Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
16.2.2007
Danskir múslímar
![]() |
Danskir múslímar kalla á samvinnu um að halda ungu fólki frá öfgahyggju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2007
Klámhátíð ráðgerð á Radisson SAS í mars
Konur! Tökum höndum saman og gerum eitt og annað til að mótmæla þessari uppákomu sem plönuð er í mars n.k. Látum þetta lið ekki komast upp með að halda þessa samkomu óáreitt, gerum okkar besta til að þetta verði algjör fíaskó hjá þeim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.2.2007
Milljón, færsla 2
Sko, það eru fleiri eyjaskeggjar en þessi íslendingur hérna á sömu línu hvað fólksfjölgun varðar.
Töluvert þykir mér þó fæðingarorlofið rýrara þarna suður frá en hér hjá okkur, jafnvel eftir lofaða úrbót.
![]() |
Til greina kemur að umbuna Kýpurbúum sem eignast sitt þriðja barn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007
Milljón
Hvenær mætti teljast raunhæft að ná því marki geri ég mér ekki grein fyrir, en ég veit að til þess að það gerist þarf að hlúa vel að barnafjölskyldum og innflytjendum. Okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr því í allri þeirri velferð sem við búum við.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.2.2007
Flottar útvarpsrásir...
Rúv:
Svo er þessi rás líka nýbyrjuð og flott:
Franskt útvarp FM 89.0 Radio France Internationale hóf útsendingar hér á landi í fyrsta sinn um síðustu helgi og útvarpar allan sólarhringinn og alla daga vikunnar á tíðninni FM89,0. Útsendingin er til eins árs í senn og nær yfir allt höfuðborgarsvæðið.
Útvarpsrásin fer í loftið hérlendis samhliða hinni umfangsmiklu frönsku menningarhátíð, Pourquoi-Pas? Franskt vor á Íslandi", sem hefst 22. febrúar.
http://www.pourquoipas.is.
Radio France Internationale er frönsk opinber útvarpsrás rekin af utanríkisráðuneyti Frakklands sem útvarpar á um 20 mismunandi tungumálum. Fjöldi áheyrenda nemur 44 milljónum, þar af eru 25 milljónir í Afríku. Í Evrópu er fjöldi áheyrenda um 2 milljónir. Rásin er með 150 senda víða um heim og er í samstarfi við 340 mismunandi útvarpsrásir, sem útvarpa dagskrá RFI í heild sinni eða að hluta. Rásin flytur fréttir á hálftíma fresti með áherslur á alþjóðamál.
- - -
Annars er það helst í fréttum af einkabílstjóranum að hann dreif sig í bílaþvottastöð í dag, svo bifreiðin teldist boðleg farþegum morgundagsins. Þurfti að bíða í ríflega 1 klst. eftir að komast að, að sjálfsögðu að meðtöldum þeim 10 mínútum sem tók að þvo jeppann sem tróð sér fram fyrir mig í bilið sem myndaðist meðan ég skrapp inn til að kaupa mér kort í þessa sjálfvirku þvottastöð.
Oj, oj - kom við í Góða Hirðinum og ætlaði bara að kíkja og fá mér kaffi og spjall, en fann alls kyns freistandi dýrgripi sem nú hafa bæst í það alltof umfangsmikla safn sem fyrir er í íbúðinni minni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.2.2007
"Skammarkrókurinn"
Þegar ég var lítil voru börn sett í þennan krók þegar þau hegðuðu sér á annan hátt en fullorðu fólki þóknaðist eða þótti við hæfi. Sú kona sem hér ritar átti það til að taka af sjálfsdáðum til fótanna í sjálvalinn skammarkrók í fatahengi heimilisins, á bak við kápur og frakka, þætti henni lífið sér mótdrægt.
Ansi er ég hrædd um að margt fólk eigi það til á fullorðinsárum að stinga sjálfu sér í þennan krók ef því misheppnast í daglega lífinu. Síðan taka við, ef vel lætur, námskeið í sjálfsstyrkingu og kannski einnig viðtöl hjá sálfræðingi til að losa sig út úr honum aftur. Þetta var afleit uppeldisaðferð og vonandi aflögð.
P.s. Hvernig fer ég að því að birta mynd við færsluna, án þess að fá hana í albúm? Ég sagði nefnilega "nei" við því, en það gerist samt!?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2007
Perla
Langar til að geyma þessa fréttaperlu hér í blogginu mínu!
![]() |
Í faðmlögum í 5.000 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2007
1-1-2, færsla 2

![]() |
Átta ára drengur hlaut viðurkenningu sem Skyndihjálparmaður ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2007
1-1-2
Vegna þess að að rætt var við starfsmann hjá 112 um símsvörun og viðbrögð við neyðarköllum á Rúv, rás 1, sl. laugardagsmorgun, (í umfjöllun um Rauða Kross Íslands og skyndihjálp) langar mig að segja frá eina skiptinu á ævinni sem ég hef þurft að hringja í það númer ( hingað til og sem betur fer, 7-9-13). Því miður fannst mér þetta eftir á heldur neikvæð lífsreynsla, burtséð frá tilefninu, þar sem mér fannst viðbrögð þess sem svaraði í hæsta máta ankanaleg.
Tildrög voru þau að það var keyrt á ungan pilt á vélhjóli á gatnamótunum hér neðan við húsið, reyndar hélt bílstjórinn því fram að hann hefði keyrt á sig. Hvað um það, hávaðinn af þessu var það mikill að það heyrðist hingað inn og til slatta af nágranna líka, sem dreif að á hlaupum. Þar sem ég fékk ekki á hreint hvort búið væri að hringja á sjúkrabíl dreif ég mig í að hringja í 112 í gemsann minn sem ég hafði gripið með mér. Skýrði frá því að það lægi ungur maður slasaður í götunni eftir árekstur vélhjóls og bíls, sennilega fótbrotinn og óskaði eftir að sendur yrði sjúkrabíll á hornið á K. og K. (og lögregla, að sjálfsögðu). Hvaða frekari upplýsingum óskaði sá sem svaraði mér helst eftir? Getið upp á því...: "Hvaða tegund af bíl var það sem sem var "innvíklaður" í atburðinn?" Ég: "Ha? Tegund af bíl? (Hvað hefur það nú með það að gera að koma slösuðum manni til hjálpar?)...Ja, það veit ég ekki, þekki ekki bílategundir, en það liggur ungur, slasaður maður hér í götunni sem þarf að komast undir læknishendur sem fyrst!" Hann:"Nei, nei, góða mín, ég þarf að fá mynd af aðstæðum fyrst, vertu nú bara róleg og segðu mér hvaða tegund af bíl það var?"..."Ég: ...ja, já, þa, það er slasaður maður hérna..." Hann: "...já, já, góða mín, segðu mér fyrst frá aðstæðum, hvaða tegund af bíl var þetta?"...þá var undirritaðri nóg boðið og rétti næsta karlmanni símann... Sem betur fer kallaði svo fljótlega einhver að það væri búið að hafa samband við 112 úr öðrum síma.
Púff! Það lítur út fyrir að það sé betra að vera klár á bílategundum við svona aðstæður, skítt með alla fyrstu hjálp, eða hvað? Ætli hann hafi næst viljað fá að vita af hvaða tegund vélhjólið var áður en hann féllst á þörf fyrir sjúkrabíl? Kannsi líka árgerð og skráningarnúmer? Undarlegt, og alls ekki í samræmi við þau viðbrögð sem ég bjóst við. Vona að þau séu ekki dæmigerð.
Eins hef ég í framhaldi af þessum atburði velt því fyrir mér varðandi viðbrögð á slysstað þar sem saman er kominn hópur af fólki og allir með gemsana sína tilbúnir að hringja á aðstoð; hvernig er hægt að samhæfa það að hringja eftir hjálp, svo ekki berist ótal hringingar af sama staðnum?
Því miður er síðan mín hér enn heldur slétt og felld
Það rætist vonandi úr því þegar ég hef kynnt mér betur og lært á þá möguleika sem boðið er upp á hér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2007
Ég um mig...
Orri Harðarson skrifar í Moggablogg sitt um veikindi sín í frumbernsku:
"Sálfræðingar hafa talað um að atvik í frumbernsku geti haft varanleg áhrif á sálarlífið. Þegar ég kom inn í þennan heim var mér vart hugað líf. Ég kom fyrir tímann og var víst haldinn einhverju sem í dag kallast loftbrjóst. Það er ekki fallegt orð. Virkar á mann eins og einhver sérstök tegund af vindgangi. En þegar ég fæddist hét þetta keisaraveiki. Það er nú öllu meiri vigt í því, enda var ég í bráðri lífshættu. Læknar gátu ekkert gert og ég megnaði aðeins að draga andann með því að liggja á vinstri hliðinni. Svo beið fólk eftir því að ég læknaði mig sjálfur. Það hefði mér þótt ótíðindi, væri ég farinn að hugsa. En þarna var ég sumsé strax orðinn vinstrisinni og enn ekki farinn að hugsa heila hugsun. Vinir mínir á hægri vængnum bíða sjálfsagt enn eftir að af mér brái." (GBÚ:Feitletranir eru mínar.)
Ber að skilja hann Orra svo að það sé skárra að segja "ég" nokkuð oft í sama textanum, heldur en að segja "mér", "mig" og "mín" mjög oft?
Kannski væri, með hliðsjón af veikindum Orra í bernsku, lag fyrir Björn Bjarnason að reyna að tylla sér á vinstri hliðina, þar sem hann liggur nú fyrir á Landspítalanum, til að læknast af hægrivillu og egósentrisma, - að maður tali nú ekki um gölluðum stíl? Kannski heldur seint í rassinn gripið, eða ættum við heldur að segja brjóstkassann?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
-
Valgerður Sigurðardóttir
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Brattur
-
Brynja skordal
-
Brynjar Jóhannsson
-
Calvín
-
Dunni
-
Egill Bjarnason
-
Egill Jóhannsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Elías Stefáns.
-
Gestur Guðjónsson
-
Gullvagninn
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Guðjón H Finnbogason
-
Guðmundur Helgi Helgason
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Haraldur Bjarnason
-
Heidi Strand
-
Heiða B. Heiðars
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Húmoristaflokkurinn
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur
-
Isis
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jonni
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Júdas
-
Júlíus Valsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kolbrún Hilmars
-
Kristján G. Arngrímsson
-
Kári Harðarson
-
Linda
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Orgar
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Ragnar Geir Brynjólfsson
-
Ragnheiður
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Rut Sumarliðadóttir
-
Salmann Tamimi
-
Sema Erla Serdar
-
Signý
-
Sigurður Sigurðsson
-
Steinar Immanúel Sörensson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Ólafsson
-
SM
-
Thelma Ásdísardóttir
-
Toshiki Toma
-
Vefritid
-
Viggó H. Viggósson
-
Villi Asgeirsson
-
Yousef Ingi Tamimi
-
hreinsamviska
-
molta
-
Ágúst Hjörtur
-
Ár & síð
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Þorleifur Ágústsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórdís Katla
Myndaalbúm
267 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar