Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
6.1.2008
Þrettándinn
Í dag er þrettándi og síðasti dagur jóla, og sá dagur er helgaður vitringunum, eða konungunum þremur, eins og þeir eru kallaðir í enskumælandi löndum, Kaspar, Melkíor og Baltasar, sem færðu Jesúbarninu gersemar; gull, myrru og reykelsi.
Ekki ætla ég að hætta mér út í nánari útlistanir á þeim, enda ekki mjög fróð um þá, en veit þó að þeir hafa orðið tilefni ýmiss konar helgisagna í bókmenntum.
Ég fann ritsmíð um vitringana, eftir sr. Sigurð Ægisson, á Vísindavefnum og set tengil á hana HÉR.
Nú keppast menn við að sprengja jólin út hér í nágrenni við mig og vafalaust loga þrettándabrennur glatt hér og hvar um landið, og álfar og tröll á ferð.
Föðuramma (eða er það orð ekki til í íslensku?) mín, sem var dönsk, hafði alltaf matarboð fyrir fjölskylduna á þrettándanum. Þá var höfð steikt önd í matinn, ef mögulega var hægt að úvega hana, þar sem þetta var fyrir tíma stórmarkaðanna. (Mig minnir samt að einhvern tíma hafi gæs orðið að nægja).
Vegna þessa fjölskylduboðs hefur þessi dagur alveg sérstaka merkingu fyrir mig, þar sem ég minnist alltaf ömmu Grethe á þessum degi.
Þessi sálmur er yfirleitt sunginn í tilefni af þrettándanum: smella hér:
Myndina sem prýðir færsluna fann ég HÉR
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.1.2008
Merkileg tilviljun
Um daginn fann ég á netinu myndband með viðtali við rithöfundinn Kurt Vonnegut, og skellti því hér á bloggið mitt, af því mér fannst hann segja svo margt gott í því. Þá vissi ég ekkert annað um hann en að hann hefði skrifað bækurnar "Sláturhús fimm" (sem hann gaf sjálfur einkunnina A-plús, á sínum eigin einkunnarskala fyrir bækur sínar) og "Guð laun, hr. Rosewater" (sem hann gaf slétt A).
Þegar ég fór síðan, degi seinna, að viða að mér efni í sambandi við skrif mín hér um húmanisma, komst ég að því, mér til óblandinnar ánægju, að Kurt Vonnegut var heiðursforseti American Humanist Association (ASA) til dauðadags, 11. apríl, 2007. Nokkurn heiður tel ég að hljóti að hafi falist í því, þó svo að hann sjálfur hafi kallað þessa stöðu "that totally functionless capacity"!
Í framhaldi af þessu komst ég svo að því að Vonnegut trúði á æðri mátt. - Þannig að nú get ég huggað mig við að þessi frægi rithöfundur var maður sem einhverjir aðrir húmanist viðurkenndu að væri sannur húmanisti, þó hann væri trúaður, - í víðasta skilningi þess orðs, að sjálfsögðu. - Þó svo að meðlimir Siðmenntar myndu sennilega ekki taka hann gildan sem slíkan, samkvæmt þeirra skilgreiningu á nútíma húmanisma. En það er ekki mitt mál (lengur).
- - -
Kærar þakkir fyrir aðstoðina, Kurt, hvar sem þú ert núna!
Ég vona að ég hafi ekki verið að gera það undanfarið sem þú baðst um á teikningunni þinni, sem ég læt fylgja færslunni, að yrði ekki gert...
En kannski léstu brenna þig...
(Prófið að smella á myndina! )
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.1.2008
Æ, æ...
Ég má ekki vera kristin, vegna þess að ég trúi ekki á upprisu holdsins eða eilíf endalok hinna trúlausu.
Ég má ekki vera húmanisti, vegna þess að ég er ekki trúlaus.
Vill ekki einhver segja mér hvort ég megi einhvers staðar vera memm...
Jú, ég veit, í Guðspekifélaginu...og svo er ég líka í fimmtudagsklúbbnum...
Góða nótt! ...þó örugglega séu nú flestir bloggvinir mínir sofnaðir, enda löngu kominn háttatími.
5.1.2008
Húmanisti
Þegar ég las fyrst stefnuskrá samtakanna Siðmenntar, sem kenna sig við húmanisma fannst mér hún hljóma vel og leist vel á.
Síðan hefur komið babb í bátinn. Því samkvæmt upplýsingum sem ég hef lesið síðan leggja húmanistarnir í Siðmennt mun þrengri skilning í orðið "húmanisti" en gert hefur verið hér á landi hingað til.
Flestir hér á landi hugsa fyrst um hugtakið húmanismi þegar þeir heyra eða lesa þetta orð, og álíta að húmanisti sé einfaldlega orð sem sé leitt út frá því hugtaki, það er að segja, sé haft um þann sem aðhyllist húmaníska stefnu og ástundar hana. Sem verður að teljast einföld skýring, glögg og gegnsæ og samkvæm venjulegri málnotkun.
Það sem Siðmenntarfólk er hins vegar fyrst og fremst með í huga þegar það talar um húmanista eru samtök húmanista, manna sem deila sömu hugmyndum um manngildi. Þó þeir viðurkenni að aðrir geti unnið verk í anda húmanismans.
(Hvaðan hugmyndir manna um slík manngildi eru ættaðar skal ég láta ósagt, enda er flóknara viðfangsefni að gera sér grein fyrir því en svo að því verði gerð skil í bloggfærslu á moggablogginu)
Ég tel óhætt að fullyrða að margar hugmyndir innan trúarbragðanna eiga fyllilega samleið með húmanismanum, sem stefnu. Fullyrða má að margir trúaðir einstaklingar telja sér sóma að því að starfa innan mannúðar (humanitarian) samtaka sem byggja starf sitt á hugmyndum húmanisma (ekki húmanistasamtaka), þó starf þeirra (samtakanna) byggi ekki á trúarlegum grunni. Mér er fyrirmunað að sjá að slíkt geti verið annað en vel samrýmanlegt hugmyndum kristins manns um trú sína.
Sennilega kynnu fáir strangtrúaðir vel við sig innan formlegra húmanistasamtaka, samtaka sem starfa sem slík (ekki með það að markmiði að sinna verkefnum í anda húmanisma), og myndu þeir sennilega telja þær hugmyndir sem þar eru viðraðar stangast á við margt í trú sinni. Samtök kristinna húmanista eru þó til. Sennilega eru þeir sem innan þeirra eru ekki taldir sannir húmanistar af þeim sem vilja nota orðið húmanisti aðeins samkvæmt skilgreiningu IHEU, alþjóðasamtaka húmanista.
Margir frjálslyndir trúmenn láta þó slíka skilgreiningu ekki aftra sér frá að starfa innan samtaka húmanista, enda reyna þeir yfirleitt ekki að þvinga trúahugmyndum sínum upp á annað fólk. Má sem dæmi nefna Kurt Vonnegut, rithöfund, sem var meðlimur (og heiðursforseti) American Humanist Association (ASA), sem er meðlimur í IHEU, samt sem áður er margt haft eftir honum sem bendir til að hann hafi trúað á tilvist æðri máttar. Rithöfundurinn Isaac Asimov var um árabil (1985-92) forseti samtakanna. Asimov leit fyrst og fremst á sig sem húmanista. Hann skipti sér ekki af trúarhugmyndum annarra, að öðru leyti en að vara við því að menn blönduðu saman vísindum og hjátrú.
Skilgreining AHA á húmanisma
The AHA's definition from its website: "Humanism is a progressive lifestance that, without supernaturalism, affirms our ability and responsibility to lead ethical lives of personal fulfillment that aspire to the greater good of humanity. - Humanism and Its Aspirations"
Meginskilgreining IHEU á orðinu húmanismi:
"Humanism is a democratic and ethical life stance, which affirms that human beings have the right and responsibility to give meaning and shape to their own lives. It stands for the building of a more humane society through an ethic based on human and other natural values in the spirit of reason and free inquiry through human capabilities. It is not theistic, and it does not accept supernatural views of reality. See also the Amsterdam Declaration."
Skilgreing alþjóðasamtaka húmanista, International Humanist and Ethical Union (IHEU) á húmanisma nær eingöngu til veraldlegra þátta. Hvergi er minnst á trúarbrögð (religion) í þeirri skilgreiningu, aðeins er sagt að húmanismi sé ekki byggður á trúarlegum (theisitic=trú á guð/i) grunni og viðurkenni ekki "yfirnáttúruleg " (supernatural) viðhorf til veruleikans.
Þetta segir mér alls ekki að húmanismi sé trúlaus stefna, eins og stjórnarmaðurinn Svanur Sigurbjörnsson í samtökunum Siðmennt heldur fram. Skilgreining Siðmenntarfólks á því hvað felist í hugtakinu "húmanismi" virðist mér vera mun þrengri en alheimssamtakanna, sem þeir bera þó gjarnan fyrir sig. Þannig virðast þeir alfarið túlka orðin "it is not theistic" sem svo að til þess að geta kallast sannur húmanisti verði einstaklingur að vera trúlaus (athesist).
Eins og ég skil þessi orð þá rúmast innan skilgreiningarinnar fólk af allri trú, þar sem húmanismi byggist alls ekki á trúarlegum grundvelli. Þar með skil ég hana einnig svo að svo framarlega sem fólk boði ekki trú í nafni húmanisma (t.d. innan samtaka húmanista) geti það kallast sannir húmanistar.
Þarna skilur greinilega mikið á milli í skilningi (ath. viðbót 6/1 kl. 1:05 - milli skilnings míns, Siðmenntar og e.t.v. IHEU)
Með þessari þröngu skilgreiningu sinni á skilgreiningu IHEU tel ég Siðmennt, undirfélag þeirra, vera að eigna sér heitið húmanisti.
Þessa þröngu skilgreiningu þeirra get ég alls ekki fallist á.
Vegna þess að: Það að vera húmanisti hefur ekkert með trú að gera.
Maður þarf hvorki að vera kristinn, búddisti, ásatrúar eða trúlaus til að geta verið húmanisti.
Maður er einfaldlega húmanisti með því að vera ófrávíkjanlega trúr hugsjóninni um jafnan rétt allra manna. Skilyrðin eru ekki önnur, til eða frá.
Húmanista má kalla trúlausa í þeim skilningi að þeir boða ekki trú, heldur láta hana algjörlega liggja milli hluta. Húmanistar starfa alfarið á veraldlegum grunni og láta verkin tala. Það er ekki það sama og að vera trúlaus (atheist). Einu húmanistarnir sem gera trú eða trúleysi að skilyrði fyrir því að geta talist húmanisti eru samtök kristilegra og trúlausra húmanista.
Að gamni mínu ætla ég að setja hér grein af vefsíðu IHUE, og athugasemdir við hana, sem sýnir að glögglega að enginn er óskeikull, ekki einu sinni þeir sem skrifa greinar á þessa vefsíðu.
*Athugsemd kl. 01:34:
"Þetta segir mér alls ekki að húmanismi sé trúlaus stefna, eins og stjórnarmaðurinn Svanur Sigurbjörnsson í samtökunum Siðmennt heldur fram."
Ég sé að þarna fór ég fram úr sjálfri mér og ætla hér með að éta ofan í mig þessi orð um að húmanismi sé ekki trúlaus stefna. Því auðvitað er húmanisminn fyrst og fremst trúlaus stefna, í þeim skilningi að sú stefna er algjörlega hlutlaus (ekki atheist) þegar kemur að trúarbrögðum.
Sem þýðir samt ekki endilega það að þeir einstaklingar sem aðhyllast húmanisma verði einnig að vera trúlausir, svo erfitt sem það virðist fyrir trúleysingja að skilja það. Heldur aðeins að trúaðir húmanistar verði að gæta fullkomins hlutleysis þegar kemur að úrlausn vandamála. Sem auðvitað getur, hugsanlega, reynst hinum trúaða erfiðara en hinum vantrúaða, þegar á hólminn er komið.
Og þó ekki, ef hinn trúaði er trúaður á alheimsvísu, eins og þeir mætu menn Einstein, Vonnegut og fleiri gáfumenn. (Og meðlimir úr söfnuði Unitarista komu til dæmis að stofnun ASA.)
Það var auðvitað þetta sem ég átti við þegar ég sagði að húmanismi væri ekki trúlaus (atheist), eða það sama og trúleysi. Rétt eins og húmanismi er ekki það sama og kristni, búddismi, ásatrú, o.s.frv.
Fyrir þá sem halda því fram að íslensk tunga eigi orð yfir allt, þá er þetta sem hér fer á undan glöggt dæmi um að svo er alls ekki, þegar hugtakaruglingur er slíkur að maður lendir í mótsögn við sjálfan sig !
Að lokum:
Í leitinni að setningunni sem ég sá í gær á Wikipediu um að únitaristar hefðu komið að stofnun ASA, eða öðrum heimildum um það, rakst ég á eftirfarandi brandara á síðu um unitarian universalism. Ég stenst ekki mátið að skella honum hér:
A Unitarian Universalist dies, and on the way to the afterlife encounters a fork in the road with two options: "to heaven" and "to a discussion of heaven." Without pausing, the UU heads right to the discussion of heaven.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.1.2008 kl. 03:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
5.1.2008
Ánægjuleg frétt
Hlýjar móttökur í köldu landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2008
Verkfræðingurinn mikli
I do feel that evolution is being controlled by some sort of divine engineer. I can't help thinking that. And this engineer knows exactly what he or she is doing and why, and where evolution is headed. Thats why weve got giraffes and hippopotami and the clap.
- On evolution vs. "intelligent design", interviewed by Jon Stewart, The Daily Show (14 September 2005)
4.1.2008
Uppsögn!
Ég sé að Jón Valur Jensson er búinn að segja mér upp bloggvináttunni. Greinilega er ég ekki nógu grandvör kona til að verða hennar aðnjótandi.
Hvort skyldi mér nú hafa verið vikið burt úr einkaparadís Jóns Vals vegna þess að hann vilji ekki hafa heiðingja á sínum bloggvinalista, þar sem hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að ég sé ekki kristin, ...
"
Jón Valur Jensson, 2.1.2008 kl. 00:44"
( Já, ég ætla rétt að vona að það sé í lagi! )
...eða vegna þess að ég sagði hann, undir lok umræðu á bloggi Sigurðar Þórs Guðjónssonar, nimbus, annan af tveimur mestu kverúlöntum sem ég hef kynnst um mína daga. Ég græt að sjálfsögðu krókódílatárum yfir þessu, sem sjá má, og orna mér í staðinn við sætar kattamyndir á bloggi Sigurðar.
Hér eftir verð ég sem sagt að nálgast blogg JVJ eftir krókaleiðum, vilji ég fræðast um hans tegund af kristindómi, og ætli ég megi ekki gera ráð fyrir að ég hafi einnig verið sett á bannlista hvað varðar athugasemdir? Kannski læt ég á það reyna, kannski ekki.
Friður + ást
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (51)
4.1.2008
Vindhani - eða að svíkja lit
Ég veit ekki hvort Anna B. Mikaelsdóttir beindi því til mín sérstaklega þegar hún skrifaði óviðurkvæmilega athugasemd hjá mér við myndbandið með viðtalinu við Vonnegut. Sé það ekki tilfellið bið ég hana vinsamlegast að gefa mér skýringu á athugasemdinni. Ég vona að hún hafi ekki beint þessu til mín, þar sem ég lít á hana sem kæra bloggvinkonu mína, og að henni sé það vel kunnugt um afstöðu mína og skoðanir, að það ætti ekki að koma henni á óvart að ég gagnrýni trúleysingja jafnt sem kirkjunnar menn.
Ég skil satt að segja alls ekki hvað Önnu gekk til með að skrifa þetta, því ekki hefur mér sýnst hún elsk að harðstjórum, hvorki Bush né Hitler! Anna mín, vinsamlegast komdu með skýringu, og/eða beiðni um að ég taki athugasemdina þína út, þar sem mér finnst hún þér ekki sæmandi. Nema þetta hafi verið meint sem brandari, sem ég (og Vendetta) skildi ekki, og jafnvel þá finnst mér hann smekklaus, svona án allra útskýring (samt alls ekki verulega smekklaus ).
Klukkan 20:30: Fengin er skýring á undarlegri athugasemd Önnu í viðkomandi færslu, hún stafaði af bilun í tölvu og stimplaðist þarna inn fyrir mistök! Ég bið Önnu innilega velvirðingar, hafi henni sárnað þessi færsla mín, en mig langar til að láta hana standa áfram hér inni sem vitnisburð um það hvað getur gerst í mannlegum samskiptum í þessu bloggumhverfi, sé maður nógu vitlaus.
Einnig langar mig til að leyfa því sem á eftir fer í færslunni að standa hér áfram sem svolitla útskýringu á viðhorfum mínum í umræðum um trúmál hér á moggablogginu:
Sé það tilfellið að athugasemdinni sé beint til mín í fullri alvöru, þá ætla ég að endurtaka hér það sem ég skrifaði í athugasemd hjá séra Svavari Alfreð (með breyttu orðalagi og viðbótum). Fyrsta málsgreinin beindist fyrst og fremst að því sem ég skrifaði um umræðuna hjá honum, en getur líka gilt almennt:
Það er auðvitað alveg sjálfsagt að reyna að leiðrétta fólk sem misskilur það sem maður segir. En stundum veltir maður fyrir sér hvort maður sé ekki hreinlega viljandi misskilinn, það er að segja að "andstæðingurinn" loki augunum hreinlega fyrir þeim mótbárum sem maður kemur með, vegna þess að það hentar hans skoðun betur að sjá ekki hvað maður á við. Svo fastir eru sumir á sínu. Halldór Laxness kallaði þetta að ganga með steinbarn í maganum. Þá er auðvitað þakkarvert ef einhver vill taka að sér ljósmóðurstörf, skyldi einhvern tíma koma að fæðingu.Ég vil hér með taka það skýrt fram, að síst er ég andsnúin kristinni trú, þó svo sumir sem telja sig sannkristna, og einnig, svo merkilegt sem það er, einn og einn trúleysingi, hafi sagt mér að ég sé alls ekki kristin, það er samkvæmt þeirra skilningi á þeim trúarbrögðum (religion). Enda tel ég mig, eins og oft hefur komið fram í skrifum mínum, trúaða, en samt ekki hallari undir ein trúarbrögð en önnur. Eins og ein góð vinkona mín minnti á í athugasemd við færslu hjá mér, þá er þetta tvennt trauðla það sama, og í sumum tilvikum alls ekki það sama.
Ég leyfi mér að gagnrýna ýmislegt varðandi þjóðkirkju landsins, þar sem mér þykir staða hennar að ýmsu leyti of/alltof óljós, sérstaklega þegar kemur að því hvort hún sé/eigi að vera ríkiskirkja eða ekki. Bendi í þessu sambandi á færsluna mína sem ég nefndi "Esaú", þar sem ég fjalla um stöðu þjóðkirkjupresta innan samfélagsins, sem mér finnst að hljóti að vera þeim erfið á stundum. Einnig kemur slík gagnrýni fram í grein minni um húmanisma og trú. Það þýðir hins vegar ekki að ég sé andsnúin trúarbrögðum sem slíkum. Þvert á móti, ég aðhyllist trúfrelsi og finnst að hver og einn eigi að fá að hafa sína persónulegu trú í friði, fyrir sig. Hins vegar þykir mér málið horfa allt öðruvísi við, leitist einstaklingar við að troða þeirri trú upp á aðra, ekki hvað síst ung börn, sem hafa ekki forsendur til að vega og meta og taka persónulega ákvörðun.
Þetta er skýring mín, þyki einhverjum ég vera beggja blands og snúast eftir því sem vindurinn blæs. Það er alls ekki mitt eigið álit að svo sé, heldur er mér gjarnara að fylgja sannfæringu minni heldur en að samsama mig einum hópi frekar en öðrum. Ég er hvorki hópsál né einstefnumanneskja, heldur fylgi sannfæringu minni í hverju máli, óháð skoðunum annarra. Það er skýringin, ekki flóknari en þetta.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
4.1.2008
Húmanismi og trú
Mikið þykja mér tilraunir fólks í samtökunum Siðmennt til þess að eigna trúleysingjum "einkarétt" á húmanisma fráleitar og fáfengilegar.
Þetta með einkaréttinn fullyrði ég í framhaldi af lestri á grein Svans Sigurbjörnssonar í bloggi hans á bloggi Morgunblaðsins. Sú grein er svar hans til sr. Sigurðar Pálssonar vegna þeirra ummæla Sigurðar í annarri grein að hann (Svanur) "spyrði saman guðeysi og húmanisma". Í framhaldi af þessu skrifar Svanur á einum stað í grein sinni:
"Þau alþjóðasamtök sem s.l. 56 ár hafa borið nafn húmanismans, International Humanist and Ethical Union (IHEU), hafna hindurvitnum og þ.á.m. trú á guði. Almennt þegar talað eru um samtök húmanista og húmanisma er átt við IHEU og þann húmanisma sem þar er haldið á lofti. Siðmennt er aðildarfélag að þeim. Hinn venjubundni húmanismi nútímans er trúlaus og þar liggur mín skírskotun. "
(Alltaf finnst mér nú dálítið hlálegt að sjá kristna trú kallaða hindurvitni. Hélt víst að það væri "einkaréttur" kirkjunnar að nota það orð. Alveg eins og mér finnst hlægilegt að sjá trúleysingja tala um kaþólsku kirjuna sem sértrúarsöfnuð!)
Ég skrifaði athugasemd við grein Svans, þar sem ég sagði eftirfarandi:
"[...] þykja mér tilraunir Siðmenntar-fólks til þess að eigna trúleysingjum "einkarétt" á húmanisma fráleitar, og álíka heimskulegar og tilraunir sumra trúaðra til að eigna sér viðlíka einkarétt á Guði. Hvort tveggja þykir mér bera vott um einstrengingslegan og staðnaðan hugsunarhátt, þar sem menn loka augunum fyrir eða hreinlega gera sér ekki grein fyrir þeim miklu víddum sem finnast í sálarlífi mannsins."
Ekki var Svanur sáttur við þessi orð mín og svaraði mér með samsuðu af tilvitnun til orða biskups, upprifjun á andans mönnum og áhrifavöldum í þróun evrópskrar menningar og viðhorfum miðaldakirkjunnar (viðhorfum þeirra manna sem til dæmis dæmdu Galileo Galilei). Ósköp fylgist hann Svanur nú illa með nútímanum - þó svo hann gerðist svo vinsamlegur að vilja benda mér á bækur um húmanisma til aflestrar. Hann hefur samt greinilega ekki kynnt sér nýlegar bækur um guðfræði!
Ég sagði í athugasemd minni til Svans:
"og álíka heimskulegar og tilraunir sumra trúaðra til að eigna sér viðlíka einkarétt á Guði. "
Þetta sagði ég vegna þess að ég tel að kristnir, Gyðingar eða múslimir eigi ekki neinn einkarétt á Guði, eða að þeir geti leyft sér að alhæfa um hver eða hvað hann sé. Þess vegna er ég alls ekkert yfir mig hrifin af þeim orðum sem Svanur vitnar í að sr. Karl hafi sagt, í prédikun eða annars staðar, eða það sem hann (Svanur) rifjar upp af úreltum kristnum trúarhugmyndum.
Ég vil minna á að fleiri eru trúaðir en hinir kristnu:
Til dæmis hindúinn Mohandas Gandhi, sem barðist staðfastlega fyrir mannréttindum landa sinna. Einnig búddistinn Dalai Lama, sem hefur þurft að dvelja langdvölum í útlegð, vegna yfirgangs kínverskra stjórnvalda gegn honum og löndum hans. Má segja að hans líf hafi verið ein samfelld mannréttindabarátta.
En þrátt fyrir fyrri orð mín um einstefnu sumra kristinna manna má einnig finna meðal þeirra menn sem þekktir hafa orðið fyrir ötula baráttu fyrir velferð og réttindum þeirra sem minna mega sín, til dæmis: Kristna biskupinn Desmond Tutu, sem nú síðast var kallaður til Nairobi til að reyna að miðla málum í hinu erfiða stjórnmálaástandi sem komið er upp þar. Hinn kristni Albert Schweitzer, sem fórnaði blómlegum ferli sem fræðimaður og tónlistarmaður til að starfa meðal snauðra í Afríku. Og fleiri mætti tína til, af nógu er að taka.
Vaflaust mætti að sama skapi tína til trúlausa húmanista, það er þá bara gott. En ég vildi sýna þér fram á með framangreindri upptalningu að þeir menn eru ekki einu menn í heiminum sem hafa húmanisma í heiðri. Samtökin "International Humanist and Ethical Union", sem hafna trú sem hindurvitnum, eftir því sem Svanur segir, eru, þó þau kalli sig þessu nafni, langt í frá einu samtökin í heiminum sem geta kallast húmanistisisk. Að halda slíku fram er mikil einfeldni.
Hérna skal bent á nokka fleiri þekkta kristna húmanista:
Florence Nightingale sem starfaði samkvæmt því sem hún áleit vera kristna köllun sína (Christian divine calling), og er frægust fyrir að berjast fyrir því að særðir hermenn í Krímstríðinu fengju hjúkrun á vígvellinum. Það verður að kallast verkefni í anda húmanisma, ef eitthvað getur kallast slíkt.
Kalvínistinn Jean Henri Dunant, sem átti upprunalegu hugmyndina að alþjóðlegu líknarsamtökunum (international humanitarian movement ) Rauða Krossinum og Rauða hálfmánanum (sem starfar í íslömskum löndum.
Kaþólikkinn Peter Benenson stofnaði Amnesty International.
- - -
Þetta stendur í Wikipediu um húmanisma og trúarbrögð (þessi gein hefur ekki verið véfengd þar, að minnsta kosti ekki ennþá):
"Humanism clearly rejects deference to supernatural beliefs in resolving human affairs but not necessarily the beliefs themselves; indeed some strains of Humanism are compatible with some religions. It is generally compatible with atheism and agnosticism but doesn't require either of these."
Þetta segir á sama stað um sögu húmanismans:
"Contemporary humanism can be traced back through the Renaissance back to the Islamic Golden Age to its ancient Greek roots. Humanism can also be traced back to the time of Gautama Buddha563-483 BCE) and Confucius (551479 BCE) and the Warring States Period, though the term "humanism" is more widely associated with Western philosophers."
Nokkrir húmanistar frá endurreisnartímanaum (renaissance):
"Noteworthy humanists scholars from this period include the Dutch theologist Erasmus, the English author (and Roman Catholic saint) Thomas More, the French writer Francois Rabelais, the Italian poet Francesco Petrarch and the Italian scholar Giovanni Pico della Mirandola."
Nútíma hugmyndir um húmanisma:
"There are many people who consider themselves humanists, and much variety in the exact type of humanism to which they subscribe. There is some disagreement over terminology and definitions, with some people using narrower or broader interpretations. Not all people who call themselves humanists hold beliefs that are genuinely humanistic, and not all people who do hold humanistic beliefs apply the label of humanism to themselves.
All of this aside, Humanism can be divided into secular and religious types, although some Humanists, including the International Humanist and Ethical Union, reject the addition of any adjective at all to "Humanist," and instead intended the word to have universal application."
"In 1941 the American Humanist Association was organized. Noted members of The AHA included Isaac Asimov, who was the president before his death, and writer Kurt Vonnegut, who followed as honorary president until his death in 2007. Robert Buckman was the head of the association in Canada, and is now an honorary president."
"Sekúlar" húmanismi:
"Some Humanists prefer the term Humanist (capital H, and no adjective), as unanimously endorsed by General Assembly of the International Humanist and Ethical Union following universal endorsement of the Amsterdam Declaration 2002.
The secular humanist movement, by that name, hardly existed prior to 1980. In 1979, Paul Kurtz lost his position as editor of The Humanist. Departing the American Humanist Association, he then launched his own publication, Free Inquiry, and founded the Council for Secular Humanism independently of the American Humanist Association yet pursuing essentially similar goals."
*Allar leturbreytingar eru mínar, nema í tilvitnuninni í grein Svans.
Wikipedia: Húmanismi
- - -
Rithöfundurinn Kurt Vonnegut var heiðursforseti American Humanist Association (AHA) til dauðadags. Hann hafði þetta að segja um Guð, og tónlist:
"If I should ever die, God forbid, let this be my epitaph:
THE ONLY PROOF HE NEEDED
FOR THE EXISTENCE OF GOD
WAS MUSIC
- As quoted in "Vonnegut's Blues For America" Sunday Herald (7 January 2006)"
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 06:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
4 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Þá ertu ekki kristin, Greta Björg. En allt í lagi, að það sé þá komið í ljós.