25.2.2008
Fjölmiðlarnir bera líka ábyrgð
Grein eftir Lisbeth Knudsen, aðalritsjóra Berlingske Tidende, sem birtist á bloggsíðu hennar sunnudaginn 24. febrúar, 2008.
Brunnir bílar. Logandi ruslagámar. Órói á götum annars friðsælla bæja á landsbyggðinni. Nú einnig brunnar sólbaðsstofur. Það hefur verið erfitt að þekkja okkar litlu, friðsælu Danmörku síðustu vikurnar, þegar allir eru venjulega í vetrarfrí. Að hópar hörðustu óeirðaseggjanna skuli samanstanda af unglingum á aldrinum 14-17 ára gerir ekki auðveldara að skilja hvað er að gerast í kringum okkur. Stjórnmálamennirnir ræða aðgerðaáætlanir um mannafla til að hafa stjórn á unga fólkinu. Lögreglan talar um hvernig fjölmiðlar miðla fréttum, og þau áhrif sem umfjöllun þeirra hefur á það að atburðirnir smitast á milli og dreifa úr sér.
Sama hvað manni finnst um það hvort það sé viðeigandi að lögreglan beini því til sjónvarpsstöðvanna að skrúfa niður í "fyrst með fréttirnar - dramatíkinni", þá er nauðsynlegt að það komi fram að það getur verið fjölmiðlaumfjöllunin sjálf og áhrifin af henni sem gefur þeirri slæmu hugmynd að kveikja í bílum byr undir vængi til að breiðast út til allra krummaskuða á landinu. Ef maður á ekki möguleika á að verða ein af topp-stjörnunum í X-Factor eða einhverjum öðrum áhugamaður-verður-stjarna-þætti má reyna að fanga athyglina með öðru móti.
Eins og fréttaritari Berlingske Tidende í París, Bjørn Willum skrifaði nýlega í blaðið, þá fá ungu brunavargarnir ekki hugmyndina frá heimabæ fjölskyldunnar í Túnis eða á tyrknesku hásléttunni. Þeir hafa nefnilega alist upp sem hluti af hinum vestræna heimi. Hugmyndin kemur úr vestrænum tölvuleikjum á netinu, þar sem unga fólkið nú, í staðinn fyrir "game-score", skiptist á sms-um um fjölda "skoraðra" bíla, gámabruna og fréttaskota. Árið 2005 tók ég þátt í hinni stóru árlegu, alþjóðlegu NewsXcange ráðstefnu um rafræna fréttamiðlun.
Það var rétt eftir óeirðirnar miklu í frönsku úthverfunum. Dauði tveggja ungmenna á flótta undan lögreglu kom af stað margra vikna öldu skemmdaverka og olli 10.000 bílaíkveikjum. Fjölmiðlaumfjöllunin um atburðina gekk allar nætur og morgna í stóru fréttamiðlunum með dramatískum upptalningum á nýjum íkveikjum. Sérfræðingur eftir sérfræðing var dreginn inn í sjónvarpsstúdíóin til að útskýra, hvað væri að gerast. Á ráðstefnunni var komið á umræðu milli eins fulltrúa frá CNN og tveggja fulltrúa fréttamanna franskra sjónvarpsstöðva.
Á ákveðnum tímapunkti á meðan á þessum miklu óeirðum stóð ákváðu frönsku sjónvarpsstöðvarnar að sýna ekki beinar fréttir frá atburðunum kvöld eftir kvöld, en birta frekar áreiðanlegar tölur um atburði næturinnar næsta morgun. Þær fundu nefnilega út að brunarnir og skemmdarverkin stóðu í nánu samhengi við gífurlegan fjölda sjónvarpsbíla á svæðinu. Það var ekki kveikt í fyrr en bílarnir voru komnir á staðinn og gátu tekið myndir. CNN og BBC World héldu áfram sínum nákvæmu beinu útsendinum frá atburðunum.
Nú færðist fjör í umræðurnar. Ber sjónvarpsstöðvunum ekki skylda til að flytja áhorfendum fréttir af atburðum, sama hversu stórt hlutverk þeirra sjálfra verður við það, eða eiga þeir að axla pólitíska ábyrgð með þeirri sjálfsgagnrýni sem það getur leitt af sér? Flest okkar tóku þá afstöðu á þessum tíma að það væri ekki hlutverk fjölmiðla að taka tillit til stjórnmála. Að það væri hlutverk okkar að flytja fréttir af því sem gerist, lýsa afleiðingunum og greina sjónarhornin.
En þegar nú það að komast í fjölmiðlana er takmark sumra brennuvarganna, og þegar það er töff að skiptast á upplýsingum um það á samskiptasíðum internetsins, getum við þá firrt okkur ábyrgð? Það getum við ekki lengur. Þess vegna verða fjölmiðlarnir - og ekki hvað síst sjónvarpsstöðvarnar - að taka þátt í umræðunni um það þegar fréttafjölmiðlarnir skapa sjálfir fréttirnar og miðla síðan þeim fréttum sem þeir hafa sjálfir skapað.
Þýð. G.B.Ú.
Á bloggsíðu Lisbeth Knudsen má lesa fjölda (50+) athugasemda við greinina, þó auðvitað allar á dönsku.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:12 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
339 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sumar fréttir eru eingöngu eins og olía á eldinn. Ef fréttamenn tækju sig saman um að steinþeigja og sjónvarp sýndi aldrei neitt um þessa múslima, myndi þetta deyja út af sjálfu sér. Það er búið að rannsaka tengingar á múgæsingi og fjölmiðlum í fjölda ára. Einnig unglingaglæpum og fjölmiðlum. Ef fjölmiðlar segja aldrei frá afbrotum unglinga, jafnvel upp til 25 ára, er ekkert gaman lengur í "gengjunum" þeirra lengur. Þeir lognast út af hreinlega. En það þarf fullorðna með smá þroska til að skilja þetta, og til að skilja samhengið í þessu með afbrot og fjölmiðla. Það er fyrir löngu búið að finna upp hjólið í þessum málum, en fjölmiðlafólk lætur enn draga sig á asnaeyrunum allri þjóðinni til skammar.
Óskar Arnórsson, 25.2.2008 kl. 21:35
..þér að segja hef ég verið þerapisti fyrir "útbrunna" æsifréttablaðamenn í Svíþjóð, og þeir sjæálfir eru orðnir snargeggjaðir á þessum "stress" fréttaflutningi sínum, og ef bara helmingur af því sem þeir segja frá sem talað er um á ritstjórnarskrifstofum í Svíþjóð þar sem ég var að vinna, eru lýsingar þeirra eins og á geðdeild án starfsfólks..svona er þetta nú bara Greta mín. Fyllerí, dóp og hjónaskilnaðir eru aðal afleiðingarar fjölmiðlastéttarinnar..þeir sem passa sig ekki..
Óskar Arnórsson, 25.2.2008 kl. 21:42
Varðandi blaðamenn og asnaeyru:
...eða, Óskar, að það hangir annað á spýtunni en að flytja trúverðugar fréttir, sem sé að selja blaðið eða fjölmiðilinn og kannski líka að fá titilinn "stjörnufréttamaður"...
Greta Björg Úlfsdóttir, 25.2.2008 kl. 21:43
Þetta innlegg þitt númer tvö passar fínt við myndina sem ég var greinilega að bauka við að setja inn á meðan þú skrifaðir það!
Greta Björg Úlfsdóttir, 25.2.2008 kl. 21:46
...og gæti svo sem rímað við "samsæriskenninguna mína" í færslu hér fyrr...
Greta Björg Úlfsdóttir, 25.2.2008 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.