Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Erótík, færsla 2

Margir leggja erótík og klám að jöfnu. Að mínu viti eru erótík og klám er ekki það sama og móðgun við erótíkina að leggja hana að jöfnu við klám. Það er að segja samkvæmt þeirri merkingu sem ég hef lagt í þessi orð hingað til. Kannski er sú merking orðin útvötnuð, einmitt vegna þeirrar klámvæðingar sem riðið hefur yfir á síðustu árum. En ef til vill hefur þetta alltaf verið skilgreiningaratriði og byggst fyrst og fremst á afstöðu hvers þjóðfélags hverju sinni.

Mér finnst þó að það ætti ekki, sérstaklega í tengslum við þá umræðu um klám sem fram hefur farið undanfarið, að nefna þessi tvö orð sífellt í sömu andrá og eins og þau séu sambærileg. Held meira að segja að þarna liggi klámhundurinn grafinn, að margir þeirra sem hæst hrópa um frelsiskerðingu skynji hreinlega ekki að það sé munur á þessu tvennu.

nanette
"Nanette" eftir Ib Spang Olsen
 
" In art, immorality cannot exist.

Art is always sacred
"



                                                     August Rodin

Hins vegar er framleiðendum kláms ekkert heilagt annað en innistæðan á bankareikningunum þeirra ! 

Anna Nicole Smith...

anna...sápuóperan um hina brjóstastóru Önnu heldur áfram, endalaust...

Viðurkenning

Mér finnst frábært að varnarmálaráðuneytið skyldi viðurkenna sökina og konan vinna þetta mál, þó það sé auðvitað sorglegt að henni skuli ekki vera hugað lengra líf en þetta.
mbl.is Veiktist af krabbameini eftir að hafa faðmað föður sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert

Athyglisverð aðferðin sem norðmenn hafa þróað til að bjarga mannslífum við bílslys:

mbl.is Bílar rifnir í sundur til að bjarga mannslífum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Can-can

moulin_rouge

 

Langar að hafa hér smá sýningu á can-can dansmeyjunum mínum. Svona líka af því sumir eru nýbúnir að fara á sýningu í Moulin Rouge, þó svo þær sýningar séu með töluvert ólíku sniði nú en í denn.

Eru þær ekki flottar?! InLove:

 

12Doll15Bal-du-Moulin-Rouge---Can-Can-c1950-Print-C100985091Le moulin rouge by Frederic Payet small imageParisfullscreen-56-206 Heart Heart Heart Heart Heart


Erótík...

braveheartMunið þið eftir senunni í Braveheart þar sem hjónakornin njótast uppi á heiði? Hann situr uppi við trjástofn, í skotapilsinu vitaskuld, og frúin hans kemur til hans (hverfur til hans myndi vera sagt á hátíðlegu máli) í sínu síða og víða pilsi, báðum pilsum er lyft og hún sest ofan á hann...já, skotar ganga víst ekki í nærbuxum, praktískt við svona kringumstæður Wink.

Þetta er með fallegri samfarasenum í bíómynd sem ég hef séð; mér mjög minnisstæð, þrátt fyrir að hún sé örstutt og nánast algjöran skort á nöktu holdi og frygðarstunum... 

Í algjörri í mósögn við þessa senu er svo hrottafengin senan þar sem sömu konu er nauðgað af óvininum. 

Þetta innlegg er aðallega meint sem smá aukainnlegg í klámumræðuna sem nú geysar hér á Moggabloggi. 


Robert Adler

day of dead tavleau...hét hann og er nú látinn í hárri elli, enda horfði hann víst lítið á sjónvarp og notaði því lítið sjálfur þessa hina  frægustu uppfinningu sína, sem á sök á því að milljónir manna rísa ekki á fætur frá sjónvarpsskjánum nema endrum og eins...sumir hafa meira að segja legið þar hreyfingarlausir í heilt ár, sbr. þessa bloggfærslu Guðnýjar Önnu...en það var að vísu ekki Adler að kenna, heldur var maðurinn einfaldlega búinn að vera látinn í allan þennan tíma...reis náttúrlega ekkert á fætur, heldur var borinn í burtu, eða það sem eftir var af honum Shocking.

...En svo er þessi frétt víst, þegar til kemur, tóm þvæla og vitleysa og skakkar um 52 ár...

En hefði fréttinni um kallinn sem dó í Hampton Bays skakkað um allan þann tíma hefði hann sennilega verið horfinn að mestu þegar hann loksins fannst. Svo líklega var hún þó rétt. Ekki lýgur Mogginn nema einstöku sinnum og þá óviljandi. Glíng-gló! Halo


mbl.is Skapari fjarstýringarinnar látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá! Og æi...

...eru þetta forlög? Ég reifst á sínum tíma og fyrir þó nokkuð löngu síðan löngum stundum á umræðuhluta stefnumótavefjarins (ef svo skyldi kalla, klámvefjarins hefur mér margoft  fundist að mætti frekar kalla)  private.is  út af klámi og vændi. Var þar eins og einhvers konar furðufugl, hvítur hrafn eða þvíumlíkt, uns ég auðvitað gafst upp á þessu bulli.

En ekki er ég fyrr byrjuð að blogga á Moggabloggi en hér upphefjast miklar umræður um klám og ekki klám, hvort það sé ásættanlegt eða ekki og þá í hvaða formi og hverju ekki,  út af væntanlegu klámþingi hér í okkar yndislegu höfuðborg. Æ, á ekki af mér að ganga?

En eins og Anita Lindblom hin sænska söng hér á árum áður má víst um þetta segja: "...WLsoft pornJa, sån´t er livet!" Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband