Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Skuggi

MY_SHA~1
Það er vert að minnast þess að þeim mun hraðar sem þú hleypur,þeim mun hraðar mun skuggi þinn elta þig...

"Hvað kemur mér það við?"

Flott yfirskrift hjá krökkunum. Alltaf dáist ég nú í hjarta mínu að fólkinu sem stundar ísköld sjóböð, þó svo ég myndi sjálf heldur deyja (og myndi örugglega deyja, brrr...).
mbl.is Hvað kemur mér það við?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fangelsanir

Athyglisverðar tölur. Stutt frétt. Fróðlegt væri að velta fyrir sér frekari staðreyndum þessa máls...
mbl.is Færeyingar haga sér manna best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baghdad

iraqi_girlÞETTA er liðin tíð....

Kemur hún einhvern tíma aftur?


Stormur í vatnsglasi...

shrillsm...eða hátíð dramadrottninganna?

Mér sýnist að ýmsir sem ritað hafa hér á síðum Moggabloggsins undanfarið séu búnir að tapa öllum raunveruleikatengslum. Eða hvernig dettur mönnum annars í hug að halda því fram að Bændasamtök Íslands geti ráðið því hverjir fái landgöngu á eyjuna okkar og að þau hafi vald til að banna einstaklingum sem þeim hugnist ekki að koma hingað? Staðreyndin er sú að þau hafa aðeins vald til að ráðstafa sínum eigin eignum að eigin geðþótta; það er þeirra lýðræðislegi réttur. Telji einhver/einhverjir þau hafa brotið á sér eða misbeitt þeim eignarrétti sínum á einhvern hátt fer slíkt mál vitanlega fyrir dómstóla.

Að bera ráðstafanir Bændasamtakanna á eignum sínum saman við það að meina hópi fólks aðgang að landinu og öðrum frjálsa ferð um það, án þess að það hafi neitt til saka unnið, líkt og gert var við Falun Gong hópinn hér um árið, er allt annar handleggur. Þar komu íslensk YFIRVÖLD svívirðilega fram. Bændasamtökin komu þar hvergi nærri.

Hótel Saga er ekki Ísland allt, Hótel Saga er bara Hótel Saga! 

Reynum að halda sönsum: 

ENGUM VAR BANNAÐ AÐ KOMA HINGAÐ!


Bloggfrí

Vegna þess að ég er farin að eyða alltof miklum tíma á netinu hef ég ákveðið að taka mér svolítið bloggfrí, áður en líf mitt fer að fara algjörlega fram í tölvunni. Lifið heil!


IF ONLY LIFE COULD BE LIKE A COMPUTER!



    If you messed up your life, you could press "Alt, Ctrl, Delete" and start all over!
    To get your daily exercise, just click on "run"!
     If you needed a break from life, click on "suspend".
     Hit "any key" to continue life when ready. 
    To get even with the neighbors, turn up the sound blaster.
    To "add/remove" someone in your life, click settings and control panel.
    To improve your appearance, just adjust the display settings.
    If life gets too noisy, turn off the speakers.
    When you lose your car keys, click on "find".
    "Help" with the chores is just a click away.
    You wouldn't need auto insurance.  You'd use your diskette to recover from a crash.
    We could click on "send" and the kids would go to bed immediately.
    To feel like a new person, click on "refresh".
    Click on "close" to shut up the kids and spouse.
    To undo a mistake, click on "back".
    Is your wardrobe getting old? Click "update".
    If you don't like cleaning the litter box, click on "delete".

VAR BÚIN AÐ LOKA ÞESSARI FÆRSLU, ÞAR SEM ÉG FANN MIG EKKI TILBÚNA AÐ LOKA Á FÍKNINA, EN SETTI HANA AFTUR INN EFTIR AÐ VERA BÚIN AÐ FÁ GLÓSU FRÁ GÖMLUM BEKKJARBRÓÐUR! Tounge (sjá komment í næstu færslu hér fyrir neðan).


Súkkulaðiþrælkun

mainpagebannerwithtitl2e

Maður að nafni Geir Guðmundsson vakti athygli mína á þessu málefni sem ég hafði ekki heyrt um áður*, í kommenti á síðunni minni:

"Nú er bara að stíga næsta skref og berjast á næstu vígstöðvum mansals, barnaþrælkunar og ofbeldis gegn börnum. 

Eins og flestir (ættu) að vita veltir súkkulaði-iðnaðurinn margfalt meira en klámiðnaðurinn og 40 -50% af súkkulaði er ræktað í löndum þar sem gríðarlegt mansal, þrældómur og ofbeldi gegn börnum þrífst í skjóli þessa iðnaðar. 

Við verðum að fá lög gegn framleiðslu, innflutningi og dreifingu á súkkulaði alveg eins og núverandi hegningarlög banna klám.  Ef slegin eru inn leitarorðin "chocolate slavery" í Google koma upp yfir 1 milljón vefsíðna sem fjalla um þennan hræðilega iðnað.  

Það eru brotnar sálir sem leggjast í súkkulaðiát til að hugga sig m.a. vegna kynferðisofbeldis og fleiri andlegra vandamála.  Súkkulaði er auk þess óhollt því magni sem við íslendingar neytum þess. 

 

Vandinn er að það getur verið erfitt að koma þessu brýna máli á dagskrá Alþingis, þar sem forseti Alþingis er einn helsti eigandi stærsta súkkulaði framleiðslufyrirtækis Íslands, Nóa Síríus.

Stöndum saman gegn súkkulaði.  Fáum Biskupinn og prestafélagið til að hvetja allt sannkristið fólk til að neyta ekki súkkulaði-páskaeggja á einni helstu hátíð kristinnar trúar, páskunum.

 
Óskráður (Geir Guðmundsson), 23.2.2007 kl. 11:31"

 

Ég fór að ráði hans og "gúgglaði "chocolate slavery". Svaraði kommentinu hans síðan þannig:

Sæll Geir,

Það er um að gera að vekja athygli á og berjast gegn öllu því óréttlæti og nauðung sem viðgengst í heiminum. Fyrr en það er horfið úr mannlegu samfélagi verður ekki friðvænlegt í heiminum okkar. Það má ekki láta vanda sem við blasir í formi aðila sem eiga hagsmuna að gæta í tengslum við framleiðslu varnings koma í veg fyrir að vakin sé athygli á málstaðnum:

Barnaþrælar í súkkulaðiframleiðslu

Hér er línkur á heimasíðu þar sem barist er á móti þessari þrælkun: Stop Chocolate Slavery

* Sennilega mætti ég að vera duglegri að klikka inn á BBC News (sem ég er með fastan línk á í stikunni minni) til að reyna að fylgjast með hvað er að gerast í heiminum. T.d. frekar en að liggja hér í Moggabloggi "dagen lang". BBC er fréttastofa sem ég ber mikið traust til.


Erótík/Klám

06491101Mér hugnast vel að við förum í umræðum um kynlíf og efni því tengdu að nota meira orðasambandið "kynferðislega opinskátt efni", eins og Jóna Inbibjörg gerir í ágætum pistli sínum, í staðinn fyrir illa skilgreind orð eins og klám og erótík. Eins og er finnst mér skorta tilfinnanlega á skilgreiningar á þessum tveimur hugtökum. Án skilgreininga á slíkum grunnhugtökum lenda umræður eins og þær sem heitt hafa brunnið á íslendingum síðustu dagana óhjákvæmilega út og suður.

Næsta síða »

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband