Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Til vina minna í dag

rainbow_2-1Yfir haldi höndum þér

himintjalda faðir.

Gæfan aldrei glatist þér

gegnum aldaraðir. 

 

Þetta er vísa eftir Guðrúnu Pálsdóttur, skáldu, f. 1818, frænku mína að langfeðratali.

Vil ég senda öllum bloggvinum mínum kveðjur og óskir um góða heilsu með þessari fallegu vísu hennar. 


Afmælisbarn

Bara að gamni mínu:

Myndir teknar 15. mars, 1986, af afmælisbarni með vinum sínum og kennara í skólastofunni þeirra í International School Moshi, Tanzaníu.

Gaman saman...Úlfur og vinir (Úlfur er sá berfætti á báðum myndum)...

Úlfur&Co.

...fleiri vinir...

Úlfur&Co.

...og með kennaranum (sem ég er því miður búin að gleyma hvað heitir).

Úlfur og kennarinn í ISM

ISM á Wikipediu 


Móðir Teresa

motherHvernig er hægt að efast um að kona eins og móðir Teresa hafi verið einlæg í trú sinni og verkum?

Hún horfði upp á þær mestu hörmungar og þá dýpstu neyð sem finnast meðal mannkyns. Engan skal undra að oft hafi hún efast og verið við það að bugast við það sem hún fékk að reyna í sínu starfi.

Hvað tók hún þá til bragðs? Hún bað einfaldlega aðra  trúaða um að biðja fyrir sér, og leitaði þannig  í sameiginlegan kærleikssjóð trúaðra manna.

Það er ekki von að vantrúaðir geti skilið hin mjög persónulegu bréf hennar sem rætt er um í myndbandinu sem ég  tengi á hér fyrir neðan, því slíka trú og þvílíkan styrk skilja þeir einfaldlega ekki.

Myndband:
Christopher Hitchens & "Crazy" Bill Donohue on Mother Teresa

Aths. kl. 11:47, 8. des. Ég tók út orðið "kristinna" í trúaðra (kristinna) manna, því auðvitað er slíkur sjóður sameiginlegur öllu kærleiksríku fólki. Var víst að hugsa um að móðir Teresa var kaþólsk þegar ég skrifaði þetta. Ég er heldur ekki að segja með þeirri setningu að þeir sem ekki eru trúaðir geti ekki verið kærleiksríkir, heldur tel ég aðeins að þeir sem eru trúaðir hafi fundið kærleika sínum greiðfæra leið að þeim sjóði sem ég tala um, í gegnum trúna.  Vitanlega bað hún ekki vantrúaða um að biðja fyrir sér, þar sem þeir trúa ekki, og í dag leitast sumir þeirra við að kasta rýrð á þá mynd sem heimurinn hefur af henni, í krafti þess að í einkabréfum, sem birt hafa verið að henni látinni (og hún hefur örugglega ekki ætlast til að yrðu lesin af almenningi) efast hún um trú sína. Líka bætti ég við "og verkum" aftan við "trú sinni" í fyrstu setningunni, því ég tel verk hennar sanna staðfastan vilja hennar til að starfa samkvæmt því sem trú hennar boðar, þó hún hafi á stundum efast um búðguma sinn, Jesú Krist. Minni um það á það sem haft er eftir henni á myndbandinu að hún hafi svarað bandarískum blaðamanni í gamansemi, aðspurð um hjónaband, sem sé: - að hún sé í erfiðu hjónabandi.

9.des. kl. 22: Tók út orðið "sann" í "sanntrúaðra", vegna þess að ég komst að raun um að það bauð upp á að ég yrði misskilin og það herfilega, þar sem mér virðist fólk ef til vill leggja mjög mismundandi merkingu í það. Eftir stendur orðið "trúaðra". 


Trúboð - Vísindakirkja

Var að velta því fyrir mér:

1. Er hægt að kalla það trúboð að boða trúleysi? Verður ekki að kalla það trúleysisboð eða vantrúarboð?

2. Í fréttum áðan heyrði ég að Þjóðverjar hygðust banna Vísindakirkjuna þar í landi á þeim grundvelli að starfsemi hennar bryti á bága við stjórnarskrá landsins.

Væri okkur Íslendingum stætt á því að banna slíka kirkju, vegna þess ákvæðis í stjórnarskrá okkar sem gerir Þjóðkirkju hærra undir höfði en öðrum trúfélögum? Ég held að í það minnsta yrði þetta ákvæði  ekki til að styrkja stöðu okkar, kæmist íslenska ríkið í þá erfiðu aðstöðu að standa frammi fyrir áþekkri ákvörðun. Á þessa hættu hefur bloggvinkona mín Anna bent hér í athugasemdum, - en hún þekkir vel til í Balkanlöndunum og gerir sér þess vegna ef til vill betur grein fyrir henni heldur en við hin, af ástæðum sem ætti að vera óþarfi að telja upp. 


Speki

mark_twain

 

 

"You can't depend on your judgment when your imagination is out of focus"

- Mark Twain


Lok, lok og læs

Fyrir skömmu varð hræðilegt banaslys þegar ekið var á lítinn dreng við mikla umferðargötu. Það vita allir sem fylgjast með fréttum hvaða slys ég á við - ætla ekki að vera með málalengingar um það.

Nú veit ég ekkert um nánari kringumstæður í þessu ákveðna slysi, en það rifjaðist upp fyrir mér, við að heyra um þetta, að þegar ég bjó í Bretlandi fyrir mörgum árum síðan birtust í sjónvarpinu (BBC og ITV) auglýsingar (man ekki frá hvaða samtökum) sem var beint til fjölskyldna ungra barna sem bjuggum við miklar umferðargötur. Þessar auglýsingar brýndu fyrir fólki að gæta þess að hafa útidyr ALLTAF lokaðar og læstar, svo ekki væri hætta á að börnin færu út án þess að foreldrarnir (eða aðrir sem gættu þeirra) yrðu þess vör.

Ég veit að þetta er mjög viðkvæmt mál, en kannski væri í lagi að birta svipaðar auglýsingar í fjölmiðlum hér á landi? 

 


Að hlæja

 laugh-and-the-world-laugh-with-you-travel-26392

Sá þetta spakmæli hjá Sylvíu kókosbollu og bloggvinkonu:

 

''Keep me away from the wisdom which does not cry, the philosophy which does not laugh and the greatness which does not bow before children.''

- Kahlil Gibran

 


Viðvörun

Ég sá þessa viðvörun á bloggi bloggvinkonur minnar og ákvað að setja hana hérna líka:

Ég fékk þessa viðvörun í pósti í morgun.W00tHalló öll sömul.....
 
Ég var beðin um að vara ykkur við sprittkertum sem fást í Bónus.  Þau eru seld 50 í poka og er gul lína yfir miðjum glærum pokanum.  Samstarfskona mín var nánast búin að kveikja í húsinu sínu s.l. sunnudag vegna þessara kerta.  Það kviknar í vaxinu og bál myndast.  Hún fór með kertin í Bónus og þeir eru að skoða málið en hafa ekki tekið þau úr sölu, en telja að það sé jafnvel einhver olía í vaxinu.  Það sem bjargaði henni frá eldsvoða var að hún er ekki með gardínur í glugganum þar sem kertin voru og logaði glugginn þegar hún kom að þeim.
 
MUNA ALLTAF AÐ PASSA SIG Á KERTUNUM
 
Með bestu kveðju, 


Einlæg umræða

naflakusk_juni07-1Óskýr framsetning og hugtakaruglingur er það sem er mestur dragbítur á einlæga umræðu í þessu landi.

Næst þessu tvennu kemur hvimleið tilhneiging til naflaskoðunar og það að  reyna síðan að nýta sér þá naflaló sem kann að koma í leitirnar við skoðunina sem barefli á andstæðinginn. - Svo sem allir hljóta að sjá eru slík barefli mun  léttvægari við úrlausnir á fyrirliggjandi verkefnum en það að koma að málum með opnu, fordómalausu en gagnrýnu hugarfari. 

Gildir þetta tvennt oft um báða aðila jafnt og er þá illt í efni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband