Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Einhverjir eru farnir að leita að Jinky Ong á Filippseyjum. Kannski fer bráðum eitthvað að skýrast...
Einar S. Einarsson og Sæmundur "Rokk" Pálsson eru varla mjög kátir með Miyoko Watai þessa dagana. Ætli þeir séu ekki nú þegar í sambandi við Eugene Torre varðandi Jinky litlu og móður hennar, kannski búnir að tala við Justine Ong, en bíða með að segja fjölmiðlum og okkur frá neinu þangað til allt er klappað og klárt?
Ég vona það sannarlega. Ekki stendur alla vega til að Skáksambandið erfi kallinn, svo mikið er víst, svo ekki á það annarra hagsmuna að gæta en orðsporsins, og réttlætis- og mannúðarsjónarmiða, líkt og þegar stuðningshópurinn fékk Fischer lausan.
Davao City
Bobby Fischer mun hafa farið annan hvern mánuð að hitta mæðgurnar, á meðan hann bjó í Japan. Til Japans fór hann vegna þess að hann var að hanna nýja gerð af taflklukku í samvinnu við Seiko. Hann var á leið til Manila á Filippseyjum þegar hann var handtekinn á flugvellinum 2004.
Hm...
Þetta var haft eftir Miyoko Watai í Morgunblaðinu 22. mars, 2005:
Við munum skoða síðar hvort við giftum okkur á Íslandi en því ferli hefur verið frestað," sagði hún og bætti við að Fischer hefði orðið afar glaður við að heyra fréttir af íslenskum ríkisborgararétti sínum."
Annaðhvort hefur hún Miyoko Watai skrökvað laglega að íslensku blaðamönnunum, eða að giftingaráformin hafa tekið kúvendingu eftir að hún sagði þetta, ef það er rétt sem haldið er fram, að þau skötuhjúin hafi gift sig í Japan.
Samkvæmt þessu, það er að segja ef gert er ráð fyrir að Miyoko hafi ekki bara verið að plata íslensku blaðamennina, má ætla að drifið hafi verið í japönsku brúðkaupi annað hvort seinna sama dag, eða einhvern tíma dags 23. mars, áður en Bobby Fischer steig upp í flugvél áleiðis til Íslands eftir miðnætti, eða um kl. 01, 24. mars, því hann kom til Íslands að kvöldi 24. mars, 2005, eftir tæplega sólarhrings ferðalag, skv. þáverandi bloggi Stefáns Fr. Stefánssonar:
"Skákmeistarinn Bobby Fischer kom til Íslands í gærkvöldi eftir tæplega sólarhringslangt ferðalag frá Japan. Var hann látinn laus úr útlendingabúðunum í Japan um klukkan eitt að nóttu að íslenskum tíma aðfararnótt 24. mars, eftir að pappírar hans höfðu verið staðfestir og dómari samþykkt lausn hans. Fór hann að því búnu í fylgd sendiráðunautar út á flugvöll þar sem hann fór af stað fyrsta spölinn með flugvél til Kaupmannahafnar."
Óneitanlega stingur ÞESSI frétt Morgunblaðsins, nú tæplega þremur árum síðar, í stúf við hina fyrri hér að ofan...
Hvað var svona fyndið 22. mars, 2005, Miyoko?
Varstu nýgift og nýbúin að gabba íslenska blaðamenn - eða alveg að fara að gifta þig, rétt á eftir -
- allt í plati, eða hvað?
Ekki finnst mér þetta ýkja snjöll taflmennska, en ég kann reyndar ekki mikil skil á þeirri íþrótt.
Mér datt í hug gömul vísa sem ég lærði einu sinni, við að lesa þessar tvær fréttir úr Morgunblaðinu - sem þó er sagt að ljúgi ekki:
sönnu er best að trúa.
En hvernig á að þekkja það,
þegar flestir ljúga?
"I am a pawn, but in chess there is such a thing as pawn promotion,where a pawn can become a queen" - Miyoko Watai
"At the end of the game, the King and the Pawn go back in the same box"- Italian Proverb
Eftir öllu sólarmerkjum að dæma hefur Miyoko verið meira kona Bobbys, en Bobby maður Miyoko, ef menn skilja við hvað er átt...stundum er það nefnilega bara þannig...
Grein í Guardian um erfðamálið eftir Robert J. Fischer
Bloggar | Breytt 1.2.2008 kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
29.1.2008
Hvar ertu, litla Jinky Ong Fischer?
Hvernig eigum við vinir þínir á Íslandi að finna þig?
Það er eins og að leita að nál í heystakki að ætla að finna litla stelpu hinum megin á hnettinum, þegar maður er ekki einn af innstu koppunum í búrinu, heldur aðeins velviljaður áhorfandi.
Vonandi eru þeir sem málið stendur nær að vinna í því þessa dagana að finna hana og láta hana njóta faðernis síns.
Vinir og fjölskylda | Breytt 30.1.2008 kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.1.2008
Russell Targ
Hér er fréttin um afstöðu mágs Bobby Fischer. Virðist vera skynsemdarmaður.
Eitt fæ ég samt ekki botn í, það er, hver var yngri systir Bobbys? Er ekki bara átt við með því þegar sagt er að hann hafi átt eldri systur að hún hafi verið eldri en hann, "his older sister", því hvergi er getið neinnar yngri systur, í þeim heimildum sem ég hef lesið hér á netinu. Þar er aðeins talað um að móðir hans, Regina Wender (Fischer, Pustan) hafi átt tvö börn, í fyrra hjónabandi sínu, en að vísu er Bobby talinn rangfeðraður og réttilega sonur Gyðingsins Paul Felix Nemenyi. Myndir og staðreyndir sem dregnar hafa verið fram benda sterklega til sannleiksgildis þessa, til dæmis er er um sláandi líkindi að ræða á þessu myndbandi.
Kannar lagalegan rétt ættingja Fischers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.1.2008 kl. 02:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.1.2008
Dúkkur
Þekkir einhver hér einhvern sem hefði gaman af því að eignast gamlar þjóðbúningadúkkur, og postulínsdúkkur?
Málið er það að í fyrra fylltist ég miklu dúkkukaupæði og keypti hrúgur af alls konar dúkkum á eBay. Nú er þessi manía löngu af staðin og blessuð krílin eru eiginlega orðin fyrir mér, þar sem ég hef takmarkað geymslupláss. Ég tími samt ekki að gefa allt safnið í Góða Hirðinn, og ekki taka litlar frænkur endalaust við og fylla herbergin sín af dúkkum frá Gretu frænku - eða hvað?
Svo hér með auglýsi ég eftir einhverjum sem gæti hugsað sér að eignast kríli - svona áður en ég flyt til sólarlanda...hm...en nú er reyndar farið að hlána...í bili...
26.1.2008
Stuðningshópur Jinky Ong Fischer
Ég vil biðja þá sem eru fylgjandi því að stofna hóp til að fylgjast með því að hagsmuna Jinky Ong Fischers verði gætt í erfðamálinu eftir Robert J. Fischer og að ekki verði fram hjá rétti hennar gengið í því efni, að skrifa athugasemd, annað hvort hér, eða á síðu Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar.
Munið að ef það kemur í ljós að þessi 7 ára gamla stúlka er í raun og veru dóttir Bobbys Fischer, þá eru réttindi hennar brotin samkæmt íslenskum lögum, ef ekki er tekið tillit til þeirra þegar kemur að erfðaskiptum eftir hann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
25.1.2008
Arfur Bobba
Undarlegt finnst mér, í ljósi þess hve Robert J. Fischer var búinn að vera mikið veikur fyrir andlát sitt, og eins í ljósi þess hversu mikið hann virtist vera fyrir dollara, að hann hafi ekki verið búinn að gera erfðaskrá fyrir andlát sitt.
Það er einnig undarlegt í ljósi þess að hann átti - kannski og kannski ekki - Miyoko Watai frá Japan fyrir eiginkonu.
Ennþá heldur í ljósi þess að hann átti - kannski og kannski ekki - dótturina Jinky Ong Fischer á Filippseyjum, þar sem hann virðist hafa tekið upp kynni við barnsmóðurina, Justine Ong, beinlínis í þeim tilgangi að búa til erfingja? Væntanlega að því er ætla mætti, fleiru en sínum frábæru skákgenum? - En kannski hélt Bobby Fischer, eins og sumir aðrir á undan honum, einfaldlega að hann myndi verða eilífur, þrátt fyrir að hafa neitað öllum vendingum vestrænna læknavísinda (eða kannski vegna þess)?
Börn systur hans Joan Targ (mikil gáfukona, látin), Alex og Nicholas (systir þeirra , Elizabeth Targ lést 2002) sem hann hafði víst eingöngu samband við að eigin frumkvæði, vegna síns yfirlýsta Gyðingahaturs, en þau eru öll yfirlýstir Gyðingar (eins og hann sjálfur) eru víst einkaerfingjar, sé ekki hægt að færa sönnur á annað. Faðir þeirra, Russell Targ (ekkill Joan Targ), hefur látið hafa eftir sér á Íslandi að hann vilji ganga úr skugga um alla þessa hluti, áður en hann gerir kröfu í bú mágs síns, fyrir hönd sona sinna. Virðist vera mjög sanngjörn krafa.
Fróðlegt að fylgjast með hverju fram vindur í þessu máli.
Hér er ansi góð grein um Robert James, eins konar "summary", um framvinduna í ævi hans og getgátur um tilkomu dóttur hans í heiminn. Hið undarlegasta mál, "allíhop".
Í þessari grein eru æviatriði hans rakin allnákvæmlega og staðhæft að hann hafi jafnvel gengið að eiga barnsmóður sína, áður en hann fór að vera með japönsku konunni sem segist vera lögformleg eiginkona hans. Ekki allt á hreinu hér...vonandi kemur sannleikurinn í ljós og hver fær það sem honum ber að íslenskum lögum, þar sem Fischer var jú Íslendingur, samkvæmt ríkisfangi.
Bloggar | Breytt 28.1.2008 kl. 03:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.1.2008
Bros og friður
25.1.2008
Nenni ekki...
...að blogga um nýju borgarstjórnina...
...eða neitt annað, ef út í það er farið...andleysið er algjört.
...hvernig er annars veðurspáin...?
Góða nótt!
20.1.2008
Glefsur úr ævi skákkóngsins
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.1.2008
Bobby Fischer
Robert James Fischer var meistari taflborðsins, en á sama tíma skrítin skrúfa, sem fór ekki að viðteknum venjum í samskiptum við aðra menn.
Það var mjög virðingarvert á sínum tíma að fá hann lausan úr japönsku fangelsi og fá honum hæli hér á landi, þau ár sem reyndust hans síðustu. Sjálfsagt þykir mér að hann hljóti legstað í því landi sem veitti honum skjól síðustu æviárin með því að gefa honum ríkisborgararétt.
Hins vegar þykir mér fráleit sú hugmynd að sá legstaður verði á Þingvöllum, á sama stað og okkar helstu þjóðhetjur eru grafnar. Robert Fischer getur varla talist til þeirra, þó hann hafi komið Íslandi á kortið með því að keppa hér um heimsmeistaratitil í skák árið 1972. Ég veit ekki betur en að hann hafi verið tregur til að koma hingað í það skiptið, það hafi þurft að beita hann fortölum til að hann fengist til að koma og að hingað kominn hafi hann haft allt á hornum sér, svo sem hans var háttur.
Eins fráleit þykir mér sú hugmynd að hann hljóti opinbera útför. Íslendingar eiga ekki að reyna að slá sig til riddara með útför skákmeistarans, í ljósi þess að honum sjálfum ber alls ekki sú tign í neinu tilliti, hans eini titill og tign var að hann var af mörgum talinn vera konungur skákborðisins.
Mér finnst að Skáksamband Íslands ætti að sjá sér sóma í að sjá um útförina og bjóða hingað þeim fáu eftirlifandi ættingjum sem hann átti frá Bandaríkjunum. Honum væri enginn vansi að því að hvíla í Gufuneskirkjugarði innan um aðra mæta Íslendinga.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
4 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar