13.12.2008
Sjúkraliði á næturvakt
Þessa dægilegu mynd tók hann Per vinnufélagi minn af mér einu sinni þegar hann mætti til vinnu að morgni dags, en ég á leið heim af næturvakt, galvösk eins og sjá má. Mig minnir að þetta hafi verið 1999.
Mér hefur alltaf þótt voða vænt um þessa mynd, þetta var svo góð deild að vinna á, þó oft væri hún þung.
Svínn Per var engill deildarinnar, bráðadeild fyrir aldraða, eða öldrunarmatsdeildina, þann tíma sem hann vann þar. Hann vann í ræstingunum, alltaf með bros á vör handa öllum sem hann mætti, ljúflingur sem vann verkin sín óaðfinnanlega og hjálpaði okkur sjúkraliðum við umönnun sjúklinganna sem mest hann mátti, alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd. Hann bræddi meira að segja svo hjarta einnar gamallar, fatlaðrar og geðstiðrar konu, sem yfirleitt hreytti í okkur hin ónotum, ef henni þótti hægt ganga eða við ekki nógu fljót að skilja hvað hún vildi eða hana vantaði, að á endanum sinnti Per henni alfarið á sínum vinnutíma þann tíma sem hún var hjá okkur, og var þá á móti litið framhjá því þó eitthvað yrði eftir hvað varðaði ræstinguna sem hann átti að sjá um.
Því miður var Per einn af þeim sem eru of góðir fyrir þennan heim, eða heimurinn of harður fyrir þá, og að lokum fór það svo að hann hætti hjá okkur. Vonandi hefur hann samt náð sér á strik aftur.
Kæri Per, hvar sem þú ert núna, þá sendi ég þér bestu þakkir fyrir samveruna á 32-A.
Þá var bráðmóttaka aldraðra staðsett á 32-A í Geðdeildarhúsi Landspítalans við Hringbraut, á sama stað og tauglækningadeildin var þá á, enda átti starfsfólk þessara tveggja deilda mikil samskipti, þar sem þær deildu aðstöðu að mörgu leyti. Enda fór það svo að seinna tók ég til starfa á taugalækningadeildinni, einmitt vegna þess hve vel ég hafði kynnst starfinu og starfsfólkinu þar á þessum tíma. Sem veldur því að ég ruglaðist í seinustu færslu þegar ég sagði að ég hefði byrjað aftur á gömlu deildinni minni eftir veikindin, því þannig var tilfinningin, þá minnir mig að bráðadeild fyrir aldraða hafi þegar verið komin í Fossvoginn, en tauglækningadeildin var aftur á móti til bráðbirgða á A-7, í elsta hluta spítalans, beint á móti þar sem nú er göngudeild krabbameinssjúkra.
Tvær góðar á árshátið Lansans í apríl (?) árið 2000, önnur á tauginni en hin á öldrun.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 02:22 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
4 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott ertu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.12.2008 kl. 17:46
Heidi Strand, 13.12.2008 kl. 22:10
Þú ert flott kona.Haukurinn minn var stundum á neyðarherbergi á 32 a við Hringbraut.Góðar konur vöktuðu strákinn minn og gáfu honum vel að borða.Og sinntu honum vel þennan sólarhring sem hann stoppaði í því neyðarplássi..Ég vissi ekki að þetta væri öldrunardeild,hélt að það væri bara geð í þessu húsi.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 23:49
Birna, þetta var fyrir þann tíma sem sonur þinn var þarna, bráðamóttaka öldrunar var þarna.
Ég held að núna sé aðeins geðsviðið þarna til húsa í þessari byggingu.
Kannski eins gott, stundum var gamla fólkið alveg miður sín þegar það áttið sig á því hvað það var - og stundi upp: "Er nú svona komið fyrir mér?" - því þetta var auðvitað fólk sem mundi þá tíma þegar Kleppur var voðalegur staður og það að vera álitinn geðveikur þýddi aðeins eitt, það er að segja innilokun á "vitlausraspítalanum" það sem eftir var ævinnar, í hugum fólks. Sem betur fer eru breyttir tímar, þó margt megi betur fara, á geðsviðinu sem annars staðar.
Þá varð maður að útskýra vandlega fyrir blessuðu fólkinu að það væri ekki á geðdeild, heldur öldrunardeild, sem svo vildi til að væri til húsa í þessu húsnæði. Sama misskilnings held ég reyndar að hafi stundum gætt varðandi taugalækningadeildina, því þar koma sjúklingar með líkamlega sjúkdóma, s.s. MS, MND, Parkinsonsveiki, flogaveiki og svo farmvegis, - þó vitanlega geti geðrænar raskanir eða einkenni fylgt þessum sjúkdómum.
Reyndar man ég eftir manni sem lá lengi hjá okkur, alltof lengi, því það var löngu orðið ljóst að maðurinn átti heima á geðdeild en ekki hjá okkur, vegna þess að hann var illa haldinn af þráhyggju, - en það var ekki við það komandi að hann leggðist inn á geðdeild af hálfu konunnar hans. Sem betur fór tókst börnunum þeirra að lokum að telja hana á að leyfa að hann væri færður á deild þar sem hægt var að gera eitthvað raunhæfara fyrir hann en það sem við vorum fær um, - þá batnaði honum líka fljótlega, fréttum við.
Takk allar fyrir innlitið.
Greta Björg Úlfsdóttir, 14.12.2008 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.