8.3.2009
Elsku bloggvinir
Þessi meðferð sem ég er í sýnir sig að vera meira töff en haldið var til að byrja með að hún yrði. Við myndatöku fyrir hálfum mánuði kom í ljós að allan tímann frá því að ég byrjaði í meðferðinni eru búin að vera tvö lítil æxli í lifrinni minni, sem sjást á eldri myndum, á nýjustu myndinni hafa þau afmarkast svo þau greindust loksins, en þau hafa ekki stækkað á henni frá því á þeim eldri.
Sprautulyfið virkar ekki á þessi æxli, svo nú er ég komin á tvöfalda meðferð, pillur og sprautur, takk fyrir. Í dag er ég búin að vera ansi lasin, flökurt og með svima, svo bætist við að sjónin er í klessu, ég geng hér um með sjóriðu alla daga, misslæmt, stundum skárra stundum verra. Jæja, mér líður ekki vel í dag, ég ætla ekki að skrifa meira núna, en það er léttir að setjast við tövuna og skrifa þetta, þó svo það sé með lepp fyrir öðru auga til að halda haus.
Elsku vinir, ég þigg alla orku og góða strauma til þess að komast í gegnum þessa þraut.
Guð blessi ykkur öll.
Myndin hér fyrir ofan er af mér og stóru systrum mínum. Erum við ekki sætar?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:46 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
336 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús og allir mínir góðu straumar til þín Greta mín
Ragnheiður , 8.3.2009 kl. 16:51
Gangi þér allt í haginn og góðan bata Gréta mín. Allir góðir vættir fylgi þér.
Rut Sumarliðadóttir, 8.3.2009 kl. 18:49
Gangi þér æðislega vel elsku Gréta mín. Ég veit að þetta er erfitt elsku vinkona. En við verðum að reyna að vera sterk. Ég þekki það að eigin raun. Ég bið fyrir þér elsku Greta mín og ég mun hugsa til þín svo langt sem það nær í framtíðina. Gangi þér rosalega vel elsku vinkona. Þú ert hetja elsku Greta mín.
Gangi þér allt í haginn vinur og Guð gefi þér alla sína strauma til að sigrast á veikindum þínum.
Með bestu kveðju.
Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 19:59
Elsku Greta, sendi þér góða strauma og Ljós
Falleg mynd af ykkur sætu systrum. Alltaf einhver sérstakur sjarmi yfir þessum stóru slaufum
Ragnhildur Jónsdóttir, 8.3.2009 kl. 21:08
Sendi þér ljós og kærleika Gréta mín megi allir góðir vættir vaka með þér og vernda. Megir þú ná heilsunni þinni fljótt og vel mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2009 kl. 10:33
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 20:20
Sendi þér allra bestu kveðjur héðan úr Borgarnesinu. Gangi þér sem allra allra best með þetta allt saman!
Stefán Gíslason, 10.3.2009 kl. 23:15
Gangi þér allt í haginn.
Magnús Sigurðsson, 11.3.2009 kl. 11:08
Sendi þér bestu kveðjur og góða strauma.
Elías.
www.malla.is
Elías Stefáns., 11.3.2009 kl. 15:15
Kæra Greta! Ég skal senda þér alla þá strauma sem ég hef yfir að þúa og get sent. Ég hvet þig líka til jákvæni þó á móti blási, þú veist hvað það er mikilvægt. Notaðu hugleiðslu og self-affirmation og orkuflutning úr eternum í þig! (N'u hjóma ég eins og vúdú kona fra Zanzibar) Gangi þér vel, elsku kona!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.3.2009 kl. 22:23
Vona að þú náir fljótt heilsu aftur. Ég talaði sem oftar við Villa á Hnausum um daginn. Hann bað mig fyrir kveðjur til þín.
Pjetur Hafstein Lárusson, 12.3.2009 kl. 06:24
Sendi þér og þínum alla þá orku og strauma sem ég get gefið. Gangi þér vel
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.3.2009 kl. 08:58
Kæru bloggvinir, takk fyrir allar kveðjurnar og góðu óskirnar.
Nú set ég inn nýja færslu um framhaldið.
Greta Björg Úlfsdóttir, 12.3.2009 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.