Leita í fréttum mbl.is

Stuðningshópur Jinky Ong Fischer

justitiaÉg vil biðja þá sem eru fylgjandi því að stofna hóp til að fylgjast með því að hagsmuna Jinky Ong Fischers verði  gætt í erfðamálinu eftir Robert J. Fischer og að ekki verði fram hjá rétti hennar gengið í því efni, að skrifa athugasemd, annað hvort hér, eða á síðu Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar.

Munið að ef það kemur í ljós að þessi 7 ára gamla stúlka er í raun og veru dóttir Bobbys Fischer, þá eru réttindi hennar brotin samkæmt íslenskum lögum, ef ekki er tekið tillit til þeirra þegar kemur að erfðaskiptum eftir hann.

 


Arfur Bobba

c_documents_and_settings_oskarsa_desktop_none_of_this_will_be_yoursUndarlegt finnst mér, í ljósi þess hve Robert J. Fischer var búinn að vera mikið veikur fyrir andlát sitt, og eins í ljósi þess hversu mikið hann virtist vera fyrir dollara, að hann hafi ekki verið búinn að gera erfðaskrá fyrir andlát sitt.

Það er einnig undarlegt í ljósi þess að hann átti - kannski og kannski ekki -  Miyoko Watai frá Japan fyrir eiginkonu.

Ennþá heldur í ljósi þess að hann átti - kannski og kannski ekki - dótturina Jinky Ong Fischer á Filippseyjum, þar sem hann virðist hafa tekið upp kynni við barnsmóðurina, Justine Ong, beinlínis í þeim tilgangi að búa til erfingja? Væntanlega að því er ætla mætti, fleiru en sínum frábæru skákgenum? - En kannski hélt Bobby Fischer, eins og sumir aðrir á undan honum, einfaldlega að hann myndi verða eilífur, þrátt fyrir að hafa neitað öllum vendingum vestrænna læknavísinda (eða kannski vegna þess)?

Börn systur hans Joan Targ (mikil gáfukona, látin), Alex og Nicholas (systir þeirra , Elizabeth Targ lést 2002) sem hann hafði víst eingöngu samband við að eigin frumkvæði, vegna síns yfirlýsta Gyðingahaturs, en þau eru öll yfirlýstir Gyðingar (eins og hann sjálfur) eru víst einkaerfingjar, sé ekki hægt að færa sönnur á annað. Faðir þeirra, Russell Targ (ekkill Joan Targ), hefur látið hafa eftir sér á Íslandi að hann vilji ganga úr skugga um alla þessa hluti, áður en hann gerir kröfu í bú mágs síns, fyrir hönd sona sinna. Virðist vera mjög sanngjörn krafa.

Fróðlegt að fylgjast með hverju fram vindur í þessu máli. 

Hér er ansi góð grein um Robert James, eins konar "summary", um framvinduna í ævi hans og getgátur um tilkomu dóttur hans í heiminn. Hið undarlegasta mál, "allíhop". 

Í þessari grein eru æviatriði hans rakin allnákvæmlega og staðhæft að hann hafi jafnvel gengið að eiga barnsmóður sína, áður en hann fór að vera með japönsku konunni sem segist vera lögformleg eiginkona hans. Ekki allt á hreinu hér...vonandi kemur sannleikurinn í ljós og hver fær það sem honum ber að íslenskum lögum, þar sem Fischer var jú Íslendingur, samkvæmt ríkisfangi. 


Bros og friður

RSK0132~Smile-Posters

 

 

 

 

 

 

Friður byrjar með brosi.

- Móðir Teresa 

 

 


Nenni ekki...

erica-yawn-20030521

 

...að blogga um nýju borgarstjórnina...

...eða neitt annað, ef út í það er farið...andleysið er algjört.

...hvernig er annars veðurspáin...?

Góða nótt! Sleeping

 


Glefsur úr ævi skákkóngsins

 


Bobby Fischer

fischer1Robert James Fischer var meistari taflborðsins, en á sama tíma skrítin skrúfa, sem fór ekki að viðteknum venjum í samskiptum við aðra menn.

Það var mjög virðingarvert á sínum tíma að fá hann lausan úr japönsku fangelsi og fá honum hæli hér á landi, þau ár sem reyndust hans síðustu. Sjálfsagt þykir mér að hann hljóti legstað í því landi sem veitti honum skjól síðustu æviárin með því að gefa honum ríkisborgararétt.

Hins vegar þykir mér fráleit sú hugmynd að sá legstaður verði á Þingvöllum, á sama stað og okkar helstu þjóðhetjur eru grafnar. Robert Fischer getur varla talist til þeirra, þó hann hafi komið Íslandi á kortið með því að keppa hér um heimsmeistaratitil í skák árið 1972. Ég veit ekki betur en að hann hafi verið tregur til að koma hingað í það skiptið, það hafi þurft að beita hann fortölum til að hann fengist til að koma og að hingað kominn hafi hann haft allt á hornum sér, svo sem hans var háttur.

Eins fráleit þykir mér sú hugmynd að hann hljóti opinbera útför. Íslendingar eiga ekki að reyna að slá sig til riddara með útför skákmeistarans, í ljósi þess að honum sjálfum ber alls ekki sú tign í neinu tilliti, hans eini titill og tign var að hann var af mörgum talinn vera konungur skákborðisins.

Mér finnst að Skáksamband Íslands ætti að sjá sér sóma í að sjá um útförina og bjóða hingað þeim fáu eftirlifandi ættingjum sem hann átti frá Bandaríkjunum. Honum væri enginn vansi að því að hvíla í Gufuneskirkjugarði innan um aðra mæta Íslendinga. 


Fögur er foldin - á dönsku

 

Dejlig er jorden play05

Komponist: Schlesisk melodi
Tekst: B.S. Ingemann, 1850

Dejlig er jorden,
prægtig er Guds himmel,
skøn er sjælenes pilgrimsgang!
Gennem de fagre
riger på jorden
gå vi til paradis med sang!

Tider skal komme,
tider skal henrulle,
slægt skal følge slægters gang;
aldrig forstummer
tonen fra himlen
i sjælens glade pilgrimssang.

Englene sang den
først for markens hyrder,
skønt fra sjæl til sjæl det lød:
Fred over jorden!
Menneske, fryd dig,
os er i dag en frelser fød!


Þar til við sjáumst á ný

Við kvöddum elskulegan eiginmann, föður, afa, langafa, bróður, mág, frænda og góðan vin við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í dag. Stundin var yndisleg í alla staði, og alveg í þeim anda sem hann hefði kosið sér.

Presturinn, sr. Hjálmar Jónsson, fléttaði inn í minningarorð sín ljóðum eftir pabba, sem verða okkur öllum hvatning til að lifa áfram í þeirri gleði og bjartsýni á tilveruna sem hann leitaðist við að rækta með samferðarfólki sínu, takast á við þau verkefni sem lífið færir okkur af einurð og þolgæði og með kærleika til meðbræðra okkar í hjarta og að leiðarljósi.

Af tónlistarflutningi langar mig sérstaklega að nefna einsöng Óskars Péturssonar, sem söng af mikilli næmni og innlifun lögin "Vorvindur", lag Sigvalda Kaldalóns við ljóð föðurafa okkar, Ragnars Ásgeirssonar, "Gras" eftir Sigfús Halldórsson við ljóð pabba, og "Ave María", einnig eftir Sigvalda Kaldalóns, við ljóð Indriða Einarssonar.

Dómkirkjukórinn söng nokkra alþekkta, gamla og góða sálma, Marteinn H. Friðriksson lék á orgelið og Hjörleifur Valsson lék lag á fiðlu. Frímúrarar stóðu heiðursvörð, svo sem tíðkast meðal þeirra þegar reglubræður falla frá.

Fyrir þetta allt hjartans þakkir, svo og til þeirra sem heiðruðu minningu pabba með nærveru sinni. Innilegar þakkir einnig til ykkar allra sem hafið sent mér samúðarkveðjur hérna á bloggsíðunni minni, stuðningur ykkar hefur verið kærkominn og ómetanlegur.

Ég ætla að skrifa hér upp aftur ljóðið eftir pabba sem ég skrifaði hér upp fyrr í minningu um hann, eftir minni, vegna þess að ég áttaði mig á því þegar ljóð og lag var sungið við jarðarförina að ég hafði ekki farið alls kostar rétt með það, í næstsíðustu línu seinna erindisins, í fyrra skiptið. 

100_0374-24

 Gras

 

Sumir reyna að rekja

raunir og mæðuspor.

Grasið í minni götu

grænkaði aftur í vor.

 

Grasið er nú mín gleði

og gæfan er fólgin í því

að vita það eftir vetur

vaxa og grænka á ný.

 

- Úlfur Ragnarsson 

 

Úlfur og Ásta á leið í kveðjuhóf eldri borgara á Krít í september 2007  


Á morgun

Á morgun verður jarðarför pabba, í Dómkirkjunni, og mun sr. Hjálmar jarðsyngja hann. Hann er mér að góðu kunnur, þar sem hann var sóknarprestur á Sauðárkróki þegar ég bjó þar, og fermdi báða syni mína, auk þess sem hann kenndi okkur verðandi sjúkraliðum siðfræði. Nokrum sinnum átti ég við hann einkasamtöl, þar sem hann gaf mér góð ráð, sem dugðu mér vel. Einnig jarðsöng hann afa eldri sonar míns fyrir 4 1/2 ári síðan, en hann var Skagfirðingur í húð og hár. Svo gifti hann systurdóttur mína síðast liðið sumar og mun skíra fyrsta barn hennar í vor, ef Guð lofar.

Ég kvíði reyndar svolítið fyrir morgundeginum, þar sem ég er frekar hlédræg persóna og ekki mikið fyrir fjölmenn mannamót. Þarna má búast við að verði mannmargt, þar sem pabbi þekkti svo marga og það verða örugglega margir sem vilja minnast hans. Þetta verður mjög hátíðleg stund, sr. Hjálmar ætlar að minnast pabba með því að fara með eitt og annað af því sem hann hefur skrifað, og svo verður tónlist eftir Mozart, sem pabbi hélt mikið upp á, sungið verður lag eftir Sigvalda Kaldalóns við texta eftir föðurafa minn og sálmur sem tíðkast við útfarir í föðurfjölskyldu minni, svo og sitthvað í anda frímúarara. 

Ég man reyndar mjög glöggt eftir því þegar pabbi fór á sinn fyrsta frímúrarafund með mági sínum, sem var meðmælandi hans. Hann var voða spenntur, íklæddur kjólfötunum, í fyrsta skipti á ævinni, held ég, og búið að vera smá vesen á honum að klæða sig í þau, og þótti honum ekki gott að "mörgæsarskottið" kíkti niður undan að aftan á eina frakkanum sem hann átti þá. Pabbi átti nefnilega alveg til að vera svolítið pjattaður, - það er eitt og annað í fari manns sem maður á ekki svo langt að sækja!

29. september

 

Þessa mynd tók ég af foreldrum mínum í Feneysku höfninni í Chania, á Krít, að kvöldi 29. september, 84 ára afmælisdags pabba. Þá fórum við og Linda vinkona og fengum okkur að borða á skemmtilegum veitingastað þarna við höfnina.

Bestu kveðjur til þín, Ásta Sólveig. 


Pabbi minn - góðu stundirnar

pabbi á laugarvatni-1Úlfur Ragnarsson, faðir minn,  f. 29. september, 1923, lést 10. janúar, 2008 í Landsspítalanum í Fossvogi.

Ég vil minnast föður míns með þessum orðum Kurts Vonnegut, sem hefðu einnig svo vel getað verið hans:

"Ég hvet ykkur til þess að taka eftir því þegar þið eruð hamingjusöm, og segja upphátt eða muldra eða hugsa á einhverjum tímapunkti, "Ef þetta er ekki gott, þá veit ég ekki hvað er gott."

Með pabba urðu góðu stundirnar margar. 

Þessa mynd af pabba tók ég á einni slíkri fyrir 12 árum, í sumarbústað þeirra mömmu austur á á Laugarvatni. 

Sumir reyna að rekja

pabbi les-1raunir og mæðuspor.

Grasið í minni götu

grænkaði aftur í vor.

 

Grasið er nú mín gleði

og gæfan er fólgin í því

að vita það aftur að vori

vaxa og grænka á ný.

 

- Úlfur Ragnarsson 

Þetta var mjög algeng sjón - faðir minn var fróðleiksfús í besta lagi. 


Góð frétt

Ég hef fulla trú á því að Stefán Ólafsson, bekkjarbróðir minn úr 1-C í Menntaskólanum við Hamrahlíð, beiti sér af fullri sanngirni í málefnum okkar öryrkja. Heart

Þetta er ein sú besta ákvörðun sem þú gast tekið, Jóhanna! Smile


mbl.is Stefán Ólafsson prófessor formaður TR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jesús, Markús og Kúrt - ruggustólar og hamingja

collage-1

Tveir snillingar, sitjandi í ruggustól á veröndinni við hús Marks Twain í Hartford, Connecticut. Kurt Vonnegut (11.11.1922-11.04.2007) var mikill aðdáandi Mark Twain (30.11.1835 – 21.04.1910).

Það eru vitanlega nokkur ár á milli þess að þessar tvær myndir voru teknar, þar sem Kurt V. fæddist 12 árum og tæplega 7 mánuðum eftir að Mark T. dó. Myndin af K.V. er tekin af Jill Krementz, eiginkonu (nú ekkju) hans (Lunch with Jill Krementz)

Tilvitnun í Kurt Vonnegut, sem segir, að mínu mati, allt sem segja þarf um afstöðu hans til kristinnar trúar:

“I am not the writer Twain was but I am what I believe he would call a Humanist. Nowadays it means persons like my parents and both sets of grandparents, who try to behave ethically without any expectation of rewards or punishments in an afterlife. They serve as best they can the only abstraction of which they have any real familiarity, which is their community. What about Jesus? I say what one of my great grandfathers wrote, as follows: ‘If so much of what Jesus said is ethically brilliant, and especially the Beatitudes, and Forgive us our Trespasses as we forgive those who Trespass against Us, what can it matter if he was God or not?’"

Kurt Vonnegut um hamingjuna; þetta er speki sem góði frændinn hans, hann Alex, kenndi honum:

VONNEGUT_NYR101

  • I urge you to please notice when you are happy, and exclaim or murmur or think at some point, "If this isn't nice, I don't know what is."
    • "Knowing What's Nice", an essay from In These Times (2003)

Þróun versus sköpun

Giraf

 

Evolution is so creative.

That's how we got giraffes.

 - Kurt Vonnegut, húmanisti og húmoristi


Til umhugsunar fyrir trúleysingja og aðra

"My only surviving sibling, Dr. Bernard Vonnegut, eight years my senior, is a physical chemist who thinks and thinks about the distribution of electrical charges in thunderstorms.

But now my big brother, like Isaac Asimov near the end of his life, surely, and like most of us here, has to admit that the fruits of science so far, put into the hands of governments, have turned out to be cruelties and stupidities exceeding by far those of the Spanish Inquisition and Genghis Khan and Ivan the Terrible and most of the demented Roman emperors, not excepting Heliogabalus.

Heliogabalus had a hollow iron bull in his banquet hall that had a door in its side. Its mouth was a hole, so sound could get out. He would have a human being put inside the bull and then a fire built on a hearth under its belly, so that the guests at his banquets would be entertained by the noises the bull made.

We modern humans roast people alive, tear their arms and legs off, or whatever, using airplanes or missile launchers or ships or artillery batteries--and do not hear their screams.

When I was a little boy in Indianapolis, I used to be thankful that there were no longer torture chambers with iron maidens and racks and thumbscrews and Spanish boots and so on. But there may be more of them now than ever--not in this country but elsewhere, often in countries we call our friends. Ask the Human Rights Watch. Ask Amnesty International if this isn't so. Don't ask the U.S. State Department.

And the horrors of those torture chambers--their powers of persuasion--have been upgraded, like those of warfare, by applied science, by the domestication of electricity and the de tailed understanding of the human nervous system, and so on.

Napalm, incidentally, is a gift to civilization from the chemistry department of Harvard University.

So science is yet another human made God to which I, unless in a satirical mood, an ironical mood, a lampooning mood, need not genuflect."

kurt

  - Kurt Vonnegut, í ræðu sem hann hélt 1. maí, 1992, þegar hann var valinn húmanisti ársins af American Humanist Association 1. maí, 1992.

 

Í þessari bloggfærslu HÉR er að finna ýmislegt um skoðanir Vonneguts á kenningum smiðsins fræga, kraftaverkahönnun og þróun.


Vinsamlegast...

heller

 

 

...drífið ykkur í að kjósa í vinsældakönnuninni minni.

Niðurstöður verða birtar þegar 100 hafa kosið.


Upprisan

Í frásögninni af krossfestingu og upprisu Jesú Krists er kristnum mönnum (og öllum mönnum, að mínu áliti) gefið fyrirheit um líf eftir dauðann.

 Í trúarjátningu lútersku kirkjunnar er sagt: "Ég trú á upprisu mannsins". Áður var á þessum stað sagt "ég trúi á upprisu holdsins", en því var breytt síðar.

Ég veit sem sagt, þar sem ég telst vera lúterstrúar, að það þarf ekki að trúa á upprisu holdsins í bókstaflegri merkingu hjá lútersku kirkjunni til þess að vera álitinn kristinn. - Mér er ekki kunnugt um hvort kaþólska kirkjan segir það skilyrði fyrir að geta kallað sig það (kristinn), en sýnist að svo muni vera, eftir orðum kaþólsks bloggara til mín hér á moggablogginu að dæma.

Annars hefði trúarjátningunni varla verið breytt úr "upprisu holdsins" í "upprisu mannsins". Að vísu heldur sóknarpresturinn minn sig við "upprisu holdsins" og varð ég mjög hissa fyrst þegar ég heyrði það, en hann útskýrði það þannig að samkvæmt þeim skilningi sem hann leggur í orðið þýði hold á þessum stað allt sem lifir, öll lifandi sköpun náttúrunnar. Þannig er ég mjög sátt við að nota þetta orð og get því í einlægni sagt að ég trúi á upprisu holdsins við messu hjá honum.

Ég hef hins vegar ekki lagt í, eða fengið tækifæri til, að ræða við hann hugmyndir mínar um endurholdgun. Sem ég trúi að sé hluti af því sem gerist "hinum megin við glæruna", eins og ein bloggvinkona mín nefnir dauðann. Ég trúi að við endurfæðumst, og að það sé ekki refsing, heldur þvert á móti fái sálin á þann hátt endalaus tækifæri til að betrumbæta sig og bæta fyrir syndir sem hún hefur framið í fyrri lífum, þangað til hún nær þeirri fullkomnun að þurfa ekki að endurfæðast, heldur fái að hverfa aftur til sinna upprunalegu heimkynna, þaðan sem hún kom í upphafi, það er sameinast hinu guðlega afli (hverfi inn í Guðsríki, eins og strangkristnir myndu kalla það). Þannig trúi ég að tilvist sálarinnar sé löng vegferð, þangað til fullkomnun er náð.

Engin venjuleg mannlega vera hér á jörðinni er fullkomin, hversu langt sem hún hefur náð í andlegum þroska. Öll höfum við ennþá innan í okkur, í sál okkar, dökka bletti sem enn hafa ekki hreinsast úr henni. Þegar það gerist munum við ekki þurfa að endurfæðast, nema við kjósum það sjálf, vegna elsku til mannkyns, eins og hefur gerst, þegar fram hafa komið einstaklingar hér með að því er virðist ofurmannlega hæfileika og visku.

Það er undir okkur sjálfum komið hversu löng vegferð sálar okkarverður, þar sem við munum verða dæmd hinum megin í samræmi við gjörðir okkar í þessu lífi. Ef við breytum vel, verður hlutskipti okkar betra og við þokumst upp á við í sálarlegu tilliti, ef illa þá verður okkar næsta jarðlíf brösugt. Við dæmum okkur því í raun og veru sjálf með því hvernig við högum lífi okkar. Því til þess er okkur gefinn frjálsur vilji, þó við stjórnum ekki lífi okkar alfarið, heldur ræðst það einnig af ytri aðstæðum. Það eru miklu frekar viðbrögð okkar við ytri aðstæðum lífsins sem segja til um hvern mann við höfum að geyma, þegar á hólminn er komið.

Þetta þýðir alls ekki það að okkur beri að líta svo á að allir sem búa við erfitt hlutskipti í lífinu séu þannig staddir vegna einhverra afbrota sem þeir hafi framið í fyrri lífum, það þarf alls ekki að vera. Alveg eins geta þannig aðstæður verið áskorun og verkefni fyrir okkur hin sem erum betur stödd til að koma inn í þær aðstæður og gera okkar besta til að breyta þeim. Ef við gerum ekkert sitjum við enn á sama stað andlega, en ef við reynum að gera eitthvað fyrir aðra, og okkar eigin þroska í leiðinni þokumst við hænufet í átt til guðdómsins.

Ef við erum hins vegar full eigingirni og hroka, eða brjótum á rétti annarra er það skref aftur á bak. Eins og þjóðskáldið Jónas sagði er okkur gjarnt að þokast annað hvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið.

krishna-christFögur er foldin,
heiður er Guðs himinn,
indæl pílagríms ævigöng.
Fram, fram um víða
veröld og gistum
í Paradís með sigursöng.

Kynslóðir koma,
kynslóðir fara,
allar sömu ævigöng.
Gleymist þó aldrei
eilífa lagið
við pílagrímsins gleðisöng.

Fjárhirðum fluttu
fyrst þann söng Guðs englar,
unaðssöng, er aldrei þver:
Friður á foldu,
fagna þú, maður,
frelsari heimsins fæddur er.

Matthías Jochumsson

Með komu sinni á jörðina stytti Jesú fyrir okkur leiðina sem sálin þarf að fara, það er að segja, hann gaf okkur vegvísi til betri breytni, og frelsaði okkur þannig frá leið sem við hefðum annars þurft að fara um þyrnum stráðar brautir. Hann kenndi okkur að kærleiksrík framkoma við náunga okkar er það sem skiptir mestu máli í lífnu. Einnig kenndi hann okkur um það hvernig okkur eru gefnar upp skuldir okkar við aðra menn, syndir okkar, það er að segja misgjörðir okkar við aðra, ef við iðrumst þeirra í einlægni.

Þó held ég að fáir rati, þrátt fyrir góða leiðsögn, beinustu leið, eða séu svo skuldlausir að þeir geti sleppt úr áföngum, heldur þurfi flestir að gista hina ýmsu samastaði sem Drottinn tilreiðir okkur, áður en lokatakmarkinu er náð og við fáum að hverfa inn í dýrð hans aftur, þaðan sem við komum.

Aðventisatar trúa því að við rísum upp í sama holdi og við fæddumst í. En af hverju ættum við að vilja rísa upp í endursköpuðum líkama, þeim sama og við fæddumst í? Hvað með alla þá sem fæddust bæklaðir eða veikir? Hvað með aldraða og heilsulausa?

Líklega trúa aðventistar að Guð geri það heilt sem var bæklað eða veikt, um leið og hann endurskapar líkamann. Samt sé ég ekki alveg hverju það ætti að þjóna að búa sama líkamann til upp á nýtt - finnst þetta mjög skrítin hugmynd, satt að segja, bið þá aðventist sem þetta kunna að lesa fyrirgefningar á því. (Ég á reyndar skyldfólk sem er aðventistar, en við ræðum aldrei trúmál.)

Svo ég útskýri betur mína kenningu: Auðvitað koma alltaf inn nýjar sálir, og örugglega hverfa líka eldri sálir inn í dýrðina. Þetta er á sama tíma bæði stöðug fram- og hringrás. Hvaða tilgangi þetta allt þjónar er erfitt að skilja, enda tel ég að okkur sé ekki ætlað að skilja það, ekki að svo stöddu að minnsta kosti.

Þá erum við komin að því sem að mér finnst mikilvægast í þessu öllu saman: Það er það að það skiptir ekki svo miklu máli að vita hvað tekur við eftir dauðann. Það er hægt að vera með alls konar tilgátur og kenningar um það, án þess að hægt sé að sanna eitt eða neitt um það fyrir öðrum. Meira máli tel ég að skipti að lifa grandvöru lífi, það er að segja að reyna að fara eftir því sem segir í bæn Frans frá Assisi (tengill).

Sem sé, hérna megin grafar (eða duftkers) vitum við ósköp fátt um hvað tekur við eftir dauðann, maður fær víst ekki að vita um þetta með neinni öruggri vissu fyrr en maður "upplifir" (!) hann sjálfur.

Það er að segja, nema trúleysingjarnir hafi rétt fyrir sér - og þá veit maður auðvitað og einfaldlega ekki neitt af sér eftir dauðann, þar sem maður er ekki lengur til! En harla finnst mér það nú ósennilegt, miðað við það sem er til af lýsingum frá fólki sem hefur "dáið" en verið endurlífgað. Þá einnig af lýsingum fólks sem fer sálförum, en ég þekki fólk sem hefur slíka reynslu, þó ég hafi aldrei viljað spyrja það meira út í þá reynslu en það hefur sagt frá að fyrra bragði. Það er vegna þess að ég tel ekki rétt að grufla of mikið út í slíkt, frekar en að reyna að komast að því hvað tekur við - eitthvað hlýtur að koma til að eitthvað slíkt er einum opið, og öðrum ekki, - og eins og ég sagði áðan, þá álít ég að við eigum fyrst og fremst að horfa í kringum okkur hér í þessu lífi - allt hefur sinn tíma.

*Þessi færsla er unnin upp úr athugasemdum sem ég gerði sjálf við mína eigin færslu hér fyrr!  Wink

*Myndina með færslunni fann ég HÉR. कैवल्य


Þrettándinn

dream-of-the-three-kingsÍ dag er þrettándi og síðasti dagur jóla, og sá dagur er helgaður vitringunum, eða konungunum þremur, eins og þeir eru kallaðir í enskumælandi löndum, Kaspar, Melkíor og Baltasar, sem færðu Jesúbarninu gersemar; gull, myrru og reykelsi.

Ekki ætla ég að hætta mér út í nánari útlistanir á þeim, enda ekki mjög fróð um þá, en veit þó að þeir hafa orðið tilefni ýmiss konar helgisagna í bókmenntum.

Ég fann ritsmíð um vitringana, eftir sr. Sigurð Ægisson, á Vísindavefnum og set tengil á hana HÉR.

Nú keppast menn við að sprengja jólin út hér í nágrenni við mig og vafalaust loga þrettándabrennur glatt hér og hvar um landið, og álfar og tröll á ferð. 

Föðuramma (eða er það orð ekki til í íslensku?) mín, sem var dönsk, hafði alltaf matarboð fyrir fjölskylduna á þrettándanum. Þá var höfð steikt önd í matinn, ef mögulega var hægt að úvega hana, þar sem þetta var fyrir tíma stórmarkaðanna. (Mig minnir samt að einhvern tíma hafi gæs orðið að nægja).

Vegna þessa fjölskylduboðs hefur þessi dagur alveg sérstaka merkingu fyrir mig, þar sem ég minnist alltaf ömmu Grethe á þessum degi.

Þessi sálmur er yfirleitt sunginn í tilefni af þrettándanum: smella hér

Myndina sem prýðir færsluna fann ég HÉR 


Merkileg tilviljun

kurt-vonnegutUm daginn fann ég á netinu myndband með viðtali við rithöfundinn Kurt Vonnegut, og skellti því hér á bloggið mitt, af því mér fannst hann segja svo margt gott í því. Þá vissi ég ekkert annað um hann en að hann hefði skrifað bækurnar "Sláturhús fimm" (sem hann gaf sjálfur einkunnina A-plús, á sínum eigin einkunnarskala fyrir bækur sínar) og "Guð laun, hr. Rosewater" (sem hann gaf slétt A). Joyful

Þegar ég fór síðan, degi seinna, að viða að mér efni í sambandi við skrif mín hér um húmanisma, komst ég að því, mér til óblandinnar ánægju, að Kurt Vonnegut var heiðursforseti American Humanist Association (ASA) til dauðadags, 11. apríl, 2007. Nokkurn heiður tel ég að hljóti að hafi falist í því, þó svo að hann sjálfur hafi kallað þessa stöðu "that totally functionless capacity"! LoL

Í framhaldi af þessu komst ég svo að því að Vonnegut trúði á æðri mátt. Halo - Þannig að nú get ég huggað mig við að þessi frægi rithöfundur var maður sem einhverjir aðrir húmanist viðurkenndu að væri sannur húmanisti, þó hann væri trúaður, - í víðasta skilningi þess orðs, að sjálfsögðu. - Þó svo að meðlimir Siðmenntar myndu sennilega ekki taka hann gildan sem slíkan, samkvæmt þeirra skilgreiningu á nútíma húmanisma. En það er ekki mitt mál (lengur). AlienSleeping 

- - - 

 Kærar þakkir fyrir aðstoðina, Kurt, hvar sem þú ert núna! HeartWink 

 Ég vona að ég hafi ekki verið að gera það undanfarið sem þú      baðst  um á teikningunni þinni, sem ég læt fylgja færslunni, að yrði  ekki gert... Blush

 En kannski léstu brenna þig...Whistling

 (Prófið að smella á myndina! Cool)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.