Leita í fréttum mbl.is

Sofið á verðinum?

Það var margítrekað varað við miklu vatnsveðri. Mikið er ég hrædd um að þeir sem hefðu átt að bregðast við þeim aðvörunum hvað Egilshöll varðar hafi sofið á verðinum.

Kannski og kannski ekki. Kannski þarf bráðum að fara að hafa það eins og í Afríku, að grafa vatnsrennur meðfram og í kringum hús til að taka við umframvatni í vatnavöxtum?

Vonandi eigum við aldrei eftir að lenda í stórflóðum eins og maður sér stundum í fréttum frá suðlægari stöðum í heiminum, eða jafnvel frá löndum eins og Noregi og Svíþjóð.

  


mbl.is Mikið tjón vegna vatns í Egilshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinir mínir...

Fyrirgefið hvað ég er löt að lesa bloggin ykkar og skrifa athugasemdir hjá ykkur þessa dagana. Blush

Til þess að grynna aðeins á listanum mínum hef ég ákveðið að eyða þeim bloggurum út sem ekki hafa verið virkir í langan tíma, það er að segja þeim sem ekki hafa skrifað síðan í desember. Vona að enginn móðgist við það. Ef ég eyði einhverjum sem vill vera áfram, viltu þá vinsamlegast biðja mig um að verða bloggvinur þinn aftur. Joyful


Fyrsta hugsun...

"Quote of the Day
First thoughts are not always the best.
Vittorio Alfieri"

Það er nú reyndar svo hvað mig varðar að oft hefur mín fyrsta hugsun sýnt sig að vera best/rétt, þegar grannt var skoðað, þó svo ég hafi síðan látið afvegaleiðast með öðrum hugsunum um að "nei, það getur ekki verið". Þannig er það nú bara... Whistling

Þetta er víst kallað að vera með innsæið í lagi...Wink


Lógík

Maður sem býst við dauða sínum gengur frá málum. Hann gefur fyrirmæli varðandi útför sína og gengur frá erfðaskrá, séu vafaatriði til staðar varðandi það hver eigi að erfa eigur hans.

Maður sem býst ekki við dauða sínum (eða horfist ekki í augu við að hann sé framundan í náinni framtíð) gerir ekkert af þessu. Hann gengur ekki frá erfðaskrá og gefur ekki fyrirmæli varðandi útför.

Ergó:

Engin erfðaskrá liggur fyrir hvað varðar dánarbú Bobby Fischer.

Bobby Fischer bjóst ekki við dauða sínum og gerði þess vegna enga erfðaskrá varðandi eigur sínar.

Bobby Fischer bjóst ekki við dauða sínum og gaf þess vegna engin fyrirmæli varðandi útför sína. 

Kannski hafði hann einhvern tíma sagt eitthvað við vini sína varðandi það hvar og hvernig útför hans skyldi höfð, en hann hefur ekki skilið eftir óyggjandi fyrirmæli um það, ekki frekar en hann hefur gengið frá eigum sínum með því að hafa samband við lögfræðing til að láta gera lögformlega erfðaskrá.

Þetta ættu skákmenn að skilja mann best. 

Bara mín skoðun. 


Fréttin um Jinky í Mogganum

Hérna er fréttin um Jinky Young í Mogganum.

Greinlega var DV aðeins of seint á ferð með sína "frétt". Wink...Whistling


mbl.is Lögmaður ráðinn fyrir dóttur Fischers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jinky Young Fischer- dóttir Fischers - Filippseyingar eru orðnir spenntir:


Former World Chess Champion, the late Bobby Fischer

Young Pinay Fischer's heir to go after estate
Estimo tasked to recover the estate left

by Marlon Bernardino

NCFP executive director lawyer Sammy Estimo of the Tacorda & Associates law firm has been chosen by Marilyn Young, 29, mother of the 7-year old daughter of the late chess legend Bobby Fischer, to recover the 140m Icelandic kronur (£ 1.07m) estate left by the chess genius.

The deal was arranged yesterday with the help of GM Eugene Torre, long-time friend of Fischer.

Marilyn produced the birth and baptism certificates of Fischer's daughter, Jinky, who was born on May 21, 2001 in Baguio City. She also turned over to Estimo the child's passport, her photos with Fischer and their child with signed notes, and the latest bank remittance by Fischer of 1,500 Euros to her daughter on December 4, 2007.

According to Marilyn, she and her child went to Iceland in September, 2005 and stayed with Fischer for 3 weeks. That was the last time, however, that mother and daughter saw the chess legend. But Marilyn said she and Fischer texted each other everyday. The last time they talked to each was on January 16, at 11:00 in the evening. The next day, Fischer died at the hospital where he was confined.

Estimo has started the paper work for the recovery of Fischer's estate. Opposition, however, is expected to come from Miyoko Watai, the alleged Japanese wife of Fischer and from his brother-in-law, Russel Targ and his two sons.

Philippine Chess 

National Chess Federation of the Philippines (NCFP)


Loksins - Jinky Young Fischer!

Loksins fréttist eitthvað af Jinky litlu, sem samkvæmt frétt Reuters heitir Young, en ekki Ong. Móðirin heitir líka eftir þessu að dæma Marilyn Young, en ekki Justine Ong, þó hún hafi ranglega verið kölluð það í sögusögnum á netinu. - En þær mæðgur hafa sem sagt fengið sér lögfræðing, Samuel Estimo, sem vinnur að því að safna saman nægum gögnum (og þau skortir ekki) til þess að geta lagt fram kröfu í búið.

Gaman að fá loks fréttir af þessu sem maður er búinn vonast eftir að sjá gerast! Smile

Meira HÉR  , HÉR og HÉR.

Í þessu viðtali sem Susan Polgar vitnar í er Miyoko Watai þögul sem gröfin um það hvort þau Fischer hafi gifst. Af hverju skyldi það hafa verið svona mikið leyndarmál? En varla verður það leyndarmál mikið lengur, þó gröfin austur í Flóa geymi nú skákkónginn. 

Ónefndur vinur Fischers og Miyoko Watai hefur sagt að "hin fullomlega ærlega kona" myndi örugglega sjá um að vel yrði séð fyrir dóttur Bobbys, kæmi í ljós að hún væri til. Ekki þykir mér þetta benda til þess:

"Watai's talk of marriage plans has aroused suspicions that it might merely be a ploy to prevent Fischer from being deported. But Watai swears it's true love. Likewise, she dismisses as "untrue" recent press reports that claim Fischer already has a wife and child in the Philippines whom he sees every few months. While legal experts say marrying Watai might substantially improve Japan's willingness to let Fischer stay in the country, Fischer's application is now caught in a catch-22: one of the documents he needs to submit to get married in Japan is a valid passport."


Mjallhvít

snowwhite

 Vissuð þið að fyrirmyndin að Mjallhvítu í teiknimyndinni hans Walts Disney var íslensk stúlka, sem hét Kristín Sölvadóttir og varð síðar húsmóðir og margra barna móðir í Reykjavík? Meira um það hér. Ætli hún sé ekki líka þar með eini íslendingurinn sem hefur orðið svo frægur að fá að prýða bandarískt frímerki, það mætti segja mér það. HeartSmile

Meira um Cartoon-Charlie og Kristínu HÉR

HÉR má sjá veggmynd Tom Andrich í Winnipeg um Cartoon-Charlie. 



* Svo rakst ég, í framhaldi af þessu, á blogg um mann sem heitir Ófeigur og er útfararstjóri (já, í alvörunni)! LoL

Fæðingarvottorð Jinky Ong

Pine for Pine skrifaði í bloggið sitt 27. janúar:

"This seven year old daughter of chess superpower Bobby Fischer is set to inherit US$3 million.
Former Benguet Gov. Raul "Rocky" Molintas, director of the National Chess Federation of the Philippines, said that somebody connected with the estate of Fischer told them that the heir of Fischer is entitled with this windfall. Fischer died of kidney failure in Iceland at the age of 64.
Molintas said that they needed the birth certificate and other documents that can ascertain that the father of the heir is indeed the eccentric but brilliant Fischer. Justine Ong's birth certificate was reportedly filed at a hospital in Baguio. Molintas said that they have started looking for Jinky and her mother, Justine, in Davao City, their last known where-abouts."

Jinky Ong Fischer mun vera fædd árið 2002 í Sacred Hearts-Hospital í Baguio City á Filippseyjum. Það ætti ekki að vera mjög erfitt að finna fæðinguna skráða í skráningarkerfi sjúkrahússins, svo framarlega sem það er ekki í molum.  

Það væri fróðlegt að vita hver þessi "somebody" sem talað er um í færslunni er?

Það væri nú dálítið skemmtilegt ef viðkomandi leyfði almenningi að fylgjast aðeins með gangi erfðamáls þessa heimsfræga einstaklings sem bjó hér hjá okkur síðustu æviár sín og hvort eitthvað er að gerast í leitinni að dóttur hans. En kannski er það á móti embættisskyldum að gera slíkt?


Heimsótt lönd


create your own visited countries map

Þarna eru þau nú, fyrir utan það að ég hef ekki komið til Svalbarða, þó hann tilheyri Noregi. Auk þess hef ég sleppt þeim löndum sem þar sem ég hef aðeins tyllt mér niður á flugvöll í millilendingu. 


Bölmóður

BricksInSnowKunnið þið ráð við þeim algjöra andlega sljóleika sem dettur yfir mig á heiðríkum frostdögum eins og þessum?

Hér sit ég við tölvuna, les blogg og fer í heimskulegan tölvuleik til skiptis, þegar ég gæti verið að gera svo margt stórgáfulegt og andlega upplyftandi í staðinn. - Ekki að ég vilji með þeim orðum kast rýrð á skrif bloggvina minn, langt í frá, æ, þið vitið hvað ég meina.

Meira að segja góður kaffibolli nær ekki að rífa mig út úr þessum náhvíta andans sljóleika...æ og ó...hæ og hó...

Ekki var nú heldur leikritið um Ívanov, eftir Tjékov, sem ég sá í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi beint uppörvandi, þar gengur allt út á bölmóð, þó þetta eigi að heita gamansöm uppfærsla. Veit ekki hvort ég nenni á bíómynd með sama efni, kemur í ljós. Jahérna. 


Pétur Pan


Ég er eins og Pétur Pan.
Ég er barn í hjarta mínu.
Ég trúi því að allt sé mögulegt
og ég ætla aldrei að verða fullorðin.
Hvaða Disneymyndapersónu líkist þú?
created with QuizFarm.com

Misklíð

internet-weatherFyrir nokkrum árum upplifði ég nákvæmlega það sama, nema hvað í það skiptið var gamla frænka (ég) á staðnum og stoppaði piltinn af þegar hann ætlaði að rjúka út úr dyrunum, og harðbannaði honum að fara út fyrr en hann væri búinn að biðja móður sína fyrirgefningar og sættast við hana. Leiddi honum fyrir sjónir að nú væri það hann sem væri hinn stóri og sterki, að líkamlegum burðum, mamma hans væri orðin minni máttar gagnvart honum að þessu leyti og því mætti hann aldrei gleyma, ekki bara gagnvart henni, heldur öllum konum.

Piltur hunskaðist inn í herbergið sitt og var þar svolitla stund að hugsa málið, á meðan mamman snökti í sófanum inni í stofu. Síðan kom hann sneyptur fram, tók utan um mömmu sína og bað hana fyrirgefningar. Góða stund sátu mæðginin grátandi í faðmlögum í sófanum og töluðu saman, á meða frænkan dundaði sér með kaffisopann og blaðið frammi í eldhúsi.

Þessi ungi maður tók seinna að sér að þjálfa lið ungra íþróttakvenna, og veit ég ekki betur en að hann hafi notið vinsælda meðal þeirra. Varð meira segja svo frægur að verða að láta gera úr sér staðgengil Silvíu Nætur í fullri múnderingu, sem verðlaun til stúlknanna fyrir frækilegan sigur í keppni!

Það hefur oft verið gott að vera rétta konan á réttum stað og á réttum tíma. Það er blessun í mínu lífi. Örugglega mætti vera meira um það að gamlar frænkur álpuðust í heimsókn og næturgistingu, það hefði sjálfsagt stundum getað sparað lögreglunni útköll.

Að vísu hefur frænkan einu sinni orðið fegin að hafa verið á staðnum og til staðar, til þess einmitt að kalla eftir aðstoð lögreglu, en það er önnur saga og sorglegri, sem kemur þessari umræddu fjölskyldu ekki við og verður ekki sögð hér. 


mbl.is Ósætti vegna tölvunotkunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ,æ...

Þetta er einum of krúttleg frétt til þess að ég geti sleppt því að blogga um hana...InLove Blush ...hafði bara ekki rekið augun í hana fyrr.
mbl.is Sat á ferðatösku við Akratorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitin að Jinky Ong - og hin tvísaga Miyoko Watai

Einhverjir eru farnir að leita að Jinky Ong á Filippseyjum. Kannski fer bráðum eitthvað að skýrast...Smile

Einar S. Einarsson og Sæmundur "Rokk" Pálsson eru varla mjög kátir með Miyoko Watai þessa dagana. Ætli þeir séu ekki nú þegar í sambandi við Eugene Torre varðandi Jinky litlu og móður hennar, kannski búnir að tala við Justine Ong, en bíða með að segja fjölmiðlum og okkur frá neinu þangað til allt er klappað og klárt? Wink

DavaoatdayÉg vona það sannarlega. Ekki stendur alla vega til að Skáksambandið erfi kallinn, svo mikið er víst, svo ekki á það annarra hagsmuna að gæta en orðsporsins, og réttlætis- og mannúðarsjónarmiða, líkt og þegar stuðningshópurinn fékk Fischer lausan.

Davao City 

Bobby Fischer mun hafa farið annan hvern mánuð að hitta mæðgurnar, á meðan hann bjó í Japan. Til Japans fór hann vegna þess að hann var að hanna nýja gerð af taflklukku í samvinnu við Seiko. Hann var á leið til Manila á Filippseyjum þegar hann var handtekinn á flugvellinum 2004. 

Hm...

Þetta var haft eftir Miyoko Watai í Morgunblaðinu 22. mars, 2005:

„Við munum skoða síðar hvort við giftum okkur á Íslandi en því ferli hefur verið frestað," sagði hún og bætti við að Fischer hefði orðið afar glaður við að heyra fréttir af íslenskum ríkisborgararétti sínum."

Annaðhvort hefur hún Miyoko Watai skrökvað laglega að íslensku blaðamönnunum, eða að giftingaráformin hafa tekið kúvendingu eftir að hún sagði þetta, ef það er rétt sem haldið er fram, að þau skötuhjúin hafi gift sig í Japan. Shocking

Samkvæmt þessu, það er að segja ef gert er ráð fyrir að Miyoko hafi ekki bara verið að plata íslensku blaðamennina, má ætla að drifið hafi verið í japönsku brúðkaupi annað hvort seinna sama dag, eða einhvern tíma dags 23. mars, áður en Bobby Fischer steig upp í flugvél áleiðis til Íslands eftir miðnætti, eða um kl. 01, 24. mars, því hann kom til Íslands að kvöldi 24. mars, 2005, eftir tæplega sólarhrings ferðalag, skv. þáverandi bloggi Stefáns Fr. Stefánssonar:

"Skákmeistarinn Bobby Fischer kom til Íslands í gærkvöldi eftir tæplega sólarhringslangt ferðalag frá Japan. Var hann látinn laus úr útlendingabúðunum í Japan um klukkan eitt að nóttu að íslenskum tíma aðfararnótt 24. mars, eftir að pappírar hans höfðu verið staðfestir og dómari samþykkt lausn hans. Fór hann að því búnu í fylgd sendiráðunautar út á flugvöll þar sem hann fór af stað fyrsta spölinn með flugvél til Kaupmannahafnar."

Óneitanlega stingur ÞESSI frétt Morgunblaðsins, nú tæplega þremur árum síðar, í stúf við hina fyrri hér að ofan...Errm 

miyoko

 

 Hvað var svona fyndið 22. mars, 2005, Miyoko?

Varstu nýgift og nýbúin að gabba íslenska blaðamenn - eða alveg að fara að gifta þig, rétt á eftir -
 - allt í plati, eða hvað? 

Ekki finnst mér þetta ýkja snjöll taflmennska, en ég kann reyndar ekki mikil skil á þeirri íþrótt. 

 

Mér datt í hug gömul vísa sem ég lærði einu sinni, við að lesa þessar tvær fréttir úr Morgunblaðinu - sem þó er sagt að ljúgi ekki:

KandP10Satt og logið, sitt er hvað,

sönnu er best að trúa.

En hvernig á að þekkja það,

þegar flestir ljúga? 

 "I am a pawn, but in chess there is such a thing as pawn promotion,where a pawn can become a queen" - Miyoko Watai

 "At the end of the game, the King and the Pawn go back in the same box"- Italian Proverb 

Eftir öllu sólarmerkjum að dæma hefur Miyoko verið meira kona Bobbys, en Bobby maður Miyoko, ef menn skilja við hvað er átt...stundum er það nefnilega bara þannig... 

Grein í Guardian um erfðamálið eftir Robert J. Fischer 


Hvar ertu, litla Jinky Ong Fischer?

 Hvernig eigum við vinir þínir á Íslandi að finna þig? Frown

Það er eins og að leita að nál í heystakki að ætla að finna litla stelpu hinum megin á hnettinum, þegar maður er ekki einn af innstu koppunum í búrinu, heldur aðeins velviljaður áhorfandi.

Vonandi eru þeir sem málið stendur nær að vinna í því þessa dagana að finna hana og láta hana njóta faðernis síns.

Baguio City 


Russell Targ

Russell-Targ-Whitney-Museum-of-ArtHér er fréttin um afstöðu mágs Bobby Fischer. Virðist vera skynsemdarmaður.

Eitt fæ ég samt ekki botn í, það er, hver var yngri systir Bobbys? Er ekki bara átt við með því þegar sagt er að hann hafi átt eldri systur að hún hafi verið eldri en hann, "his older sister", því hvergi er getið neinnar yngri systur, í þeim heimildum sem ég hef lesið hér á netinu. Þar er aðeins talað um að móðir hans, Regina Wender (Fischer, Pustan) hafi átt tvö börn, í fyrra hjónabandi sínu, en að vísu er Bobby talinn rangfeðraður og réttilega sonur Gyðingsins Paul Felix Nemenyi. Myndir og staðreyndir sem dregnar hafa verið fram benda sterklega til sannleiksgildis þessa, til dæmis er er um sláandi líkindi að ræða á þessu myndbandi. cfa-7j12

 


mbl.is Kannar lagalegan rétt ættingja Fischers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dúkkur

285008904_6e0197425aÞekkir einhver hér einhvern sem hefði gaman af því að eignast gamlar þjóðbúningadúkkur, og postulínsdúkkur?

Málið er það að í fyrra fylltist ég miklu dúkkukaupæði og keypti hrúgur af alls konar dúkkum á eBay. Nú er þessi manía löngu af staðin og blessuð krílin eru eiginlega orðin fyrir mér, þar sem ég hef takmarkað geymslupláss. Ég tími samt ekki að gefa allt safnið í Góða Hirðinn, og ekki taka litlar frænkur endalaust við og fylla herbergin sín af dúkkum frá Gretu frænku - eða hvað?

Svo hér með auglýsi ég eftir einhverjum sem gæti hugsað sér að eignast kríli - svona áður en ég flyt til sólarlanda...hm...en nú er reyndar farið að hlána...í bili...LoL


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband