20.1.2008
Bobby Fischer
Robert James Fischer var meistari taflborðsins, en á sama tíma skrítin skrúfa, sem fór ekki að viðteknum venjum í samskiptum við aðra menn.
Það var mjög virðingarvert á sínum tíma að fá hann lausan úr japönsku fangelsi og fá honum hæli hér á landi, þau ár sem reyndust hans síðustu. Sjálfsagt þykir mér að hann hljóti legstað í því landi sem veitti honum skjól síðustu æviárin með því að gefa honum ríkisborgararétt.
Hins vegar þykir mér fráleit sú hugmynd að sá legstaður verði á Þingvöllum, á sama stað og okkar helstu þjóðhetjur eru grafnar. Robert Fischer getur varla talist til þeirra, þó hann hafi komið Íslandi á kortið með því að keppa hér um heimsmeistaratitil í skák árið 1972. Ég veit ekki betur en að hann hafi verið tregur til að koma hingað í það skiptið, það hafi þurft að beita hann fortölum til að hann fengist til að koma og að hingað kominn hafi hann haft allt á hornum sér, svo sem hans var háttur.
Eins fráleit þykir mér sú hugmynd að hann hljóti opinbera útför. Íslendingar eiga ekki að reyna að slá sig til riddara með útför skákmeistarans, í ljósi þess að honum sjálfum ber alls ekki sú tign í neinu tilliti, hans eini titill og tign var að hann var af mörgum talinn vera konungur skákborðisins.
Mér finnst að Skáksamband Íslands ætti að sjá sér sóma í að sjá um útförina og bjóða hingað þeim fáu eftirlifandi ættingjum sem hann átti frá Bandaríkjunum. Honum væri enginn vansi að því að hvíla í Gufuneskirkjugarði innan um aðra mæta Íslendinga.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:49 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
339 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 121500
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þjóðargrafreiturinn er reyndar dauður í augum þjóðarinnar. Þar voru tveir menn grafnir með stuttu millibili en síðan hafa menn forðast að grafa menn þar. Og allt sem þú segir í þessari færslu finnst mér alveg sjálfsagt mál.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.1.2008 kl. 13:07
Hálfbróðir Bobbys Nemenyi, sem var strærðfræðingur, (faðir þeirra beggja var Paul Felix Nemenyi sem á tímabili var flóttamaður í Danmörku), dó fyrir nokkrum árum. Bobby og hann höfðu ekki teljanlegt samband. Systir Bobbys er einnig dáin og börn hennar höfðu víst lítið afskipti af Bobby, mest fyrir hans eigin ósk. Þau eru nefnilega yfirlýstir gyðingar.
Kannski kemur Barbara Streisand. Hún og Fisher voru í sama menntaskóla, Erasmus Hall High School i Brooklyn, og sagt er að Barbi hafi verið dálítið skotinn í Fischer á skólaárunum. Hún gæti kannski sungið lög úr Yentl við útförina.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.1.2008 kl. 13:36
Góður pistill og sagði allt sem ég hugsaði þegar ég las um þessar fáránlegu hugmyndir velunnara hans.
Við ættum kannski einnig að taka frá pláss þarna fyrir alla svokallaða "íslandsvini" og jafnvel strákana í handboltalandsliðinu.
Júdas, 20.1.2008 kl. 14:34
Mig langar til að benda ykkur á að Fischer á lögerfingja á Filippseyjum
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.1.2008 kl. 15:12
Jinky Ong FISCHER was born in 2000 in Davao City, Philippines.
Ættartré Roberts James Fischer
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.1.2008 kl. 17:07
Það verður nú gaman að sjá stelpuna. Hún gæti hafa erft góða hæfileika Bobbys.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.1.2008 kl. 19:38
Ætli það hafi ekki fyrst og fremst verið ætlun hans með því að búa hana til?
Á þessari síðu er íslenska ríkinu, sem vinir skákmeistarans ætlast nú til að sjái um útför hans, ekki vandaðar kveðjurnar.
"[...] Furthermore, the filthy dirty CIA-controlled Icelandic government by failing to retaliate against UBS for UBS's brazen thefts and other crimes against Bobby (see the complete UBS--Bobby Fischer file above) is in complicity with UBS in those very thefts and other crimes against Bobby. Clearly, the Icelandic government is thoroughly rotten and corrupt and are nothing but pimps and whores for the giant transnational corporations like Alcoa and UBS, etc. Let the robbery in broad daylight of all of Bobby's hard-earned cash and assets at UBS to the tune of millions of swiss francs and other assets be a warning that no one should open a savings account at UBS or for that matter with any other Swiss bank..."
Ég veit ekki hvort Bobby Fischer hélt þessari síðu úti sjálfur, það kemur ekki fram, en það er auðséð að þarna skrifar veruleikafirrtur einstaklingur sem tæplega er hægt að telja heilan á geði. Hann sakar íslenska ríkið um að vilja ræna sig eigum sínum. Ríkið sem hann talar um þarna er ríkið sem gaf honum ríkisborgararétt af mannúðarástæðum, og það umfram marga aðra einstaklinga sem hafa sótt um slíkt, vegna þess hve frægur hann var. Þetta eru þakkirnar, þarna talar greinilega helsjúkur maður, illa haldinn af ofsóknaræði (paranoia).
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.1.2008 kl. 20:47
Þetta kemur fram á síðunni um hana, þar sem haldið er fram að þetta sé hin "eina sanna" síða um B.F. og að hann styðji hana:
"But either way that you get here don't forget that this is the ONLY authentic Bobby Fischer website and the ONLY Bobby Fischer website that Bobby himself recommends"
Ekki veit ég hverju maður á að trúa. Maðurinn er dáinn, svo ekki get ég spurt hann sjálfan!
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.1.2008 kl. 20:51
Samkvæmt Villa pósti í Danveldi mun þetta vera síða sem eiginkona/unnusta Fischers heitins heldur úti.
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.1.2008 kl. 11:18
Ef gengið er út frá því að orð Fischer sé helsjúkur af ofsóknaræði er þá rétt að gera hann siðferðilega ábyrgan fyrir orðum sínum og saka hann um vanþakkæti? Hvað er af völdum sjúkdómsins sem hann á enga sök á og hvað af völdum eigin persónuleika? Gömul spurning og ný.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.1.2008 kl. 17:50
Já, þetta er rétt hjá þér Sigurður, ég átti að sleppa þessu tali um þakkirnar. Vonandi ekkert slíkt sem vakti fyrir vinum hans, heldur aðeins að búa þjökuðum einstaklingi og vini bærilegri kjör en þau sem hann var í þegar honum bauðst að koma hingað.
Blessuð sé minning þessa sérstæða gáfumanns.
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.1.2008 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.