Leita í fréttum mbl.is

Lógík

Maður sem býst við dauða sínum gengur frá málum. Hann gefur fyrirmæli varðandi útför sína og gengur frá erfðaskrá, séu vafaatriði til staðar varðandi það hver eigi að erfa eigur hans.

Maður sem býst ekki við dauða sínum (eða horfist ekki í augu við að hann sé framundan í náinni framtíð) gerir ekkert af þessu. Hann gengur ekki frá erfðaskrá og gefur ekki fyrirmæli varðandi útför.

Ergó:

Engin erfðaskrá liggur fyrir hvað varðar dánarbú Bobby Fischer.

Bobby Fischer bjóst ekki við dauða sínum og gerði þess vegna enga erfðaskrá varðandi eigur sínar.

Bobby Fischer bjóst ekki við dauða sínum og gaf þess vegna engin fyrirmæli varðandi útför sína. 

Kannski hafði hann einhvern tíma sagt eitthvað við vini sína varðandi það hvar og hvernig útför hans skyldi höfð, en hann hefur ekki skilið eftir óyggjandi fyrirmæli um það, ekki frekar en hann hefur gengið frá eigum sínum með því að hafa samband við lögfræðing til að láta gera lögformlega erfðaskrá.

Þetta ættu skákmenn að skilja mann best. 

Bara mín skoðun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jú, það tel ég líklegt. Sennilega hefur enginn, eða fáir, gert sér grein fyrir að hann ætti ekki lengra eftir. Sérstaklega þykir mér það að hann hafi haft orku til að reyna að hringja í Marilyn kvöldið áður en hann dó benda til þess að honum hafi hrakað mjög hratt, eða snögglega, yfir nóttina. Þetta þykir mér árétta að ekki sé mjög sennilegt að hann hafi verið búinn að gefa fyrirmæli varðandi útför sína, fyrst hann var heldur ekki búinn að huga að því hvert eigur hans myndu renna. ???

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.2.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Einhvern veginn grunar mig meira að segja að samband hans við filippínsku konuna sem hann átti barnið hafi verið innilegra en sambandið við þá japönsku, þó hann hafi hitt hana sjaldnar,...þó ég hafi svo sem ekkert fyrir mér í því efni, það er aðeins getgáta......

...bara það að hún hraðaði sér ekki af stað með kröfu í búið um leið og fréttist að maðurinn væri dáinn segir manni kannski sitthvað um persónuna...

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.2.2008 kl. 20:49

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Slíkar getgátur koma þó málinu sem um ræðir, erfðamálinu eftir Fischer, vitanlega ekkert við. Það eru bara mínar vangaveltur, sem hafa ekkert upp á sig, þannig lagað.

Aðalatriðið er auðvitað að arfinum verði réttlátlega og löglega skipt á milli lögerfingja þegar þeir hafa fært sönnur á rétt sinn til hans. 

Síðan er málið í kringum réttmæti greftrunar skákkóngsins annar kapítuli. Á honum hef ég minni áhuga. Það hlýtur að vera mál sem vinir Bobbys hér á landi og þeir sem réttmætlega geta kallast aðstandendur hans munu verða að útkljá sín á milli.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.2.2008 kl. 22:22

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Persónulega, að svo miklu leyti sem ég get haft persónulega skoðun á því hvar maður mér alls ókunnugur, að öðru leyti en því að hann var heimsfrægur, var greftrarður, er mín skoðun sú að kirkjugarðurinn í Laugardælum er alls ekki óásættenlegur legstaður Roberts J. Fischer, skákmeistara.

Hins vegar finnst mér framkvæmdin í kringum útförina leynilegu hneyksli, og eins finnst mér staðsetning leiðisins innan kirkjugarðs fráleit. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.2.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.