Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
14.12.2007
Evangelískur
Hin evangelísk-lútherska kirkjudeild er samkvæmt lögum Þjóðkirkja Íslands (eins og flestum er væntanlega kunnugt) eða þjóðkirkjan, eins og stendur í lógói hennar, og lýsir miklu sjálfstrausti hennar sem slíkri. Hún á aðild að Lútherska Alheims Kirkjusambandinu (Lutheran World Federation)
Hvað merkir orðið "evangelískur"?
Sú merking sem ég legg í orðið er sú, að það að vera evangelískur sé að vera biðjandi, boðandi og þjónandi. Þessa merkingu legg ég í það út frá því að þjóðkirkjan hefur þessi orð í "lógói" sínu. Annars hef ég oft velt þessu orði fyrir mér og hver muni vera hin dýpsta merking þess.
Gott þætti mér ef einhver guðfræðimenntaður maður eða kona vildi taka að sér að útskýra þetta orð betur fyrir mér.
Ég hef reynt að grafast fyrir á alnetinu um fyllri skýringu á því hvaða skilning beri að leggja í það, en þar sem það lesefni sem ég hef fundið á alnetinu er allt á ensku dugir mér það tæpast, þar sem mér skilst að enskumælandi þjóðir leggi svolítið aðra merkingu í orðið "evangelical" en við eyjarskeggjar og nábúar okkar á meginlandinu.
...Það stendur ekkert um það, í umræddu lógói að minnsta kosti, að kirkjan eigi að vera fræðandi...(?)
*Hjálp, gott orð í staðinn fyrir orðskrípið LOGO !
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.12.2007
Tvíburarnir - barnasaga
Einu sinni voru tvíburasystkin sem bjuggu í stóru húsi með mömmu sinni. Þessir tveir krakkar voru mjög ólíkir, þó þeir væru tvíburar.
Malli var alltaf mjög prúður og stilltur og gerði alltaf allt eins og skot sem mamma hans bað hann um. Hann þvoði upp, bakaði, eldaði og tók alltaf til í herberginu sínu, svo unun var á að horfa. Hann mætti líka alltaf í skólann hreinn og strokinn, þuldi námsefnið utan að og kunni algebru upp á sína tíu fingur, ef ekki meir. Hann vissi að mömmu hans þótti mjög vænt um hann og gladdist yfir því hve allt gekk vel og snurðulaust hjá honum.
En, æ, - þegar kom að Möggu var allt annað uppi á tengingum. Aldrei lagaði hún til í herberginu sínu. Hún hoppaði og skoppaði, skellti hurðum og hafði hátt og fór í mesta lagi út með ruslið fyrir mömmu sína. Þó henni gengi sæmilega í skólanum kunni hún aldrei námsefnið eins og til var ætlast og spurði um allt mögulegt sem ekki er ætlast til að börn hafi hugmynd um. Mætingin var ekki upp á marga fiska. Alltaf var Magga einhvers staðar úti við, að skoða mannlífið og náttúruna. Ef hún var ekki að grufla yfir einhverju sem henni fannst merkilegt, þá var hún örugglega að gera af sér einhver skammarstrik. Svo kom hún heim seint og um síðir, skítug og rifin. Mömmu hennar þótti undur vænt um hana og hafði oft þungar áhyggjur af henni þegar hún var á þessum flækingi, en ekki var á Möggu að sjá að hún tæki neitt eftir því hvað mömmu hennar leið illa.
En eitt laugardagskvöld kom Magga ekki heim! Mikið var mamma hennar hrædd, þeim mun hræddari sem lengra leið á kvöldið. Dyggðablóðið Malli tók utan um mömmu sína og reyndi að hugga hana, en hún grét bara ennþá meira. Þegar komið var fram yfir miðnætti hringdi mamma í lögregluna og hún kallaði björgunarsveitirnar út til að leita. Umfangsmikil leit var sett af stað, allir sem vettlingi gátu valdið leituðu stelpunnar.
Það var ekki fyrr en síðdegis næsta dag sem Magga fannst, þegar búið var að fínkemba svæðið. Henni hafði einhvern veginn tekist að smeygja sér inn á afgirt byggingarsvæði og dottið þar ofan í djúpan húsgrunn sem búið var að grafa. Hún var ómeidd, en búin að hrópa sig hása. Enginn hafði heyrt til hennar fyrr, því þetta var frídagur og ekki verið að vinna á svæðinu.
Þegar bíllinn ók upp að húsinu hljóp mamma út, faðmaði stelpuna sína að sér, kyssti hana í bak og fyrir og grét af gleði. Magga var ósköp aumingjaleg. Hún vissi upp á sig skömmina. Vegna glannaskapar hennar hafði fullt af fólki vakað og leitað alla nóttina og næsta dag.
"Æ, mamma, mér finnst þetta svo leiðinlegt" sagði hún með tárin í augunum og grátstafinn í kverkunum. Mamma svaraði: "Þetta er allt í lagi, Magga mín, ég er svo glöð að fá þig aftur heim, heila á húfi. - Nú skulum við gleyma þessu. Við skulum hafa það gott saman, leigja okkur mynd og poppa og hafa það notalegt í sófanum í allt kvöld".
Malli hlustaði á þessi orðaskipti, þungur á brún. Loksins hvíslaði hann að mömmu sinni: "En mamma, ætlarðu ekki að skamma hana fyrir óþekktina? Búið að kalla út björgunarsveitina og allt. - Þú ert búin að kyssa hana og kreista, en ég hef ekkert knús fengið fyrir að hugga þig í nótt."
Þá sagði mamma: "Malli minn, þú ert búinn að vera hjá mér allan tímann, svona góður og hjálpsamur. En ég hélt að við værum búin að missa hana Möggu, þess vegna dettur mér ekki í hug að skamma hana núna þegar hún er komin aftur til okkar. - Og nú skulum við öll skemmta okkur ærlega saman í kvöld."
Bloggar | Breytt 14.12.2007 kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2007
Gjöf
Ég veit ekki hvort þú hefur
huga þinn við það fest,
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlegt hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði
sakleysi fegurð og yl.
Úlfur Ragnarsson
Ljóð | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2007
Svona...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007
Kristni
Vinkona mín sagði:
"Ég aðhyllist það, að hver maður leiti sannleikans fyrir sjálfan sig. Það er innbyggt í okkur að ef við gerum öðrum gott, þá líður okkur vel, ef við aftur á móti gerum öðrum illt líður okkur illa, þar þarf ekkert innprentað siðgæði. Við vitum þetta án þess beinlínis að okkur hafi verið sagt það. Það er innbyggt í okkar innsta kjarna. "
Þetta, að hið góða væri innbyggt í okkur, tel ég að Kristur hafi líka vitað, eins vel og hún. En einnig grunar mig að honum hafi fundist of djúpt inn að þeim innsta kjarna hjá mörgum. Þess vegna vildi hann kenna fólki aðferð til að leita hans. Þess vegna minnti hann samtímafólk sitt á þetta sama og vinkona mín segir í sínum texta: "Það sem þið viljið að aðrir geri ykkur, það skuluð þið einnig gera þeim". Hann taldi þess þörf vegna þess að einhverjir voru búnir að gleyma þessu (enda ekki aldir upp í þjóðkirkjunni! ). Munum að kristni var ekki nefnd því nafni fyrr en löngu eftir daga hans. Kristur sagði einfaldlega: "Ég gef ykkur nýjan boðskap".
Við mótun boðskaparins byggði Kristur, vegna uppeldis síns og uppruna, á ýmsum kennisetningum þeirrar trúar sem hann ólst upp í. Þó eru margar sagnir til um að hann hafi leitað víðar fanga og sótt sér þekkingu um trú fjarlægra þjóða langa vegu. Sá tími sem hann tók sér til þess hefur verið nefndur "týndu árin" í ævi hans.
Þessu til viðbótar er ég 100% viss um að "mátturinn" stóð 100% með honum, jafnvel, og ekki síst, á ögurstundu.
- Eða myrkvaðist ekki himininn á miðjum degi á þeirri stundu, samkæmt frásögn Nýja Testamentisins? Var það kannski aðeins tilviljun að sólmyrkva bar upp á krossfestingardaginn, á sama hátt og sjá mátti skæra stjörnu á himni við fæðingu hans?
Þessar fyrrnefndu hræringar himintungla hafa stjarnfræðingar reynt að kanna, en ber ekki saman um, um hvaða fyrirbrigði geti hafa verið að ræða í himingeimnum, eða hvort aðeins beri að líta á Betlehemsstjörnuna sem fallega helgisögn. Ekki hef ég fundið staðfestingu sólmyrkvans eða efni þar að lútandi, kannski finn ég eitthvað um það seinna.
Það að við getum ekki sannað sannleiksgildi þessara frásagna út frá himintunglum eða fornfræðrannsóknum breytir samt engu um sjálfan boðskap Krists - hann mun alltaf standa fyrir sínu í siðmenningu okkar.
Á sama hátt stendur þessi boðskapur ætíð með okkur öllum, ef við viljum vita af því, og líka án þess.
"Því þó að þú gleymir Guði, þá gleymir Guð ekki þér" - Megas.
Trúmál og siðferði | Breytt 14.12.2007 kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.12.2007
Fordómar
Manni einum brá við að heyra orð konu, þegar hún talaði um að hún muni taka sinn eigin son úr kristinfræðikennslu.
Hann spurði: "Hvað gerist í hugum þeirra sem tala svona? Hversu lágt er hægt að sökkva?"
Mig langaði til að hrópa á manninn að það væri hægt að sökkva miklum mun dýpra, (ef á annað borð er hægt að kalla það að hafna kristniboðsfræðslu að sökkva djúpt, sem er ekki mitt álit).
Til dæmis er hægt að sökkva svo djúpt að geta með einni setningu sýnt samborgara sínum hyldjúpa fyrirlitningu.
Hvað gerist í hugum manna sem tala svona?
Slíkur er máttur vanþekkingarinnar og fordómanna. Það eina sem finna má mönnum til málsbóta fyrir þetta tvennt er það sem stendur í teiknimyndatextanum hér að ofan. "Þú ert fáfróður, en þú bregst að minnsta kosti við því". Vonandi bregðast þó ekki margir við fáfræði sinni með því að henda einfaldlega bókinni frá sér.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
12.12.2007
Litlu jólin
Ég held satt að segja, í einfeldni minni, að það hljóti að vera hægt að fara bil beggja í efninu "Jólahátíð í leikskóla".
Það má koma til móts við þá sem ekki vilja leikrit um Jesúbarnið í leik-skólastofum, og þá sem vilja að andi þess sama barns fái að svífa þar yfir vötnum í formi gleði, kærleika og umburðarlyndis.
Ég leyfi mér að álíta að sunnudagaskólar kirkjanna séu fullfærir um að sinna leiklistargyðjunni í þessu tilliti á aðventunni og að ekki þurfi að taka dýrmætan tíma frá öðru skólastarfi til þess.
(Þetta tel ég að eigi líka við á eldri stigum grunnskólans. Í þessu sambandi þarf samt að huga að starfi barnakóranna frábæru sem starfa þar, hvort þeir eigi ekki áfram að æfa jólasálma, en það er önnur spurning. Trúlaus börn í barnakór yrðu þar þá útundan sýnist mér, því miður.)
Held varla að það geti talist innræting, og að trúleysingjar séu það hörundsárir að þeir gætu ekki umborið að blessuð börnin fengju að syngja "Bjart er yfir Betlehem", "Heims um ból" eða "Í Betlehem er barn oss fætt" á einhverjum tímapunkti; þeirra börn þyrftu ekki að taka undir, og gætu það mjög sennilega heldur ekki, þar sem þeim hafa að öllum líkindum ekki verið kenndir textarnir heima hjá sér, og bannað væri að kenna þeim þá. Það væri náttúrlega hægt að láta sér sárna slíkt, en ég held að jafnvel komi þær stundir í lífi barna kristinna foreldra að þau verði að læra að láta eitthvað á móti sér og sýna náunganum umburðarlyndi.
Kristnir og trúlausir ættu líka að geta orðið á eitt sáttir um heimsókn jólasveinsins, þó hann sé ef út í það er farið bara skröksaga (vonandi lesa þetta engin börn!), sem hvorugur hópurinn leggur trúnað á, að minnsta kosti ekki nema einstaka góðhjörtuð sál. Að minnsta kosti hef ég aldrei trúað því að hann væri til, og þótti hann meira að segja heimskulegur og ekkert skemmtilegur á jólaböllunum.
Samt má auðvitað efast um að jólasveininn geti verið einskonar sameiningartákn kristinna og trúlausra. Þar hafði ég nefnilega í huga hinn svokallaða Coca-Cola jólasvein, að bandarískri fyrirmynd, en auðvitað er reyndin sú að hann er í grunnin kristinn eins og sjá má í tenglunum sem ég ætla að setja hér inn á eftir. Þá er komið að íslensku jólasveinunum, en eru þeir ekki heiðnir og þar með e.t.v. óásættanlegir líka? Svei mér þá alla daga, það er erfitt að ætla að vera fullkomlega (trú)hlutlaus!
Fyrirmyndin að Santa Claus er heilagur Nikulás, biskup í Mýru, sem í dag telst til Tyrklands.
Það er gaman að pæla í þessu. Auðvitað er það til dæmis ekki neinn sér-kristinn siður að fólk gefi hverju öðru gjafir af ýmsum tilefnum, þó það nú væri! Mér finnst frábært ef trúleysingjar geta gefið samþykki sitt fyrir jólatré á grundvelli þess að það sé forn, heiðinn siður, húrra! Meira að segja má alveg hafa engil á toppnum, þar sem til eru sagnir um engla löngu fyrir kristni. (En...nei annars,ætli þeir teljist ekki til hindurvitna? Eins og jólasvein/inn/arnir, ef út í það er farið .)..O.s.frv.
Kannski verður þessi úlfúð um litlu jólin til þess að landsmenn taki almennt að grúska í uppruna jólasiða ? - það væri bara gott mál. Til dæmis má lesa sitthvað um forna siði er tengja má nútíma jólahaldi HÉR (13.des. Ath.: Ég skipti um tengil þegar ég komst að því að sá sem ég setti hér inn fyrst var á gyðinglega síðu sem inniheldur svæsinn and-kristilegan áróður! Það hefur sennilega hlakkað í einhverjum trúleysingjum hafi þeir slysast til að opna hann hér!)
Ég held að það verði seint komist fram hjá siðum sem koma frá kristnum um jól, þó vissulega megi deila um hvort fæðing Jesú sem slík, eða þýðing hennar fyrir heiminn, sé fólki almennt ofarlega í huga á þeim tíma eða ekki.
Er ekki trúleysingjum einfaldlega hollast að forðast hreinstefnu (púritanisma) í málefninu Litlu jólin??? Þetta er spurning/tillaga, ekki ásökun!
Munum að bráðum koma blessuð jólin og börnin eru farin að hlakka til. - Gefum þeim friðsöm jól!
Mín skoðun er sú að eina leiðin til að ná samkomulagi sé að finna skynsamlegar málamiðlanir - og láta síðan gilda þá reglu - að tala og þegja síðan - þangað til um næstu jól - í nafni kærleika og friðar - svo jólunum verði ekki spillt fyrir börnunum, því það held ég ekki að neinn vilji.
Gefum börnunum gleðileg litlu jól!
Trúmál og siðferði | Breytt 13.12.2007 kl. 02:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
12.12.2007
Að leggja líkn við þraut
Það hefði verið meiri sómi að því að einhver prestur hefði litið inn til gömlu konunnar sem dó ein í Hátúninu, heldur en að prestastéttin sé að vasast inni á skólum og leikskólum landsins. Þeir eiga að láta okkar vel menntuðu (en illa launuðu) kennarastétt um kennsluna og snúa sér að málum þar sem þörfin er brýn, samanber það að manneskja geti legið dáin í viku án þess að hugað sé að henni.
Svo veit ég auðvitað ekki í því ákveðna tilviki, hvort prestsheimsókn hefði verið vel þegin, kannski hataði gamla konan presta? Það er nefnilega ekki samasemmerki á milli þess að vera gamall og trúaður, eins og sumir virðast álíta. En það er hægt að veita kærleiksþjónustu, án þess að boða trú, það er til dæmis gert á sjúkrahúsum landsins, um það get ég fullyrt af eigin raun.
11.12.2007
"How to lie with Statistics"
...er bókartitill sem oft hefur flogið í gegnum huga mér í heitum trúmálaumræðum síðustu daga. Þetta er titill bókar sem fyrrverandi eiginmanni mínum áskotnaðist eitt sinn. Því miður kynnti ég mér ekki efni hennar að neinu leyti. Það hefði þó ef til vill getað komið sér vel að hafa gluggað í hana þegar kemur að því að skoða eitt og annað sem tínt er til í áðurnefndri umræðu.
Wikipedia: How to lie with Statistics
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Bloggvinir
-
Valgerður Sigurðardóttir
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Brattur
-
Brynja skordal
-
Brynjar Jóhannsson
-
Calvín
-
Dunni
-
Egill Bjarnason
-
Egill Jóhannsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Elías Stefáns.
-
Gestur Guðjónsson
-
Gullvagninn
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Guðjón H Finnbogason
-
Guðmundur Helgi Helgason
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Haraldur Bjarnason
-
Heidi Strand
-
Heiða B. Heiðars
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Húmoristaflokkurinn
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur
-
Isis
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jonni
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Júdas
-
Júlíus Valsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kolbrún Hilmars
-
Kristján G. Arngrímsson
-
Kári Harðarson
-
Linda
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Orgar
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Ragnar Geir Brynjólfsson
-
Ragnheiður
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Rut Sumarliðadóttir
-
Salmann Tamimi
-
Sema Erla Serdar
-
Signý
-
Sigurður Sigurðsson
-
Steinar Immanúel Sörensson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Ólafsson
-
SM
-
Thelma Ásdísardóttir
-
Toshiki Toma
-
Vefritid
-
Viggó H. Viggósson
-
Villi Asgeirsson
-
Yousef Ingi Tamimi
-
hreinsamviska
-
molta
-
Ágúst Hjörtur
-
Ár & síð
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Þorleifur Ágústsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórdís Katla
Myndaalbúm
265 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar