12.2.2008
Minning um Fischer
Þetta finnst mér, hvort tveggja, minningarbókin og minningarstundin austur í Laugardælakirkju, glæsileg lausn vina Fischers á leiðindamáli. Ég mun örugglega fara og skrifa nafn mitt í bókina.
En alveg á ég von á að leiði Fischers muni, þegar um hægist, verða fært frá brún gangstéttarinnar heim að kirkjunni og á betur viðeigandi stað innan kirkjugarðsins fyrir austan.
Þegar svo verður kominn fallegur legsteinn á leiðið verður þetta orðið prýðilega fínt til minningar um þennan heimsfræga skáksnilling og vel við hæfi fyrir mann sem var lítið fyrir tildur og prjál.
En kannski er meira að segja í lagi að hafa leiði á svona asnalegum stað, þegar fólk verður búið að venjast því að hafa það fyrir augum í hvert skipti sem það fer í kirkju. Öllu má venjast. Kannski mun nú skapast sú hefð hjá Flóamönnum að heilsa meistaranum af gangstéttarbrúninni og segja þegar þeir ganga til messu :"Hellú and God bless jú, Bobbý!"
Ekki slæmt að vaka í minni fólks á þennan hátt, þó varla þurfi að viðhalda minningu hans meðal skákmanna með slíku móti, í það minnsta á meðan ekki er lengra liðið á öldina.
Eins og einhver góður maður sagði, þá eru jarðarfarir fyrst og fremst fyrir hina lifandi, til að sefa tilfinningar þeirra, en ekki hina látnu. Mér finnst mjög skiljanlegt að þeir menn sem töldu sig vera vini Fischers, þeir sem börðust ötullega fyrir því að fá hann lausan úr fangelsi í Japan og koma honum hingað til lands, finnist þeir hafa verið sviknir um að fá að kveðja hann við hátíðlega athöfn. Mér finnst þessi áformaða minningarstund, ásamt minningarbókinni, mjög smekkleg lausn á leiðindamáli.
Kirkjan fyrir austan tekur aðeins 60 manns, svo varla verður um gífurlegt fjölmenni að ræða við minningarstundina. Ég hugsa að hún hefði ekki verið höfð opin almenningi nema fyrir handvömmin við hina leynilegu og fljótfærnislegu útför.
Það er ekki verið að misvirða vilja Fischers með þessari minningarstund, því hún verður það, minningarstund, ekki útför, þannig að það er ekki hægt að segja að það sé verið að brjóta á vilja hans. Einnig eru aðeins orð eins eða tveggja mann fyrir því að hann hafi viljað láta jarða sig við þvílíkt fámenni að þeir sem talist gátu til hans nánustu vina fengju ekki að taka þátt í útförinni. Þó að fólk sé jarðað í kyrrþey þýðir það ekki að aðeins fimm manns séu viðstaddir, heldur þýðir það að aðeins útvöldum gestum er boðið til athafnarinnar. Það hefði átt að gera í þessu tilviki, eftir að öll lögformleg skilyrði til útfararinnar höfðu verið uppfyllt.
Minningarbók um Fischer | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir, Lífstíll | Breytt 13.2.2008 kl. 17:32 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
39 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hello, and God bless you Greta!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.2.2008 kl. 16:29
God bless you too, Villi!
Greta Björg Úlfsdóttir, 13.2.2008 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.