Danska blaðið Jótlandspósturinn misbauð múslimum með birtingu (og endurbirtingu) skopteikninga af Múhameð spámanni. Hann var þó aðeins að nota tjáningarfrelsi sitt, rétt sinn til málfrelsis.
Nýlega kom danska lögreglan upp um þá ráðgerð þriggja einstaklinga að myrða teiknarann sem gerði eina myndanna. Í kjölfarið hefur tveimur þeirra verið vísað úr landi, án dóms, á grundvelli hryðjuverkalaga sem Danir drifu sig í að setja dagana eftir 11. september, 2001.
Biskup Íslands misbauð samkynhneigðum þegar hann kallaði það að framkvæma hjónavígslu fyrir samkynhneigða jafngilda því að kasta hjónabandinu á haugana. Hann var þó aðeins að nota tjáningarfrelsi sitt, rétt sinn til málfrelsis.
Biskup Íslands misbauð einnig trúleysingjum þegar hann kallaði þá "hatramma" nú fyrir jólin. Hann var þó aðeins að nota tjáningarfrelsi sitt, rétt sinn til málfrelsis.
Fékk biskup Íslands morðhótanir í kjölfar þessara ummæla sinna?
Hver veit? Kannski.
Á bloggsíðum trúleysingja, svo mikið er víst, voru honum ekki vandaðar kveðjurnar.
Kannski fékk hann líka bréf og sms, eins og Matti Vantrúarmaður, hver veit? Um það hefur biskup ekki gefið neitt upp. Um það hefur íslenska lögreglan heldur ekki gefið neitt upp, það er að segja hvort þeim sé kunnugt um að honum hafi borist morðhótanir.
Í ljósi þeirra sms-skilaboða sem áðurnefndur Matthías hefur gert uppskátt um, verður að teljast sennilegt að biskupi muni einnig hafa borist soraleg skilaboð úr herbúðum sinna andstæðinga, varla eru þeir hvítskúraðri en vandlátir kristnir, þó kannski hafi enginn dirfst að ganga svo langt að hóta lífláti, hvað þá að leggja á ráðin um að framkvæma þá hótun.
Oft er mönnum heitt í hamsi, ekki bara úti í hinum stóra og vonda heimi, heldur líka á okkar litla og góða Íslandi. Trúmál eru eldfimt umræðuefni. Þess vegna finnst örugglega sumum meira gaman að leika sér að eldspýtum í kringum þau en öðrum. Sér í lagi andlegum brennuvörgum. Þó þeir fari ekki sjálfir út og kveiki í bílum og húsum.
Skyldu einhverjir á Íslandi eiga á hættu að verða vísað úr landi án dóms og laga vegna þess að hafa, ekki drepið neinn, heldur lagt á ráðin um að drepa einhvern? Tæplega, vegna þess að hér gilda ekki þessi varnarlög gegn hryðjuverkamönnum sem Danir settu. Það yrði að kæra og dómfella, áður en neinum væri hent út fyrir slík plön.
Sem betur fer er samfélag okkar ekki svo tæknivætt að hægt sé að sakfella menn fyrir hugsanir sínar, eins og gerist í frægri framtíðarskáldsögu eftir sænsku skáldkonuna Karin Boye. Hvað sem síðar verður. - Því hverjir yrðu þá eftir hér á skerinu?
Trúmál og siðferði | Breytt 18.2.2008 kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.2.2008
Hugarfarsstjórnun og æsifréttamennska
Tilgangur þessarar færslu er að biðja fólk um, í framhaldi af fyrirsögninni við hana, að pæla aðeins í orðum Jóns Arnars, sem búsettur er í Kaupmannahöfn. Og í framhaldi af því að pæla í raunverulegu ástæðunum fyrir endurbirtingu skopmyndanna af Múhameð...
Sem er að fría sig ábyrgð á þeirri líðan ungs fólks úr innflytjendafjölskyldum í velferðarríkinu Danmörku, sem þessi framkoma sem fjölmiðlar beina nú sem ákafast sjónum að og kalla trúarbragðastríð, er bein afleiðing af.
Sú framkoma hefur minnst með birtingu þessara bjánalegu mynda að gera. Eins og Jón segir, er skýring danskra fjölmiðla: Leiðindi um seinustu helgi, - skopmyndirnar um þessa, - hver verður skýringin sem dönsk yfirvöld og fjölmiðlar finna til að hafa á reiðum höndum og slá ryki í augu heimsins um næstu helgi? Svona fréttamennska heitir öðru nafni að stinga hausnum í sandinn, eins og strúturinn.
Mikið er fjasað um hvað danska ríkið, og þar með þjóðin, sé nú búið að taka vel á móti "þessu fólki", það er að segja innflytjendum frá þeim löndum sem nefnd hafa verið Arabalöndin, og gera mikið fyrir það, - til dæmis, eins og mörg dæmi eru um, að leyfa flóttafólki að kúldrast, heilu fjölskyldunum, árum saman í einu herbergi, með takmarkað aðgengi að öllu sem við hér á Vesturlöndum teljum nauðsynlega þurfa til að viðhalda eðlilegu fjölskyldulífi. Slíkt er örlæti frænda vorra, Dana.
En slíkt ástand skýrist víst af því að "þetta fólk" hefur löngum verið talið aðskotadýr í þjóðfélaginu (eins og svo margir aðrir sem flokkaðir eru í þann hóp sem ég set í gæsalappir), sem séu illu vön að heiman og megi því þakka fyrir að vera á lífi hvað þá annað. Hvað þá og að maður tali nú ekki um þakklætið sem þeim beri að sýna gagnvart því að til séu þjóðir sem hafi á sínum tíma, fyrir allmörgum árum síðan, verið tilbúnar að skjóta skjólshúsi yfir fátækt og/eða landflótta fólk. Það er að segja foreldra, afa og ömmur unga fólksins sem nú stendur í stórræðum og krefst þess að litið sé á það sem fullgilda þegna þess þjóðfélags sem það er alið upp í. Að litið verði á það sem fullgilda þegna, sem vert sé að verja hluta af auðæfum þjóðarinnar til að hlúa að og búa ákjósanlegar aðstæður til framtíðar, til jafns við aðra þjóðfélagshópa.
Reyndar var það sú kynslóð sem réði málum á undan þeirra sem nú fer með stjórn mála í Danmörku sem veitti þessum innflytjendum landvistarleyfið. Skyldi það fólk hafa rennt grun í þau vandræði sem í kjölfarið fylgdu? Sennilega ekki, ella hefði verið betur staðið að málum hvað aðlögun og aðbúnað varðaði.
Í innflytjendamálum held ég að við Íslendingar höfum staðið okkur býsna vel og megum alveg vera stoltir af því hvernig við höfum tekið á málum og móti fólki hér heima, hingað til að minnsta kosti. Að vísu höfðum við víti til að varast, því miður, og höfum þess vegna ekki gert þau mistök sem við blasa annars staðar að úr álfunni. Þess vegna er óskandi að öfgafullum einstaklingum, sem sjá Grýlu í hverju horni ef minnst er á Múhameð og fylgismenn hans, takist ekki að æsa almenning hér á landi til (frekari) hatursverka gagnvart útlendingum, með tilvísunum í ástand annars staðar á Norðurlöndum sem er alls ekki sambærilegt við það sem við blasir hér á landi.
Gaman væri að fá upp á borðið nánari útlistanir á skýrslunni sem birtist um daginn í íslenska ríkissjónvarpinu, þar sem fram kom að fordómar gegn múslimum eru, í allri Evrópu, mestir í litla og vinalega landinu Danmörku (næst kom Holland og síðan Spánn, ef mig misminnir ekki).
*Jón Arnar, ég vona að ég hafi mátt fá þessa mynd lánaða af síðunni þinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.2.2008 kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
16.2.2008
Dönsku teikningarnar
Í góðri færslu á bloggi sínu hefur Sadiq Alam, sem heldur úti blogginu "Inspirations and Creative Thoughts" þetta að segja um birtingu dönsku skopmyndanna (tengill). Það er mjög áhugavert að lesa um hófsöm viðhorf hans, ég mæli með að fólk lesi það sem hann hefur til málanna að leggja.
Í pistli Sadiqs kemur þetta meðal annars fram:
"The British Muslim Initiative, a group devoted to fighting what it calls Islamophobia worldwide, said the republication showed the West's double standards. "Every time they say: 'We have the right to offend,' and then they tell you don't have the right to be offended," said Ihtisham Hibatullah, the group's spokesman. (credit)"
Þetta virðast mér orð að sönnu og í tíma töluð, því á meðan mikið er talað um rétt til tjáningarfrelsis og rétt blaða til að birta það sem þeim þóknast, þá er rætt í mikilli hneykslun um viðbrögð múslima við þessum myndbirtingum - þeir virðast sem sé ekki eiga að hafa sama rétt til tjáningarfrelsis og danska pressan! Þvílík íronía!
Margir dáðust að viðbrögðum ungmenna í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir skömmu, á meðan aðrir kölluðu framkomu þeirra skrílslæti. Það er vonandi ekki sama fólkið og dáðist að mótmælunum þá sem nú fordæmir viðbrögð ungra múslima í Danmörku. Þó er ég alls ekki að mæla með því að unga fólkið sem hrópaði á pöllum Ráðhússins fari og kveiki í bíl borgarstjóra, það má alls ekki misskilja mig svo, það væri vissulega of langt gengið í mótmælum.
Hin skynsamlegu lokaorð Sadiqs eru þessi:
"From social, civilization, integration and cultural point of view its now more of an issue about defining freedom of speech in its full-circle, respecting another faith (which still is a fundamental component of human society) and being sensitive / tolerance of a religious practice. Freedom of speech is a fundamental right no doubt, everyone deserves and wants that irrespective of any differences. So how freedom of speech in a progressive society can be ensured and still can maintain respect for the people of that very community is what people needs to engage with intellectually. Ignorance and mis-information about neighbors is a real shame in our increasingly integrated global village where information and knowledge is what we nurture."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
15.2.2008
Geymslublogg
Úrslit í keppni um skipulag Vatnsmýrar kynnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.2.2008
Febrúar
Kosturinn við febrúarmánuð er sá að hann er stuttur, aðeins 28 dagar, eins og menn vita. Í dag er 14. febrúar og mánuðurinn hálfnaður. Næstur kemur marsmánuður og þá fer að styttast í vorið.
Nú er hiti og vætutíð úti. Blóm bráðlátra vorlauka gætu farið að stinga upp kollinum, vonandi ekki svo fljótt að hið árvissa vorhret verði þeim að bana, eða brumi aspartrjánna, sem einnig eiga það til að taka of snemma við sér við slík skilyrði á okkar norðlæga landi.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.2.2008
Dásamlega rigning...
Yndisleg veðurspáin framundan...allt nema snjó, takk, fyrir mig,...: Veðurstofa Íslands.
Nú er víst komin aðfararnótt Valentínusardagsins...
Ekki mun ég fá neitt af því tilefni, og sakna þess ekki, hvort sem fólk trúir því eður ei... .........
Góða nótt!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.2.2008
Lestir á Íslandi
Mikið rosalega var ég hrifin að heyra loksins viðraðar opinberlega þær hugmyndir um lestir á Íslandi sem ég er búin að ganga lengi með í maganum. Það er að segja miðstöð fyrir lest milli Reykjavíkur og Keflavíkur og léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu í Vatnsmýrinni, þegar flugvöllurinn verður farinn. Þetta er framtíðin, að við komumst út úr einkabílismanum og yfir í umhverfisvænt kerfi fyrir almenningssamgöngur á þessu landi: Kastljós í kvöld.
Svo er auðvitað líka stórmerkilegt að hlusta á viðtalið við Víði Frey í sama Kastljósþætti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
13.2.2008
Hverjir ættu að leika Bobby og Boris?
Skemmtileg færsla og umræður á bloggi Susan Polgar um það hverjir ættu að leika Bobby Fischer og Boris Spassky ef gerð verður um Fischer kvikmynd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta viðtal tók útvarpsstöð í Moskvu við Bobby Fischer 15. maí, 2005. Viðtalið er tekið í gegnum síma. Þar ber margt á góma, meðal annars er hann spurður um meint hjónaband sitt og Miyoko Watai og gefur hann við þeim spurningum mjög skýrt svar, sem ekki fer á milli mála:
HÉR er tengill á fleiri viðtöl við skákkónginn.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.2.2008
Letidýrið
Ég var dálítið dugleg í gær og fór í Bónus og keypti mér sitthvað í gogginn, eftir að ég var búin að lesa fyrir gömlu konurnar mínar. Fékk einhvern leiðindaverk í kviðinn þegar ég var að verða búin að lesa, en reif mig upp og fór í búðina, var svo batnað þegar ég kom heim en var samt rosalega þreytt eitthvað, þannig að eftir að ég kom heim gerði ég ekki neitt!...Ég var rosalega löt í gærkvöldi og dag, fór snemma að sofa, dólaðist svo eitthvað hér í tölvunni í smástund í nótt og hélt svo áfram að sofa og fór seint á fætur...en ég minni sjálfa mig á að þar sem ég bý hér ein þá kemur það akkúrat engum öðrum við en mér sjálfri hvað ég geri við tímann minn......
...en svo var ég reyndar voða dugleg og fór í sund, mikið var það gott...afrek dagsins...!!!Vinir og fjölskylda | Breytt 13.2.2008 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2008
Minning um Fischer
Þetta finnst mér, hvort tveggja, minningarbókin og minningarstundin austur í Laugardælakirkju, glæsileg lausn vina Fischers á leiðindamáli. Ég mun örugglega fara og skrifa nafn mitt í bókina.
En alveg á ég von á að leiði Fischers muni, þegar um hægist, verða fært frá brún gangstéttarinnar heim að kirkjunni og á betur viðeigandi stað innan kirkjugarðsins fyrir austan.
Þegar svo verður kominn fallegur legsteinn á leiðið verður þetta orðið prýðilega fínt til minningar um þennan heimsfræga skáksnilling og vel við hæfi fyrir mann sem var lítið fyrir tildur og prjál.
En kannski er meira að segja í lagi að hafa leiði á svona asnalegum stað, þegar fólk verður búið að venjast því að hafa það fyrir augum í hvert skipti sem það fer í kirkju. Öllu má venjast. Kannski mun nú skapast sú hefð hjá Flóamönnum að heilsa meistaranum af gangstéttarbrúninni og segja þegar þeir ganga til messu :"Hellú and God bless jú, Bobbý!"
Ekki slæmt að vaka í minni fólks á þennan hátt, þó varla þurfi að viðhalda minningu hans meðal skákmanna með slíku móti, í það minnsta á meðan ekki er lengra liðið á öldina.
Eins og einhver góður maður sagði, þá eru jarðarfarir fyrst og fremst fyrir hina lifandi, til að sefa tilfinningar þeirra, en ekki hina látnu. Mér finnst mjög skiljanlegt að þeir menn sem töldu sig vera vini Fischers, þeir sem börðust ötullega fyrir því að fá hann lausan úr fangelsi í Japan og koma honum hingað til lands, finnist þeir hafa verið sviknir um að fá að kveðja hann við hátíðlega athöfn. Mér finnst þessi áformaða minningarstund, ásamt minningarbókinni, mjög smekkleg lausn á leiðindamáli.
Kirkjan fyrir austan tekur aðeins 60 manns, svo varla verður um gífurlegt fjölmenni að ræða við minningarstundina. Ég hugsa að hún hefði ekki verið höfð opin almenningi nema fyrir handvömmin við hina leynilegu og fljótfærnislegu útför.
Það er ekki verið að misvirða vilja Fischers með þessari minningarstund, því hún verður það, minningarstund, ekki útför, þannig að það er ekki hægt að segja að það sé verið að brjóta á vilja hans. Einnig eru aðeins orð eins eða tveggja mann fyrir því að hann hafi viljað láta jarða sig við þvílíkt fámenni að þeir sem talist gátu til hans nánustu vina fengju ekki að taka þátt í útförinni. Þó að fólk sé jarðað í kyrrþey þýðir það ekki að aðeins fimm manns séu viðstaddir, heldur þýðir það að aðeins útvöldum gestum er boðið til athafnarinnar. Það hefði átt að gera í þessu tilviki, eftir að öll lögformleg skilyrði til útfararinnar höfðu verið uppfyllt.
Minningarbók um Fischer | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 13.2.2008 kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2008
Íslenskur skákmeistari
Hér stendur skýrum stöfum að íslenskur skákmeistari búi yfir upplýsingum um hinsta vilja Fischers. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvað gerist á næstu dögum. En samkvæmt því sem fram kemur í þessari grein viðurkenna Filippseyingarnir hjónaband Fischers og Watai sem gilt, en vilja semja um hlut Jinky úr búinu. Ég stóð þó í þeirri meiningu að óyggjandi hjúskaparvottorð lægi ekki fyrir, en kannski verður látin gilda regla um sambýlisfólk? Annars hélt ég að ennþá væri reglan sú að sambýlisfólk tæki ekki arf, fram yfir lögerfingja vegna blóðbanda, kannski er búið að breyta þessu. Auk þess hélt ég að þau hefðu ekki verið sambýlisfólk, þar sem Miyoko kom aðeins í heimsóknir til Íslands og hafði ekki fasta búsetu hér, heldur í Japan. Þetta er allt mjög ruglingslegt - en allt fer þetta einhvern veginn, þó kona í Austurbænum nái ekki upp í það, enda ekki lögfróð.
Ástæðan fyrir að Filippseyingar telja að íslensk yfirvöld hafi viðurkennt hjúskaparvottorð japanska skákforsetans er sögð sú að hún hafi séð um útförina í krafti þess að hún væri ekkja Fischers. Nú spyr maður sig, hvort kemur á undan, eggið eða hænan?
"Watai reportedly arranged for Fischers burial in a countryside churchyard in Reykjavik last month. Apparently, the Icelandic authorities recognized her claim to being the wife of Fischer after she reportedly presented a marriage certificate"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.2.2008
Drottningar
Ég var dálítið að hugleiða um "sterku konurnar" í lífi Bobbys Fischer. Það er sniðug tilviljun að móðir hans hét "Regina" sem er komið úr latínu og þýðir "drottning" (dregið af "rex"= konungur, reginn). Drottningin gegnir sem kunnugt er miklu hlutverki á skákborðinu, það vita jafnvel þeir sem ekki kunna að tefla!
"Regina the first (I)": Móðir Fischers var Regina Wender Fischer. Sterk kona með miklar skoðanir, var ötul við að koma Bobby Fischer áfram í skákheiminum, en samkomulag þeirra var ekki gott, eins og vænta má þar sem tveir öflugir og sérstæðir (og líkir?) einstaklingar koma saman.
"Regina the"wannabe" second (II)": Unnusta/vinkona Fischers var Miyoko Watai, önnur viljasterk kona, sem sést á því að hún er forseti skáksambands Japans, lands sem er annálað fyrir að vera karlasamfélag þar sem konur ráða almennt ekki miklu.
Sterkar konur.
Að lokum mynd sem ég bjó til fyrir nokkru að gamni mínu með síðustu myndinni af Bobby Fischer, móður hans, systur og systurdóttur, en öll dvelja þau nú í "sumarlandinu".
Joan og Elizabeth Targ voru báðar merkar konur, hvor á sínu sviði.
Fischer komst ekki til að vera við útför neinnar þessara þriggja kvenna sem stóðu honum nærri. Vegna þeirra útistaðna sem hann átti í við bandarísk yfivöld og þeirra refsinga sem hann átti yfir höfði sér snéri hann aftur, var honum var ekki óhætt að ferðast til Bandaríkjanna. Vitað er að hann tók það sárt, því þau Joan voru náin og hann hafði sæst við móður sína.(Bobby taldi víst a.m.k. annan frænda sinna hafa svikið sig um arf eftir systur sína, skv. því sem ég las á þessum spjallþræði). Þetta varð ekki til að milda hug hans til þarlendra yfirvalda. Þegar mágur hans kom til að vera við útför hans sjálfs á Íslandi hafði hún þegar farið fram, deginum áður.
Ekki liggur fyrir mynd af "prinsessunni" hans Bobbys, Jinky Young, í fjölmiðlum, kannski sem betur fer fyrir 7 ára gamla stelpu.
*Mér finnst ömurlegt að sjá í bloggi www.jonas.is ættingja Fischers kallaða "aumingja". Ég er alls ekki viss um að Jónas þessi hefði viljað umgangast manninn sjálfur ef hann (Jónas)væri Gyðingur, eftir þær yfirlýsingar sem hann (Fischer) lét frá sér um þá (Gyðinga), en ættingjar Fischers eru/voru að sjálfsögðu Gyðingar, eins og hann sjálfur, eins og gefur að skilja. Auk þess sem systursynirnir koma ekki til með að erfa hann, það er nokkuð ljóst. Þeir eru reyndar hvort sem er ekki á nástrái, annar er lögfræðingur á sviði landnýtingar (Land Use) og lætur sig umhverfismál varða, en hinn er sérfræðingur í barnatannlækningum (svæfingalæknir).
Bloggar | Breytt 13.2.2008 kl. 04:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2008
Var ekki búin að sjá þessa frétt.
Vilja ná sátt um dánarbú Fischers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.2.2008
Bloggstræk
Bloggar | Breytt 12.2.2008 kl. 03:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.2.2008
Úlfur litli
Nú má ég til að monta mig aðeins: Ég var að eignast splunkunýjan frænda!
Hann fæddist í morgun á fæðingardeild í París og hefur verið gefið nafnið Úlfur Fróði. Úlfur er auðvitað eftir langafa hans sem fór frá okkur 10. janúar síðast liðinn. Drengurinn fæddist sem sagt 30 dögum eftir að langafi hans lést.
Vinir og fjölskylda | Breytt 10.2.2008 kl. 02:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.2.2008
Ár músarinnar
Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að setja hér inn athugasemd sem Jens Guð gerir á bloggi Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, hvers vegna ætti að skýra sig sjálft:
"Ég fagnaði nýju ári í gær með vinafólki mínu frá Víetnam. Það bað mig um að leiðrétta tvennt þar sem ég kæmi því við: Annarsvegar þykir þeim miður að þetta tímatal sé kennt við Kínverja vegna þess að margar aðrar Asíuþjóðir hafa þetta sama tímatal.
Hinsvegar þykir þeim óheppilegt að árið sé kennt við rottuna. Í asísku tungumálum er orðið rotta notað yfir mús en orðið stór rotta yfir rottu. Nýbyrjað ár er ekki ár stóru rottunnar þannig að það er ár músarinnar.
Mér þykir þetta litlu máli skipta. En vinir mínir frá Víetnam taka þetta nærri sér vegna þess að í Asíu þykir músin krúttleg og skemmtileg en rottan er álitin vera smitberi, grimm og leiðinleg. Ár músarinnar stendur sem sagt fyrir kostum músarinnar.
Í vikunni sá ég (held í Fréttablaðinu) að kona frá Kína sem rekur Heilsudrekann var sömuleiðis að benda á að þetta sé ár músarinnar. Að vísu las ég ekki viðtalið við hana en fyrirsögnin var á þá leið.æ "
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
335 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar