóhannsson
-
Calvín
-
Dunni
-
Egill Bjarnason
-
Egill Jóhannsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Elías Stefáns.
-
Gestur Guðjónsson
-
Gullvagninn
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Guðjón H Finnbogason
-
Guðmundur Helgi Helgason
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Haraldur Bjarnason
-
Heidi Strand
-
Heiða B. Heiðars
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Húmoristaflokkurinn
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur
-
Isis
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jonni
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Júdas
-
Júlíus Valsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kolbrún Hilmars
-
Kristján G. Arngrímsson
-
Kári Harðarson
-
Linda
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Orgar
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Ragnar Geir Brynjólfsson
-
Ragnheiður
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Rut Sumarliðadóttir
-
Salmann Tamimi
-
Sema Erla Serdar
-
Signý
-
Sigurður Sigurðsson
-
Steinar Immanúel Sörensson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Ólafsson
-
SM
-
Thelma Ásdísardóttir
-
Toshiki Toma
-
Vefritid
-
Viggó H. Viggósson
-
Villi Asgeirsson
-
Yousef Ingi Tamimi
-
hreinsamviska
-
molta
-
Ágúst Hjörtur
-
Ár & síð
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Þorleifur Ágústsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórdís Katla
Myndaalbúm
267 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar