Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
31.10.2008
Nú keppast menn...
...hver sem betur getur við að beina sjónum frá sjálfum sér og að einhverjum öðrum í leitinni miklu að sökudólgum.
Sennilega mun allt innan skamms verða sveipað í annars konar mökk en þann sem orsakaðist af hruninu sjálfu.
Sån´t er livet - på Island.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.10.2008
Ekki grín
Fréttina hér fyrir neðan ætla ég að geyma hér og lesa hana aftur og aftur þangað til ég hef sannfærst um að hún sé ekki afspyrnu lélegur brandari heldur sé efni hennar full alvara og ætlast sé til að maður taki það sem í henni segir trúanlegt og segi svo já og amen og en krúttlegt.
Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.10.2008
Netið
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.10.2008
Dauðaþögn
Eftir að hafa fylgst með fréttum í gærkvöldi og í dag verð ég að segja að nú er þolinmæði mín þrotin, er hún þó töluverð.
Forsætisráðherra þumbast við og segir að þetta muni allt koma í ljós síðar. (Hjá móður minni í gamla daga þýddi "við sjáum nú til" yfirleitt "nei").
Menn gefa misvísandi svör, annars vegar íslenski ráðamaðurinn Geir og hins vegar íslensku ráðamennirnir Ingibjörg S. og Árni M. ásamt fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem fréttamaður íslensks fjölmiðils ræddi við, um ástæður fyrir vaxtahækkuninni. Það er að segja hvort hún hafi alfarið verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar eða hvort hún hafi verið eitt af skilyrðum sjóðsins. Hvor vísar á annan í því efni. Hvers lags bull er þetta? Ekki til þess fallið að vekja með manni traust á starfsaðferðum ríkisstjórnarinnar, svo mikið er víst!
Ráðamenn hafa fengið mikið svigrúm hjá þjóðinni undanfarnar vikur.
Nú er kominn tími til, og þó fyrr hefði verið, að þeir gefi okkur skýr svör um aðgerðaáætlunina og um það hvað er framundan. Þar ríður á miklu fyrir fjölda manns. Að bíða í óvissu er engum hollt, þá er betra að fá að heyra vondu fréttirnar. Um þetta ræddi landlæknir í fréttatíma í gærkvöldi, þá hefur hann bæst í hóp þeirra sem fara fram á
SKÝR SVÖR STRAX!
Ég álít þess utan að með því að hrófla ekki við aldavini sínum sé forsætisráðherrann að fremja pólitískt sjálfsmorð í beinni útsendingu.
Við erum ekki stödd í menntaskólapartýi -
Við erum á leið ofan í öldudal í ólgusjó!
Hvernig væri að gömlu skólafélagarnir reyndu að skilja það?
Eða eru þeir kannski búnir að redda sér svo góðum flekum fyrir áframhaldandi partý að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af okkur hinum sem aldrei vorum með í því?
Þarf að tala skýrt við fólkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.10.2008
Ég er að velta því fyrir mér...
Ef fólk ákveður að "hoppa fram af" eins og ég kallaði það í kommenti hér á blogginu, eða kannsi að "hoppa af" það er að segja að hætta að borga af lánunum sínum og flytja úr landi, fær það þá fyrirgreiðslu í erlendum bönkum samt sem áður?
Er ekki allt svo tengt að bankar fái strax upplýsingar um vanskil frá heimalandinu? Alla vega á hinum Norðurlöndunum og á Schengen svæðinu? Yrði maður ekki að fara til Suður-Ameríku með fullt af dollurum upp á vasann eða í einhvern útnára heimsins til að slíkt gengi upp?
Er það þá ekki bara bankabókin og rassvasabókhaldið sem gildir, eins og hér heima? Nix kreditkort, núll lán, engar eignir, plúskort (fyrirframgreitt kort), og debetkort fyrir náð og miskunn síðar o.s.frv.
Vona að einhver geti svarað þessari spurningu minni.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.10.2008
Maður tárast
Litla smáþjóðin í Atlantshafinu, sem sjálf gekk í gegnum viðlíka hremmingar á sínum tíma, er tilbúin að lána okkur.
Maður spyr sig samt, hafa þeir efni á þessu? Þurfa þeir ekki að nota peningana heima fyrir?
Maður klökknar við að lesa þetta
Hjartans þakkir, Færeyingar. Þið eruð bestir.
Færeyingar vilja lána Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.10.2008 kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.10.2008
Máltæki dagsins:
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008
Því miður...
...verð ég að viðurkenna að ekkert af því sem ég horfi nú á gerast í kringum sig kemur mér á óvart. Ég hef verið agndofa undanfarin ár yfir hinum svokallaða uppgangi í þjóðfélaginu, stórhýsi skutust upp úr jörðinni eins og gorkúlur, byggingarkranar gengu nánast allan sólarhringinn, fólk þeyttist um þjóðvegina á manndrápshraða á risajeppum sem kostuðu margar milljónir, flutt var inn grjót og eðalviður í tonnavís, innflutningur á alls kyns vörum sem teljast verða til munaðar (í mínum huga, alla vega) var gengdarlaus og á marga (ekki alla) hafði runnið algjört kaupæði.
Þetta var allt einhvern veginn svo fjarstæðukennt og algjörlega í andstæðu við það sem mér var innrætt í barnæsku. Ég er af þeirri kynslóð sem hóf vegferð sína með því að fá sparibauk sem á stóð "Græddur er geymdur eyrir", mig minnir að það hafi verið gjöf frá Búnaðarbankanum sem þá hét svo. Manni var innprentað að það væri dyggð að spara og eiga peninga í banka, að skulda umfram greiðslugetu væri óráðssía; að lifa á yfirdrætti þekktist ekki mér vitanlega.
Fyrir fæðingu mína hafði "blessað" stríðið fært landinu ástandið og Bretavinnuna, síðan tók "elsku" Kaninn við. Ég er fædd árið 1951 og man því ekki þessa tíma, en ennþá var þó borin virðing fyrir þeim gömlu viðhorfum til peninga sem ég lýsti hér að framan.
Síðan kom óðaverðbólga. Henni fylgdi brenglun á verðskyni og viðmiðum í peningamálum, þá var um að gera að fjárfesta í steinsteypu (sem mér hefur alltaf fundist forljótt byggingarefni!) og skulda sem mest því lánin voru ekki verðtryggð, að spara varð fíflalegt, á því græddi enginn.
Svo tók pappírsbólan við. Fáir virtust muna eftir því að yfirdráttur er ekki raunverulegur höfuðstóll, skuldir eru ekki eignir nema á bankamáli, og enn var steinsteypuhugsunin við lýði, samhliða pappírsauðnum.
Græðgisvæðingin ríkti um allan hinn vestræna heim, en hvergi held ég að hún hafi verið eins áberandi og hér á landi, há hinum nýríku Íslendingum, þá er ég að tala um þjóðina sem heild, en ekki einstaklinga sem slíka. Þjóðin gleymdi sér á eyðslufylleríi og eftirsókn eftir vindi.
Nú standa eftir steyptir grunnar og byggingarframkvæmdir sem ekki eru til peningar til að klára. Eignir sem lokið hefur við eru skuldsettar upp í topp. Skuldir hækka, fólk missir unnvörpum vinnuna og sér ekki hvernig það á að fara að því að framfleyta sér og sínum á næstu mánuðum.
Á platta sem ég fann í Góða Hirðinum og hangir í eldhúsinu mínu stendur þessi speki:
"Undgå kredit
Lev trygt og frit."
Vonandi rís fuglinn Fönix enn úr öskunni.
Vaxtahækkun vegna IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008
I´m gonna spend, spend, spend!
Kona er nefnd Vivian Nicholson. Árið 1961 vann hún það sér til frægðar að vinna £152,319, hæstu upphæð sem þá hafði sést í getraunum breska fótboltans. Þegar blaðamaður spurði hana hvernig hún hygðist verja fénu varð hún fræg að eilífu í Bretlandi þegar hún svaraði:
"I´m gonna spend, spend, spend!"
Sem útleggst: Ég ætla að eyða, eyða, eyða. Kannski frekar: versla, versla, versla! Hljómar dálítið eins og Íslendingur í "erlendis"ferð, ekki satt?
Og hún stóð við orð sín. Svo rækilega að um tíma lifði hún á féló á Möltu, af öllum stöðum, ef mig misminnir ekki.
Eftir það vann hún sig upp frá þeim stað í tilverunni, og naut við það góðs af þeirri frægð sem henni hlotnaðist af eyðslunni, meðal annars með því að skrifa (ásamt öðrum) ævisögu sem kom út 1977.
Svo fræg er konan að gerður hefur verið um hana söngleikur (eftir leikriti frá 1998) sem að sjálfsögðu heitir "Spend, spend, spend". Hann var frumsýndur 1999 og er enn sýndur og gerir það gott víðsvegar um landið samkvæmt heimasíðu. Um söngleikinn og frægðarferil Viv má lesa hér.
Wikipedia: Spend spend spend
Tónlist | Breytt s.d. kl. 07:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
338 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 121502
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar