11.12.2007
"How to lie with Statistics"
...er bókartitill sem oft hefur flogið í gegnum huga mér í heitum trúmálaumræðum síðustu daga. Þetta er titill bókar sem fyrrverandi eiginmanni mínum áskotnaðist eitt sinn. Því miður kynnti ég mér ekki efni hennar að neinu leyti. Það hefði þó ef til vill getað komið sér vel að hafa gluggað í hana þegar kemur að því að skoða eitt og annað sem tínt er til í áðurnefndri umræðu.
Wikipedia: How to lie with Statistics
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
39 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef lesið þessa bók og þekki efni hennar vel.
Hvaða dæmi getur þú bent á sem þér þykir benda til að tölfræði sé misnotuð?
Ég hvet þig til að kynna þér gögnin áður en þú dregur ályktanir.
Matthías Ásgeirsson, 11.12.2007 kl. 19:02
Svo ég vitni enn og aftur í sjálfa mig:
"Það hefði þó ef til vill getað komið sér vel að hafa gluggað í hana þegar kemur að því að skoða eitt og annað sem tínt er til í áðurnefndri umræðu."
Af bloggi Baldurs (þarna er ég að tala við þig):
"Þú ættir að vera farinn að vita að í veraldlegum efnum trúi ég hlutum varlega án þess að sannreyna þá. Líkt og Tómas verð ég að þreifa á þeim til að trúa. Þetta ætti trúleysingi að skilja."
Ennfremur, af bloggi Svavars (þessu er beint til lesenda bloggsins):
"
"En etv. má segja að þarna höfum við náð að staðfesta að 52% segjast vera trúaðir og kristnir."
Mér sýnist þarna komin tala sem þjóðkirkjufólk og trúleysingjar geti verið sammála um. Hversu stórt hlutfall þeirra sem segjast kristnir eru í þjóðkirkjunni kemur hvergi fram, sýnist mér, sumir gætu verið kaþólskir, í Fríkirkjunni eða Krossinum."
Tilvitnunin inni í seinustu tilvitnunina í sjálfa mig er úr athugasemd Öddu Steinu.
Ertu sáttur við þetta svar?
Greta Björg Úlfsdóttir, 11.12.2007 kl. 19:13
Ég er nú svo alsæl með stefnu Siðmenntar í málefnum skólanna (vil reyndar ganga lengra) að ÉG SKRÁÐI MIG Í SIÐMENNT Í GÆR...öll þessi umræða hefur verið frábær og frábært að svona samtök séu til, nóg er nú af hinu!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.12.2007 kl. 19:16
Ég er sem sagt einfaldlega í þessari færslu að segja að ég hefði alveg viljað vera betur að mér í tölfræði (statistík) þessa dagana. Hvorki meira, né minna.
Því "How to lie with Statistics" er einfaldlega kennslubók, eins og þú veist, fyrst þú hefur kynnt þér efni hennar, sem tekur á því hvernig varast má þær gildrur sem fólk fellur í, meðvitað og ómeðvitað, þegar kemur að tölfræði (statistík).
Ég vona að þér sé enn efni bókarinnar ferskt í minni og þú nýtir þér þann lærdóm svo sem góðum nemanda sæmir.
Greta Björg Úlfsdóttir, 11.12.2007 kl. 19:19
Aths. 4 er vitanlega beint til Matthíasar í framhaldi af aths. 2.
Greta Björg Úlfsdóttir, 11.12.2007 kl. 19:21
Til hamingju með skráninguna, Anna mín
Það er gott að þú ert ánægð og ég gleðst fyrir þína hönd.
Ég get alveg fallist á það að það hljóti að vera góð tilfinning að geta samsamað sig einhverjum vissum hópi. Í þeim efnum hef ég átt dálítið erfitt í gegnum tíðina, þar sem það má víst heldur telja mig til einfara heldur en að ég sé hópsál.
Greta Björg Úlfsdóttir, 11.12.2007 kl. 19:27
Takk Gréta mín...en ég er líka einfari, þótt gaman sé að hitta skoðanasystur og bræður. Siðmennt harmóníar alveg við mína lífsýn og ég er svo fegin að siðmennt sé til...án hindurvitna trúarbragðanna (þótt þar sé nú líka gott að finna). Það er einnig gott að lýðræði ríki á Íslandi, svo maður geti tekið eigin ákvarðanir! Kveðja
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.12.2007 kl. 19:38
Knús til þín, Anna mín.
Ég á mér reyndar líka minn félagsskap, sem er í samræmi við mína lífssýn og ég ég finn mig í. Erum við ekki lánsamar?
Greta Björg Úlfsdóttir, 11.12.2007 kl. 19:59
Matthías, til stuðnings athugasemd númer 4 vil ég benda þér á vanburða tilraun mína til "skoðanakönnunar" hér til hliðar, vinstra megin á síðunni.
Greta Björg Úlfsdóttir, 11.12.2007 kl. 20:08
Ég veit um fínt dæmi: Það hefur komið fram í umræðunni (t.d. í grein eftir formann KFUM) að "Að minnsta kosti 92% þjóðarinnar játar kristni,..."
Nú hef ég ekki lesið bókina, en þetta myndi líklega flokkast undir það að koma með réttar tölur en breyta því til hvers talan vísar. 92% eru skráðir í kristin trúfélög.
Það segir okkur hins vegar ekki hve margir játa kristna trú.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.12.2007 kl. 20:15
Einmitt, Hjalti Rúnar!
"Tölfræði" og "tölfræði" er ekki endilega það sama. Þetta eru vandasöm vísindi og þarf kunnáttumenn til að kunna að varast leiðandi spurningar, og lesa úr tölum, - og þeir eru ekki einu sinni alltaf á eitt sáttir um það hvernig skuli túlka þær.
Greta Björg Úlfsdóttir, 11.12.2007 kl. 20:28
hvaða félagsskap áttu?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.12.2007 kl. 20:33
Greta Björg Úlfsdóttir, 11.12.2007 kl. 20:40
Anna, komdu í ratleik og skoðaðu síðuna mína, svo skaltu senda mér tölvupóst.
Greta Björg Úlfsdóttir, 11.12.2007 kl. 20:43
ok...bergmálið og guðspekifélagið?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.12.2007 kl. 20:55
Rétt!
Greta Björg Úlfsdóttir, 11.12.2007 kl. 20:57
til hamingju með það
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.12.2007 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.