Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
29.2.2008
Framtíðarsýn
Ég fann tengilinn á myndbandið hér á eftir í athugsemd Einars á bloggi Egils Austurlandafara. Mig langar til að setja hann hér inn svo fleiri geti hlustað á það sem sagt er á því því um íslam og múslima.
Bara ef allir gætu tileinkað sér hugsunarhátt frjálslynda rithöfundarins Dhiyaa Al-Musawi frá smáríkinu Bahrain á Arabíuskaga, sem rætt er við á þessu myndbandi.
Hér má lesa viðtalið (á ensku).
Trúmál og siðferði | Breytt 1.4.2008 kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.2.2008
Velferðargrísirnir
Frétt, sem breska dagblaðið The Sun birti 1. október, 2005, um svína-dagatölin, svína-leikföngin, svína-glerfígúrurnar og tissjúboxið með mynd af Bangsímon og grislingnum sem starfsmenn á velferðarsviði borgarstjórnar í Dudley (íbúatala 2001: 194,919) í Mið-Englandi höfðu skreytt skrifstofur sínar með, en urðu að að breiða yfir eða fjarlægja af skrifborðum sínum af tillitssemi við múslímskan vinnufélaga sinn, má lesa HÉR.
Múslímskur starfsmaður hafði kvartað við yfirmenn sína yfir því að sviðinu hefðu borist svo kallaðir "stress relievers" það er að segja gúmmíkúlur, í þessu tilviki bleikar og í laginu eins grísir, sem á að kreista til að slaka á (kreista-slaka-kreista-slaka o.s.frv.), á þeim tíma sem Ramadan (mestu hátíðahöld múslima) fór í hönd. Eins og kunnugt er mega múslimar ekki borða svínakjöt, því samkvæmt trú þeirra eru svín óhrein dýr.
Mjög viðeigandi og fyndin gjöf til starfsmannanna. Það undarlega var að umræddur starfsmaður tók sína gjöf ekki með bros á vör og kreisti hana, eins og vinnufélagarnir, heldur fór og klagaði þá fyrir yfirmönnunum. Sem ber auðvitað vott um algjört vanþakklæti og skort á skopskyni. Þó var svo sem ekki við öðru að búast, það er öllum kunnugt að sumt fólk er einfaldlega óalandi og óferjandi og kann ekki að taka saklausu gríni.
Þetta alvarlega mál urðu auðvitað þau bresku blöð sem hafa snefil af sjálfsvirðingu að taka til umfjöllunar, og fréttin um bönnuðu gúmmígrísina á velferðarsviði borgarstjórnarinnar í Dudley fór eins og eldur í sinu um hinn vestræna heim, að minnsta kosti yfir Ermasundið, til "hinnar íhaldssömu raddar Evrópu" og yfir Atlantshafið til grísa-elskandi föðurlandsvina þar í álfu.
Nema á litlu eyjunni í norðri, Íslandi, þangað barst fregnin um þennan merka atburð ekki fyrr en seint og um síðir með frétt í Morgunblaðinu 27. febrúar, 2008, og var þá aðeins greint frá honum í þessum (ríflega) tveimur línum:
"Þá liggur nú fyrir tillaga um það í bæjarráði Dudley að banna allar myndbirtingar af grísum á vegum hins opinbera en í tillögunni er Gríslingur úr sögunni um Bangsímon nefndur sem dæmi um grís sem ætti að banna."
Svona seinagangur nær náttúrulega ekki nokkurri átt!
(Heyrði ég einhvern segja EINELTI?)
Danska skáldið H. C. Andersen samdi á sínum tíma ævintýri um fjöður sem varð að fimm hænum. Mér sýnist að af þeirri sögu sem ég hef sagt ykkur hér að framan megi draga þann lærdóm að litlir gúmmigrísir geti líka blásið út og fjölgað sér meira en margan grunar.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
28.2.2008
Move over Obama Girl
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mér finnst það sorglegt að enn skuli Morgunblaðið birta frétt sem það tekur beint upp úr Jótlandspóstinum, blaði sem er lengst til hægri í danskri pólitík og styður stefnu Danska Þjóðarflokksins, stefnu sem er mjög neikvæð í garð innflytjenda. Mér finnst þetta fréttaval og val á heimild segja mér meira um Morgunblaðið en um múslima og íslam.
Fortis er alþjóðlegur banki, ég held ekki að sparigrísagjafir til barna vegi þungt í viðskiptum hans. Mér myndi finnast þessi "frétt" alveg sprenghlægileg, ef hún væri ekki svo sorglega augljós og einfeldingsleg tilraun til að kynda undir fordómum gegn íslam. Ennþá sorglegra finnt mér að sjá hversu vel það tekst hér á Íslandi með endurbirtingu Moggans á "fréttinni", eftir skrifum margra Moggabloggara að dæma.
Sjá einnig hér, þennan tengil fékk ég í færslu Tinnu G. Gígja um þessa sömu "frétt".
Sótt að gríslingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.2.2008 kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.2.2008
Framför
Þetta er stórkostleg framför í læknismeðferð. Það hlaut að koma að því að það yrði þróað eitthvað í staðinn fyrir gifsið, sem er þungt í vöfum og erfitt fyrir sjúklinginn. Sem betur fer hef ég aldrei þurft að vera í gifsi, en ég veit að það er mjög óþægilegt á allan hátt að þurfa að dúsa í því í margar vikur.
Ég sé samt fyrir mér að nýja spelkan kalli á það að sjúklingurinn verði að taka sjálfur meiri ábyrgð á batanum, ekki vera trassi og "gleyma" að vera með hana, eða að vera að gera allt mögulegt sem ekki er ráðlegt að gera fót- eða handleggsbrotinn, þó hann verði ekki lengur "hreyfihamlaður" af því að vera með gifs og geti farið allra sinna ferða.
Gott mál.
Nýjung leysir gifsið af hólmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.2.2008
Listahátíð í Reykjavík
25.2.2008
Blindandi markmið?
Hvað í skrattanum á Mogginn við með "blindandi markmið"? Þýðing á hverju er það nú hjá þeim? hugsaði ég fyrst þegar ég las þessa frétt og í dágóða stund á eftir velti ég þessu stíft fyrir mér...ég verð að reyna lesa greinina aftur og vandlegar til að komast að þessu (svo sem ekert nýtt fyrir mér) hugsaði ég svo og byrjaði á henni aftur: Bindandi markmið...ha, ha, ha, ég held ég ætti bara að fara snemma í háttinn svona einu sinni...
Bindandi markmið samþykkt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.2.2008
Fjölmiðlarnir bera líka ábyrgð
Grein eftir Lisbeth Knudsen, aðalritsjóra Berlingske Tidende, sem birtist á bloggsíðu hennar sunnudaginn 24. febrúar, 2008.
Brunnir bílar. Logandi ruslagámar. Órói á götum annars friðsælla bæja á landsbyggðinni. Nú einnig brunnar sólbaðsstofur. Það hefur verið erfitt að þekkja okkar litlu, friðsælu Danmörku síðustu vikurnar, þegar allir eru venjulega í vetrarfrí. Að hópar hörðustu óeirðaseggjanna skuli samanstanda af unglingum á aldrinum 14-17 ára gerir ekki auðveldara að skilja hvað er að gerast í kringum okkur. Stjórnmálamennirnir ræða aðgerðaáætlanir um mannafla til að hafa stjórn á unga fólkinu. Lögreglan talar um hvernig fjölmiðlar miðla fréttum, og þau áhrif sem umfjöllun þeirra hefur á það að atburðirnir smitast á milli og dreifa úr sér.
Sama hvað manni finnst um það hvort það sé viðeigandi að lögreglan beini því til sjónvarpsstöðvanna að skrúfa niður í "fyrst með fréttirnar - dramatíkinni", þá er nauðsynlegt að það komi fram að það getur verið fjölmiðlaumfjöllunin sjálf og áhrifin af henni sem gefur þeirri slæmu hugmynd að kveikja í bílum byr undir vængi til að breiðast út til allra krummaskuða á landinu. Ef maður á ekki möguleika á að verða ein af topp-stjörnunum í X-Factor eða einhverjum öðrum áhugamaður-verður-stjarna-þætti má reyna að fanga athyglina með öðru móti.
Eins og fréttaritari Berlingske Tidende í París, Bjørn Willum skrifaði nýlega í blaðið, þá fá ungu brunavargarnir ekki hugmyndina frá heimabæ fjölskyldunnar í Túnis eða á tyrknesku hásléttunni. Þeir hafa nefnilega alist upp sem hluti af hinum vestræna heimi. Hugmyndin kemur úr vestrænum tölvuleikjum á netinu, þar sem unga fólkið nú, í staðinn fyrir "game-score", skiptist á sms-um um fjölda "skoraðra" bíla, gámabruna og fréttaskota. Árið 2005 tók ég þátt í hinni stóru árlegu, alþjóðlegu NewsXcange ráðstefnu um rafræna fréttamiðlun.
Það var rétt eftir óeirðirnar miklu í frönsku úthverfunum. Dauði tveggja ungmenna á flótta undan lögreglu kom af stað margra vikna öldu skemmdaverka og olli 10.000 bílaíkveikjum. Fjölmiðlaumfjöllunin um atburðina gekk allar nætur og morgna í stóru fréttamiðlunum með dramatískum upptalningum á nýjum íkveikjum. Sérfræðingur eftir sérfræðing var dreginn inn í sjónvarpsstúdíóin til að útskýra, hvað væri að gerast. Á ráðstefnunni var komið á umræðu milli eins fulltrúa frá CNN og tveggja fulltrúa fréttamanna franskra sjónvarpsstöðva.
Á ákveðnum tímapunkti á meðan á þessum miklu óeirðum stóð ákváðu frönsku sjónvarpsstöðvarnar að sýna ekki beinar fréttir frá atburðunum kvöld eftir kvöld, en birta frekar áreiðanlegar tölur um atburði næturinnar næsta morgun. Þær fundu nefnilega út að brunarnir og skemmdarverkin stóðu í nánu samhengi við gífurlegan fjölda sjónvarpsbíla á svæðinu. Það var ekki kveikt í fyrr en bílarnir voru komnir á staðinn og gátu tekið myndir. CNN og BBC World héldu áfram sínum nákvæmu beinu útsendinum frá atburðunum.
Nú færðist fjör í umræðurnar. Ber sjónvarpsstöðvunum ekki skylda til að flytja áhorfendum fréttir af atburðum, sama hversu stórt hlutverk þeirra sjálfra verður við það, eða eiga þeir að axla pólitíska ábyrgð með þeirri sjálfsgagnrýni sem það getur leitt af sér? Flest okkar tóku þá afstöðu á þessum tíma að það væri ekki hlutverk fjölmiðla að taka tillit til stjórnmála. Að það væri hlutverk okkar að flytja fréttir af því sem gerist, lýsa afleiðingunum og greina sjónarhornin.
En þegar nú það að komast í fjölmiðlana er takmark sumra brennuvarganna, og þegar það er töff að skiptast á upplýsingum um það á samskiptasíðum internetsins, getum við þá firrt okkur ábyrgð? Það getum við ekki lengur. Þess vegna verða fjölmiðlarnir - og ekki hvað síst sjónvarpsstöðvarnar - að taka þátt í umræðunni um það þegar fréttafjölmiðlarnir skapa sjálfir fréttirnar og miðla síðan þeim fréttum sem þeir hafa sjálfir skapað.
Þýð. G.B.Ú.
Á bloggsíðu Lisbeth Knudsen má lesa fjölda (50+) athugasemda við greinina, þó auðvitað allar á dönsku.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.2.2008
Mjá!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.2.2008
Danskt samsæri - !
Jótlandspósturinn birti í grein 18. febrúar hluta úr dreifibréfi sem Hizb ut-Tahrir sendi út í tilefni atburða síðustu daga, þar sem kemur fram að þeir telji að ætlun Dana sé að kúga múslima:
"Málið er það að þeir ætla sér - annars vegar - aðeins að kúga múslima með hræðsluáróðri, ógnarstjórn og einræði og þvinga þá til að viðurkenna hina fölsku menningu Vesturlanda, þar með talið veraldarhyggjuna, lýðræðið og "tjáningarfrelsið", og að hrella múslima í þeim tilgangi að afvegaleiða þá frá Íslam, Kóraninum og virðingunni fyrir Múhameð (saaws) og að fylgja Sharialögunum. Þetta síðast nefnda er einmitt það sem danska stjórnin lítur á sem hina stóru hindrun í veginum fyrir því að hin pólitíska aðlögunarstefna gangi í gegn."
Þvílíkar þversagnir sem hér ber fyrir augu! Þetta heitir á hundamáli að bíta í hendina sem gefur þér.
Ég segi nú bara eins og Villy Søvndal formaður Sósíalíska Þjóðarflokksins (SF) sagði í bloggfærslu sinni 19. febrúar: "Ef þeir eru svo heimskir að vilja sjá kalífadæmi og sharíalögum komið á, þá eru þeir einfaldlega í vitlausu landi. Þeir hafa ekkert að gera í Danmörku og þeir munu ekki öðlast það sem þeir berjast fyrir".
Þetta segir Villy svo í niðurlagi bloggfærslu sinnar 22. febrúar:
"Í mínum augum er það alveg afgerandi að núna er meiri gróska í kringum spurninguna en sést hefur lengi: Við erum í fullri alvöru komin á þann stað að skilin milli fólks [hafa skýrst, að þeir] sem vilja lýðræði, rétt til frelsis og friðsamt líf í Danmörku verða að taka afstöðu á móti þeim sem vilja trúarlegt einveldi án réttinda til frelsis fyrir einstaklingana.
Og að auki höfum við fengið það að athyglin hefur beinst að því að ekki er hægt að leyfa að trúarhiti (det stærkt religiøse) skilgreini afstöðu meirihluta múslima til trúar sinnar eða danska samfélagsins eða danskra stjórnmála.
Þetta tvennt er mikilsverður árangur af umræðunni þessa viku. Það birtir.
Villy - "
Til umhugsunar:
Ég vona að Danir geri sér ljósa grein fyrir því að ef að finnst flötur á því í lögum að leysa Hizb ut-Tahrir upp, þá er fylgir því sú hætta - því þessir menn gefast ekkert upp og þeir eru ekkert að fara (til þess hafa þeir það of gott í lille Danmark!) - að samtökin gerist neðanjarðarhreyfing í Danmörku og fari að stunda "moldvörpuhernað" þar - þá eru þeir fyrst orðnir hættulegir í alvörunni, - sem síðan myndi kalla á að leyniþjónusta í landinu yrði efld - vilja menn það? Er þá ekki skárra að leyfa þeim að skottast opinberlega í mótmælagöngum og að þeir séu allir undir eftirliti á einum stað? Hmm...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
4 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar