Leita í fréttum mbl.is

Hæ og hó!

kanari_002.jpgFerðafélagar mínír á Kanarí: Linda, Fríða og Ásta (mamma).

kanari_008.jpgFyrir neðan: Linda kisumamma

Kæru bloggvinir, bara stutt færsla til að láta vita af mér.

Karnarí-ferðin gekk vel í alla staði, það var yndislegt að dveljast í heitara loftslagi í þessar tvær vikur og slappa af.

Ég fór í sprautu strax daginn eftir að ég kom heim, og svo í aðra í dag, þá er meðferðin hálfnuð, og í þarnæstu viku fer ég í CT-scann þar sem staðan verður skoðuð. Það verður gaman að vita hvað kemur út úr því, allt það besta á ég vona á, mér finnst þetta ganga það vel.

Ég var töluvert lasin seinustu viku, sjálfsagt að hluta til af lyfjagjöfinni, en svo hallast ég líka að því að ég hafi fengið í mig einhvern flensuvírus, það eru víst alls konar vírusar á ferð um borgina.

Greta risafluga - ég tók þessa mynd út, því hún er ömurleg! ;)

Svo bætti ekki úr skák að ég er búin að vera hálfblind á hægra auga, fékk einhverja óútskýrða bólgu í augað á meðan ég var úti, það er hálfóþægilegt að hafa ekki fulla sjón, maður verður óttalega ringlaður. Ég fór tvisvar til augnlæknis úti. Nú finnst mér þetta byrjað að lagast, enda hef ég reynt að hlífa sjóninni, - hef meðal annars gengið um allvígaleg hér heima með risasólgleraugu sem ég átti og notaði til að setja yfir titaniumgleraugum við akstur, - ég held að ég líti út eins og risafluga með þau!

Ég á tíma hjá augnlækni í augndeild Landspítalans á þriðjudaginn kemur, hann getur vonandi sagt mér meira um af hverju þetta stafaði, læknirinn á Kanaríeyjum vildi lítið gefa út á það og sagði að ég yrði að láta læknana hér heima segja hvað væri að, en sagði samt að þetta væri eitthvað sem gæti komið eins og hendi sé veifað og verið svo margar vikur að lagast aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elsku Greta mín.

Meiriháttar að heyra að ferðin hafi gengið vel hjá þér Greta mín. Meiriháttar. Ég væri sko alveg til í að skella mér á Kanarí. 

Þetta hefur verið rosalega skemmtileg ferð hjá ykkur. Það er bara frábært að hún hafi gengið vel.

Hafðu það innilega gott Greta mín og knúsi knús.

Þú ert æðisleg.

Takk fyrir að vera bloggvinur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 15:56

2 identicon

Velkomin heim

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 20:43

3 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Velkomin heim Greta min

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.2.2009 kl. 10:35

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gott að heyra frá þér og frábært að heyra að ferðin hafi verið góð Þrátt fyrir augnvesen, æ ég vona að það fari að lagast allt saman.(kúl gleraugu

Gangi þér vel Greta mín með lyfjameðferðina og allt það.

Sendi þér Ljós og knús og Lalli biður að heilsa

Ragnhildur Jónsdóttir, 13.2.2009 kl. 16:37

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hæ, saknaði þín.  Láttu þér batna fljótt og vel.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.2.2009 kl. 01:57

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Halló, Kanarífari, velkomin heim! Þetta hefur verið góð ferð og það er öldungis frábært. Gangi þér vel í öllu þínu! (*~*)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.2.2009 kl. 08:37

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk fyrir kveðjurnar, kæru vinir, það er alltaf jafn gott að heyra frá ykkur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.2.2009 kl. 11:34

8 identicon

Hafðu það sem best Greta mín og sofðu rosa vel í nótt. Það er ávalt gaman að kíkja inn á bloggið þitt.

Þú ert æði. Svo góður bloggvinur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 00:31

9 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Innlit

Anna Ragna Alexandersdóttir, 19.2.2009 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.