Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Úlfur litli

Image00014-1Nú má ég til að monta mig aðeins: Ég var að eignast splunkunýjan frænda!

Hann fæddist í morgun á fæðingardeild í París og hefur verið gefið nafnið Úlfur Fróði. Úlfur er auðvitað eftir langafa hans sem fór frá okkur 10. janúar síðast liðinn. Drengurinn fæddist sem sagt 30 dögum eftir að langafi hans lést.


Ár músarinnar

Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að setja hér inn athugasemd sem Jens Guð gerir á bloggi Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, hvers vegna ætti að skýra sig sjálft:

mús"Ég fagnaði nýju ári í gær með vinafólki mínu frá Víetnam.  Það bað mig um að leiðrétta tvennt þar sem ég kæmi því við:  Annarsvegar þykir þeim miður að þetta tímatal sé kennt við Kínverja vegna þess að margar aðrar Asíuþjóðir hafa þetta sama tímatal.

  Hinsvegar þykir þeim óheppilegt að árið sé kennt við rottuna.  Í asísku tungumálum er orðið rotta notað yfir mús en orðið stór rotta yfir rottu.  Nýbyrjað ár er ekki ár stóru rottunnar þannig að það er ár músarinnar.

  Mér þykir þetta litlu máli skipta.  En vinir mínir frá Víetnam taka þetta nærri sér vegna þess að í Asíu þykir músin krúttleg og skemmtileg en rottan er álitin vera smitberi,  grimm og leiðinleg.  Ár músarinnar stendur sem sagt fyrir kostum músarinnar.

  Í vikunni sá ég (held í Fréttablaðinu) að kona frá Kína sem rekur Heilsudrekann var sömuleiðis að benda á að þetta sé ár músarinnar.  Að vísu las ég ekki viðtalið við hana en fyrirsögnin var á þá leið.æ  "

 


Sofið á verðinum?

Það var margítrekað varað við miklu vatnsveðri. Mikið er ég hrædd um að þeir sem hefðu átt að bregðast við þeim aðvörunum hvað Egilshöll varðar hafi sofið á verðinum.

Kannski og kannski ekki. Kannski þarf bráðum að fara að hafa það eins og í Afríku, að grafa vatnsrennur meðfram og í kringum hús til að taka við umframvatni í vatnavöxtum?

Vonandi eigum við aldrei eftir að lenda í stórflóðum eins og maður sér stundum í fréttum frá suðlægari stöðum í heiminum, eða jafnvel frá löndum eins og Noregi og Svíþjóð.

  


mbl.is Mikið tjón vegna vatns í Egilshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinir mínir...

Fyrirgefið hvað ég er löt að lesa bloggin ykkar og skrifa athugasemdir hjá ykkur þessa dagana. Blush

Til þess að grynna aðeins á listanum mínum hef ég ákveðið að eyða þeim bloggurum út sem ekki hafa verið virkir í langan tíma, það er að segja þeim sem ekki hafa skrifað síðan í desember. Vona að enginn móðgist við það. Ef ég eyði einhverjum sem vill vera áfram, viltu þá vinsamlegast biðja mig um að verða bloggvinur þinn aftur. Joyful


Fyrsta hugsun...

"Quote of the Day
First thoughts are not always the best.
Vittorio Alfieri"

Það er nú reyndar svo hvað mig varðar að oft hefur mín fyrsta hugsun sýnt sig að vera best/rétt, þegar grannt var skoðað, þó svo ég hafi síðan látið afvegaleiðast með öðrum hugsunum um að "nei, það getur ekki verið". Þannig er það nú bara... Whistling

Þetta er víst kallað að vera með innsæið í lagi...Wink


Lógík

Maður sem býst við dauða sínum gengur frá málum. Hann gefur fyrirmæli varðandi útför sína og gengur frá erfðaskrá, séu vafaatriði til staðar varðandi það hver eigi að erfa eigur hans.

Maður sem býst ekki við dauða sínum (eða horfist ekki í augu við að hann sé framundan í náinni framtíð) gerir ekkert af þessu. Hann gengur ekki frá erfðaskrá og gefur ekki fyrirmæli varðandi útför.

Ergó:

Engin erfðaskrá liggur fyrir hvað varðar dánarbú Bobby Fischer.

Bobby Fischer bjóst ekki við dauða sínum og gerði þess vegna enga erfðaskrá varðandi eigur sínar.

Bobby Fischer bjóst ekki við dauða sínum og gaf þess vegna engin fyrirmæli varðandi útför sína. 

Kannski hafði hann einhvern tíma sagt eitthvað við vini sína varðandi það hvar og hvernig útför hans skyldi höfð, en hann hefur ekki skilið eftir óyggjandi fyrirmæli um það, ekki frekar en hann hefur gengið frá eigum sínum með því að hafa samband við lögfræðing til að láta gera lögformlega erfðaskrá.

Þetta ættu skákmenn að skilja mann best. 

Bara mín skoðun. 


Fréttin um Jinky í Mogganum

Hérna er fréttin um Jinky Young í Mogganum.

Greinlega var DV aðeins of seint á ferð með sína "frétt". Wink...Whistling


mbl.is Lögmaður ráðinn fyrir dóttur Fischers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jinky Young Fischer- dóttir Fischers - Filippseyingar eru orðnir spenntir:


Former World Chess Champion, the late Bobby Fischer

Young Pinay Fischer's heir to go after estate
Estimo tasked to recover the estate left

by Marlon Bernardino

NCFP executive director lawyer Sammy Estimo of the Tacorda & Associates law firm has been chosen by Marilyn Young, 29, mother of the 7-year old daughter of the late chess legend Bobby Fischer, to recover the 140m Icelandic kronur (£ 1.07m) estate left by the chess genius.

The deal was arranged yesterday with the help of GM Eugene Torre, long-time friend of Fischer.

Marilyn produced the birth and baptism certificates of Fischer's daughter, Jinky, who was born on May 21, 2001 in Baguio City. She also turned over to Estimo the child's passport, her photos with Fischer and their child with signed notes, and the latest bank remittance by Fischer of 1,500 Euros to her daughter on December 4, 2007.

According to Marilyn, she and her child went to Iceland in September, 2005 and stayed with Fischer for 3 weeks. That was the last time, however, that mother and daughter saw the chess legend. But Marilyn said she and Fischer texted each other everyday. The last time they talked to each was on January 16, at 11:00 in the evening. The next day, Fischer died at the hospital where he was confined.

Estimo has started the paper work for the recovery of Fischer's estate. Opposition, however, is expected to come from Miyoko Watai, the alleged Japanese wife of Fischer and from his brother-in-law, Russel Targ and his two sons.

Philippine Chess 

National Chess Federation of the Philippines (NCFP)


Loksins - Jinky Young Fischer!

Loksins fréttist eitthvað af Jinky litlu, sem samkvæmt frétt Reuters heitir Young, en ekki Ong. Móðirin heitir líka eftir þessu að dæma Marilyn Young, en ekki Justine Ong, þó hún hafi ranglega verið kölluð það í sögusögnum á netinu. - En þær mæðgur hafa sem sagt fengið sér lögfræðing, Samuel Estimo, sem vinnur að því að safna saman nægum gögnum (og þau skortir ekki) til þess að geta lagt fram kröfu í búið.

Gaman að fá loks fréttir af þessu sem maður er búinn vonast eftir að sjá gerast! Smile

Meira HÉR  , HÉR og HÉR.

Í þessu viðtali sem Susan Polgar vitnar í er Miyoko Watai þögul sem gröfin um það hvort þau Fischer hafi gifst. Af hverju skyldi það hafa verið svona mikið leyndarmál? En varla verður það leyndarmál mikið lengur, þó gröfin austur í Flóa geymi nú skákkónginn. 

Ónefndur vinur Fischers og Miyoko Watai hefur sagt að "hin fullomlega ærlega kona" myndi örugglega sjá um að vel yrði séð fyrir dóttur Bobbys, kæmi í ljós að hún væri til. Ekki þykir mér þetta benda til þess:

"Watai's talk of marriage plans has aroused suspicions that it might merely be a ploy to prevent Fischer from being deported. But Watai swears it's true love. Likewise, she dismisses as "untrue" recent press reports that claim Fischer already has a wife and child in the Philippines whom he sees every few months. While legal experts say marrying Watai might substantially improve Japan's willingness to let Fischer stay in the country, Fischer's application is now caught in a catch-22: one of the documents he needs to submit to get married in Japan is a valid passport."


Mjallhvít

snowwhite

 Vissuð þið að fyrirmyndin að Mjallhvítu í teiknimyndinni hans Walts Disney var íslensk stúlka, sem hét Kristín Sölvadóttir og varð síðar húsmóðir og margra barna móðir í Reykjavík? Meira um það hér. Ætli hún sé ekki líka þar með eini íslendingurinn sem hefur orðið svo frægur að fá að prýða bandarískt frímerki, það mætti segja mér það. HeartSmile

Meira um Cartoon-Charlie og Kristínu HÉR

HÉR má sjá veggmynd Tom Andrich í Winnipeg um Cartoon-Charlie. 



* Svo rakst ég, í framhaldi af þessu, á blogg um mann sem heitir Ófeigur og er útfararstjóri (já, í alvörunni)! LoL

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.