Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
19.11.2007
Litagleði

![]() |
Litaglaða fæðið er hollara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2007
Næturrómansa
nóttin er flauel
vefur mig örmum
blíðust allra
kemur alltaf aftur til mín
nóttin er fugl
ber mér á vængjum
furður drauma
sem hef gleymt að morgni
Ljóð | Breytt 19.11.2007 kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.11.2007
Bloggfrí
Ég er að spá í að taka mér bloggfrí um óákveðinn tíma og kíkja í staðinn á ýmislegt jólastúss. Hafið það gott á meðan, bloggvinir mínir. Þið getið ef þið viljið skilgreint tillögu Halldórs Baldurssonar að deiluskipulagi fyrir Reykjavíkurborg hér á síðunni þangað til ég kem aftur:
Bloggar | Breytt 19.11.2007 kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.11.2007
Brúður með sorgarslör?
Af hverju var Bónus-og-Hagkaupa-brúðurin með SVART slör þegar hún giftist milljarðaprinsinum? Hingað til hef ég haldið að svarti liturinn táknaði sorg í okkar heimshluta. Ég varð eiginlega alveg forviða að sjá þetta í fréttunum, ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum og fannst þetta alveg stórfurðulegt, en ég er líka bara venjulegur íslenskur fjölyrki.
Annars finnst mér nú dálítið snemmt að útnefna þetta brúðkaup aldarinnar, þar sem það eru nú aðeins liðin tæplega sjö ár af öldinni. Ætli það verði nú ekki búið að toppa þetta brúðkaup fyrir næstu aldamót?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.11.2007
Saumakonan
Uppi í háu húsi... er gamla bloggið mitt á Blogger. Svona er þetta blessaða saumakonu-nafn til komið, á bloggum konu sem aldrei saumar (nánast): Nafnið var sem sé skírskotun í vísnaleikinn "ein ég sit og sauma, inni í litlu húsi" og bloggið hét í upphafi "inni í litlu húsi" (áður en það breytti um útlit og saumakonan gerðist vitavörður), tilvísun í að "enginn kemur að sjá mig, nema litla músin".
Ef við förum enn lengra aftur þá byrjaði ég að blogga á ensku á Blogger og kallaði mig þá "the millenium mouse", eða þúsaldarmúsina....þaðan kom sko nefnilega litla músin að sjá saumakonuna...svona er nú minn húmor...
Já, ég var víst eitthvað svolítið einmana í sálinni þegar ég byrjaði saumkonu-bloggið, fannst að minnsta kosti fáir kíkja við. Ýmislegt hefur breyst síðan, en ég verð nú víst áfram nokkuð sérvitur og hlédrægur einfari, þó þeir sem mig þekkja viti að ég get alveg sýnt af mér kæti í góðra vina hópi, ef svo ber undir.
Að sumu leyti býður Blogger upp á möguleika sem eru þægilegri og léttari í vöfum en þeir sem hér bjóðast, en þar er náttúrulega ekki fyrir að fara því sérstaka samfélagi bloggara sem hér er að finna. Þess vegna er ég nú flutt hingað á moggabloggið......þó hér geti reyndar líka verið dálítið einmanalegt, þegar fáir nenna að kommenta, þó maður skrifi hverja færsluna eftir aðra...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2007
Góður Dagur og Flott Stelpa
Í þessari frétt er rætt við alveg stórkostlega efnilega unga stúlku, Önnu Sigurrós, nemanda í 7. bekk í Langholtsskóla. Það er sko ekki verið að tvínóna við hlutina á þeim bæ, heldur drifið í þeim og talað við rétta aðila. "Ég kom heim, - brjáluð - , og sagði mömmu að ég þyrfti að hringja - í borgarstjórann - og Morgunblaðið". Þetta kalla ég mjög jákvæða brjálsemi! Kannski verður þessi "brjálaða" unga kona einhvern tíma borgarstjóri í Reykjavík?
"Svo vildi til" (orð blaðamanns) að nýjar tillögur að skólalóð við Langholtsskóla voru ræddar á fundi borgarráðs þennan morgun - og svo mætti Dagur á lakkskónum, með sæta og skilningsríka læknabrosið á sínum stað, í fylgd myndatökumanna, að skoða aðstæður og ræða við stelpurnar - Gaman hjá krökkunum - og eins og einhver sagði, geðveikt PR-móment - og allir ánægðir.
![]() |
Nemendur Langholtsskóla fá loks skólalóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007
Prag - 12-15. nóvember, 2007
Veðrið lék ekki beinlínis við okkur ferðalangana, hitinn hékk rétt yfir frostmarkinu. Fyrri kynnisferðin sem ég fór í, gönguferð um gamla bæinn, var farin í rigningu, og í síðari göngferðinni fengum við slyddu! Hér koma nokkrar myndir, ég tók þær ekki margar, þar sem það var ekki freistandi að vera með myndavélina á lofti vegna rigningarinnar og eins hafði maður nóg með að halda á sér hita .
Gönguferð um gamla bæinn 13. nóvember:
Þjóðminjasafnið í Prag, við enda Wenceslastorgs.
Fyrir framan safnið stendur stytta af heilögum Wenceslas, verndardýrlingi tékkneska ríkisins. Frá henni var lagt upp í gönguferðirnar.
Okkar frábæri fararstjóri, Pavel Manasek, fyrrverandi organisti í Háteigskirkju í Reykjavík. Eins og öðrum var honum frekar kalt, en hann lét það ekki aftra sér frá að fræða okkur um borgina og sögu og menningu þjóðar sinnar, trú, listir og stjórnmál, á ágætri íslensku.
Kærkomið stopp á veitingastað
Við minnismerki um Jan Palach
Komin að Karlsbrú
Myndir teknar út um glugga Þjóðminjasafnsins að morgni 14. nóvember:
Þessa byggingu reisti kommúnistastjórnin (sem sjá má af stílnum) og hafði þar sitt aðsetur. Hún hýsir nú Útvarpsstöð Frjálsrar Evrópu (Radio Free Europe), sem teljast verður vel við eigandi. Hægra megin sést í nútíma óperuhús.
Horft niður Wenceslastorg.
Gönguferð um kastalahverfið 14. nóvember, í slyddu og kulda:
Lítið tekið af myndum - -
Stytta af Tomas Masaryk, fyrsta forseta lýðveldisins Tékkóslóvakíu.
Lífvörður forsetans
Um kvöldið fór ég í Þjóðleikhúsið í Prag og sá Ballettinn Onegin eftir John Cranko, eftir skáldsögu (in verse) Pushkins og við tónlist eftir Tchaikovsky.
Tilkomumikið hús og glæsileg sýning.
Og mér var hlýtt!
15. nóvember
Út um glugga á 8. hæð á Hótel ILF. Farið að létta til, en líka að kólna að sama skapi .
Gott að fara heim! En gaman væri að koma aftur til Prag, til dæmis í vor...
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2007
Forty Shades of Green
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
-
Valgerður Sigurðardóttir
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Brattur
-
Brynja skordal
-
Brynjar Jóhannsson
-
Calvín
-
Dunni
-
Egill Bjarnason
-
Egill Jóhannsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Elías Stefáns.
-
Gestur Guðjónsson
-
Gullvagninn
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Guðjón H Finnbogason
-
Guðmundur Helgi Helgason
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Haraldur Bjarnason
-
Heidi Strand
-
Heiða B. Heiðars
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Húmoristaflokkurinn
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur
-
Isis
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jonni
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Júdas
-
Júlíus Valsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kolbrún Hilmars
-
Kristján G. Arngrímsson
-
Kári Harðarson
-
Linda
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Orgar
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Ragnar Geir Brynjólfsson
-
Ragnheiður
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Rut Sumarliðadóttir
-
Salmann Tamimi
-
Sema Erla Serdar
-
Signý
-
Sigurður Sigurðsson
-
Steinar Immanúel Sörensson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Ólafsson
-
SM
-
Thelma Ásdísardóttir
-
Toshiki Toma
-
Vefritid
-
Viggó H. Viggósson
-
Villi Asgeirsson
-
Yousef Ingi Tamimi
-
hreinsamviska
-
molta
-
Ágúst Hjörtur
-
Ár & síð
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Þorleifur Ágústsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórdís Katla
Myndaalbúm
265 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar