Leita í fréttum mbl.is

Minning um Fischer

fischer04Þetta finnst mér, hvort tveggja, minningarbókin og minningarstundin austur í Laugardælakirkju, glæsileg lausn vina Fischers á leiðindamáli. Ég mun örugglega fara og skrifa nafn mitt í bókina.

En alveg á ég von á að leiði Fischers muni, þegar um hægist, verða fært frá brún gangstéttarinnar heim að kirkjunni og á betur viðeigandi stað innan kirkjugarðsins fyrir austan. 

Þegar svo verður kominn fallegur legsteinn á leiðið verður þetta orðið prýðilega fínt til minningar um þennan heimsfræga skáksnilling og vel við hæfi fyrir mann sem var lítið fyrir tildur og prjál. 

En kannski er meira að segja í lagi að hafa leiði á svona asnalegum stað, þegar fólk verður búið að venjast því að hafa það fyrir augum í hvert skipti sem það fer í kirkju. Öllu má venjast. Kannski mun nú skapast sú hefð hjá Flóamönnum að heilsa meistaranum af gangstéttarbrúninni og segja þegar þeir ganga til messu :"Hellú and God bless jú, Bobbý!" 

Ekki slæmt að vaka í minni fólks á þennan hátt, þó varla þurfi að viðhalda minningu hans meðal skákmanna með slíku móti, í það minnsta á meðan ekki er lengra liðið á öldina.

Eins og einhver góður maður sagði, þá eru jarðarfarir fyrst og fremst fyrir hina lifandi, til að sefa tilfinningar þeirra, en ekki hina látnu. Mér finnst mjög skiljanlegt að þeir menn sem töldu sig vera vini Fischers, þeir sem börðust ötullega fyrir því að fá hann lausan úr fangelsi í Japan og koma honum hingað til lands, finnist þeir hafa verið sviknir um að fá að kveðja hann við hátíðlega athöfn. Mér finnst þessi áformaða minningarstund, ásamt minningarbókinni, mjög smekkleg lausn á leiðindamáli.

Kirkjan fyrir austan tekur aðeins 60 manns, svo varla verður um gífurlegt fjölmenni að ræða við minningarstundina. Ég hugsa að hún hefði ekki verið höfð opin almenningi nema fyrir handvömmin við hina leynilegu og fljótfærnislegu útför.

Það er ekki verið að misvirða vilja Fischers með þessari minningarstund, því hún verður það, minningarstund, ekki útför, þannig að það er ekki hægt að segja að það sé verið að brjóta á vilja hans. Einnig eru aðeins orð eins eða tveggja mann fyrir því að hann hafi viljað láta jarða sig við þvílíkt fámenni að þeir sem talist gátu til hans nánustu vina fengju ekki að taka þátt í útförinni. Þó að fólk sé jarðað í kyrrþey þýðir það ekki að aðeins fimm manns séu viðstaddir, heldur þýðir það að aðeins útvöldum gestum er boðið til athafnarinnar. Það hefði átt að gera í þessu tilviki, eftir að öll lögformleg skilyrði til útfararinnar höfðu verið uppfyllt.

 


mbl.is Minningarbók um Fischer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hello, and God bless you Greta!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.2.2008 kl. 16:29

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

God bless you too, Villi!

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.2.2008 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband