Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Sætukroppur

2300-8254~Baby-in-Roses-Posters

 

Jæja, eitthvað er að verða minna úr bloggfríinu mínu en áætlað var, það er svo gaman að kíkja hér á bloggin og bulla eitthvað. En nú ætla ég að drífa mig í háttinn, lesa eitthvað smá og reyna svo að sofna í hausinn á mér. Set hér inn voða sæta mynd og hugsa til Röggu (Ragnheiðar) sem bíður spennt þessa dagana og nætur líka undanfarið (en vonandi ekki nótt eftir miðann frá lækninum) eftir nýju barnabarni.

Góða nótt, krúsidúllur Heart


Ha, ha...

prakkarinnÉg sé að ég fór nokkuð nærri um raunverulegt útlit mannsins sem duldist bak við fyrri mynd prakkarans, klikkið á stærri myndina til að sjá hvað ég á við:

Tounge

P.s. Ég er nú bara að prakkarast... Whistling

En ætla að opna aftur tvær eldri "móðgelsisfærslur" sem ég var annars búin að loka, fyrir forvitna bloggvinkonu mína...Cool

Vers af denne verden


Der brænder et lys
i min stue.
Det holder jeg
hånden mod.
Hvor stråler
dets varme venlig.
Hvor føles den
tryg og god.
Hvad blev der af
varmen i verden?
Hvornår skal dens
magt fornys?
Vi går på en jord,
hvor man trænger
til varmen fra
et lys.

- Piet Hein

Gruk

Opskrift på trylleri

Alle tryllerier, der gis',
foregår på denne vis:
Put en hvid kanin i hatten!
Ta' den så igen op a' den.
NB.
Før du laver trylleri, husk og put kaninen i!

~Piet Hein


Boð á sýningu...

Klikkið á rósina og hafið hátalarana á...veljið ykkur tungumál og klikkið svo á "virtual gallery" vinstra megin.

Góða nótt! HaloSleeping


Hið stóra samhengi...shit...nú skeit ég víst á mig...

angel_atf1_urru_paolo_lo

 

Þar sem ég hef verið vænd um baknag og háð samfara analisma í garð sambloggara minna af Höfundi Hins Stóra Samhengis hef ég tekið þá ákvörðun að draga til baka freistingarfærslu mína frá í morgun. Vil ég með því koma í veg fyrir frekari hrökun bloggheima vegna brota minna á óskráðum bannreglum (tabú) þeirra. Devil

Megi friðhelgi ríkja í lendum moggabloggara. Halo

Sný svo aftur í áður boðað bloggfrí.... Sleeping

 


Nei takk!

Í mínum huga er þetta sára einfalt - þarf enga útreikninga: Ef eitthvað sem talið var öruggt (safe) reynist óöruggt(unsafe) þó ekki sé nema í  1 tilviki, þá á auðvitað að hætta að nota það.

Þá er ég auðvitað að tala um rafbyssur.


"Hrökun" íslensku - dæmi tekin úr bloggum um rafbyssur:

"Ég vill ekki sjá þessar helvítis byssur í höndum íslenskra lögreglumanna.....held að þær verði miðsnotaðar of mikið . Ekki gott að skjóta fólk sem er veikt fyrir hjartað eða eithvað svoleiðis þá draga þessar byssur þá til dauða mjög fljótt"

= Er í lagi að misnota, ef það er ekki of mikið? Hvað er að miðsnota, er það að nota miðið? Fólk er hvorugkynsorð, það á að segja það fólkið, ekki þeir fólkið=draga þessar byssur það til dauða o.s.frv. Auk þess er yfirleitt talað um að fólk sé veikt fyrir hjarta, það er að segja hjartanu, ekki  hjartað, það er að segja, maður er veikur fyrir einhverju, en ekki eitthvað. Það tekur því varla að rífast lengur út af "ég vill", þar sem flestir segja það núorðið, en auðvitað ætti að standa "ég vil".

 

"Mín skoðun er sú að þessar rafstuðbyssur eigi ekki að vera notaðar, þær eru greinilega stórhættuleg morðvopn."  = Af hverju ekki að segja: Mín skoðun er sú að það eigi ekki að nota þessar byssur - ?

 

Það er betra að geta tjáð sig bærilega á tungumálinu sínu þegar um grafalvarleg mál er að ræða. 

 

*Ég hef ákveðið að taka mér reglulega hlé á bloggfríi til að nöldra út af málfari samlanda minna á moggabloggum. 


mbl.is Lést eftir að hafa verið skotinn með rafmagnsbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband